Biður borgarbúa New York af einlægni að fara varlega næstu daga Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 20. júlí 2019 11:55 Vísir/AP Borgarstjóri New York biður af mikilli einlægni borgarbúa og ferðamenn að fara varlega næstu daga þar í borg vegna hitabylgju sem gengur yfir. Hitabylgjan nær einnig til Washington og Boston í Bandaríkjunum sem og hluta Kanada. Borgarstjóri New York borgar hefur biðlað til fólks að taka hitabylgunni alvarlega. Á Twitter síðu sinni biður hann alla um að hlusta á aðvörun sína og taka henni grafalvarlega. Þar bendir hann fólki einnig á að halda sig inn og passa upp á að drekka nægilega mikinn vökva. Í New York hafa 500 svokallaðar kælistöðvar verið opnaðar en þær veita skugga og bjóða fólki upp á læknisaðstoð sé þess þörf. Einnig er þar skuggi, boðið upp á vatn og salernisaðstöðu. Stöðvarnar eru sérstaklega ætlaðar heimilislausum öldruðum og þeim sem ekki eru með loftkælingu. Hitabylgjan gæti haft áhrif á um 200 milljónir manna og á sumum stöðum Bandaríkjunum er gert ráð fyrir að hiti fari upp í 38 stig eða ofar. Samkvæmt veðurfræðingum í Kanada gæti tilfinning verið sú að hiti í Torontó væri um 40 stig, ef rakastigið er tekið með og í Montreal 45 stig einnig með raka. Á öllum þessum stöðum má búast við að hitabylgjan nái hámarki um helgina og fer svo örlítið kólnandi þegar líður á vikuna. Sérfræðingar tengja tíðari hitabylgjur við loftslagsbreytingar á undanförnum árum. Júní er talinn heitasti mánuður sem mældur hefur verið um allan heim en meðalhitinn var 16,4 stig, samkvæmt nýjum gögnum. New York City: today will be very hot and could be the start of a heatwave through Sunday. Prepare for temperatures in the 90s with a heat index over 100 degrees!Drink water, stay in A/C and check on your neighbors. Visit https://t.co/TbZwX9EoKN for more information. pic.twitter.com/e6slweFVtd— NYC Mayor's Office (@NYCMayorsOffice) July 19, 2019 Bandaríkin Loftslagsmál Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Sjá meira
Borgarstjóri New York biður af mikilli einlægni borgarbúa og ferðamenn að fara varlega næstu daga þar í borg vegna hitabylgju sem gengur yfir. Hitabylgjan nær einnig til Washington og Boston í Bandaríkjunum sem og hluta Kanada. Borgarstjóri New York borgar hefur biðlað til fólks að taka hitabylgunni alvarlega. Á Twitter síðu sinni biður hann alla um að hlusta á aðvörun sína og taka henni grafalvarlega. Þar bendir hann fólki einnig á að halda sig inn og passa upp á að drekka nægilega mikinn vökva. Í New York hafa 500 svokallaðar kælistöðvar verið opnaðar en þær veita skugga og bjóða fólki upp á læknisaðstoð sé þess þörf. Einnig er þar skuggi, boðið upp á vatn og salernisaðstöðu. Stöðvarnar eru sérstaklega ætlaðar heimilislausum öldruðum og þeim sem ekki eru með loftkælingu. Hitabylgjan gæti haft áhrif á um 200 milljónir manna og á sumum stöðum Bandaríkjunum er gert ráð fyrir að hiti fari upp í 38 stig eða ofar. Samkvæmt veðurfræðingum í Kanada gæti tilfinning verið sú að hiti í Torontó væri um 40 stig, ef rakastigið er tekið með og í Montreal 45 stig einnig með raka. Á öllum þessum stöðum má búast við að hitabylgjan nái hámarki um helgina og fer svo örlítið kólnandi þegar líður á vikuna. Sérfræðingar tengja tíðari hitabylgjur við loftslagsbreytingar á undanförnum árum. Júní er talinn heitasti mánuður sem mældur hefur verið um allan heim en meðalhitinn var 16,4 stig, samkvæmt nýjum gögnum. New York City: today will be very hot and could be the start of a heatwave through Sunday. Prepare for temperatures in the 90s with a heat index over 100 degrees!Drink water, stay in A/C and check on your neighbors. Visit https://t.co/TbZwX9EoKN for more information. pic.twitter.com/e6slweFVtd— NYC Mayor's Office (@NYCMayorsOffice) July 19, 2019
Bandaríkin Loftslagsmál Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna