Forsetinn minnist kveðju forvera síns til tunglfaranna Kjartan Kjartansson skrifar 20. júlí 2019 12:27 Fótur Buzz Aldrin á tunglinu árið 1969. AP/NASA Kveðja Kristjáns Eldjárn, þáverandi forseta Íslands, ferðaðist með bandarísku geimförunum sem fóru til tunglsins í Apolló 11-leiðangrinum. Guðni Th. Jóhannesson, forseti, rifjar upp kveðjuna í tilefni þess að í dag eru fimmtíu ár liðin frá því að geimfararnir lentu á tunglinu. Þeir Neil Armstrong og Edwin „Buzz“ Aldrin lentu á tunglinu fyrstir manna sunnudaginn 20. júlí árið 1969. Þeir stigu fæti á yfirborð tunglsins aðfaranótt 21. júlí að íslenskum tíma. Í færslu á Facebook-síðu forsetaembættisins minnist Guðni tímamótanna og segir tunglendinguna jafnvel verða talda merkasti atburður 20. aldarinnar þegar fram líða stundir. Í farteski geimfaranna var disklingur sem á voru letraðar kveðjur frá 73 þjóðarleiðtogum, þar á meðal frá Kristjáni Eldjárn sem þá var forseti. „Íslenska þjóðin færir kveðjur sínar með Apolló 11 og óskar geimförunum góðs gengis á þeirra sögulegu för. Megi hinir miklu sigrar geimrannsókna leiða mannkyn á braut friðar og farsældar,“ sagði í kveðju Kristjáns sem Guðni snaraði yfir af ensku. Með færslunni deildi Guðni mynd af bandarísku geimförunum við æfingar á Íslandi árið 1965. Geimfararnir undirbjuggu sig meðal annars fyrir jarðfræðirannsóknir á tunglinu á norðausturlandi. „Vísindin efla alla dáð, eins og skáldið Jónas kvað svo vel,“ skrifar Guðni. Forseti Íslands Geimurinn Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Sjá meira
Kveðja Kristjáns Eldjárn, þáverandi forseta Íslands, ferðaðist með bandarísku geimförunum sem fóru til tunglsins í Apolló 11-leiðangrinum. Guðni Th. Jóhannesson, forseti, rifjar upp kveðjuna í tilefni þess að í dag eru fimmtíu ár liðin frá því að geimfararnir lentu á tunglinu. Þeir Neil Armstrong og Edwin „Buzz“ Aldrin lentu á tunglinu fyrstir manna sunnudaginn 20. júlí árið 1969. Þeir stigu fæti á yfirborð tunglsins aðfaranótt 21. júlí að íslenskum tíma. Í færslu á Facebook-síðu forsetaembættisins minnist Guðni tímamótanna og segir tunglendinguna jafnvel verða talda merkasti atburður 20. aldarinnar þegar fram líða stundir. Í farteski geimfaranna var disklingur sem á voru letraðar kveðjur frá 73 þjóðarleiðtogum, þar á meðal frá Kristjáni Eldjárn sem þá var forseti. „Íslenska þjóðin færir kveðjur sínar með Apolló 11 og óskar geimförunum góðs gengis á þeirra sögulegu för. Megi hinir miklu sigrar geimrannsókna leiða mannkyn á braut friðar og farsældar,“ sagði í kveðju Kristjáns sem Guðni snaraði yfir af ensku. Með færslunni deildi Guðni mynd af bandarísku geimförunum við æfingar á Íslandi árið 1965. Geimfararnir undirbjuggu sig meðal annars fyrir jarðfræðirannsóknir á tunglinu á norðausturlandi. „Vísindin efla alla dáð, eins og skáldið Jónas kvað svo vel,“ skrifar Guðni.
Forseti Íslands Geimurinn Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Sjá meira