Önnur umferð kappræðna Demókrata hefst í kvöld Andri Eysteinsson skrifar 30. júlí 2019 22:24 Unnið að því að gera allt klárt fyrir kvöldið. AP/Paul Sancya Önnur umferð kappræðna milli forsetaframbjóðanda Demókrataflokksins hefst í nótt í borginni Detroit í Michigan. Kappræðurnar munu fara fram í Fox-leikhúsinu og hefur sjónvarpsstöðin CNN yfirumsjón með framgangi mála. Tíu af þeim 20 frambjóðendum ,sem stóðust þær kröfur sem gerðar eru til frambjóðenda til þess að þeir megi taka þátt í kappræðunum, munu sitja fyrir svörum í kvöld. Hinir tíu stíga svo á sviðið annað kvöld. Mest spenna þykir vera fyrir umræðum milli Elizabeth Warren og Bernie Sanders Til þess að öðlast réttinn til þess að taka þátt í þessari annarri umferð kappræðna þurfa frambjóðendurnir að hafa fengið framlag frá hið minnsta 65.000 kjósendum í kosningasjóð sinn eða hafa mælst með meira en 1% fylgi í að minnsta kosti þremur viðurkenndum skoðanakönnunum. Sá þeirra tíu sem stíga á svið í kvöld sem þykir líklegastur til afreka er öldungadeildarþingmaðurinn Bernie Sanders sem atti kappi við Hillary Clinton í forvali Demókrata fyrir kosningarnar árið 2016.Fjögur talin líkleg til að ná langt Á sviðinu í kvöld verða auk Bernie Sanders þau Stephen Bullock, Pete Buttigieg, John Delaney, John Hickenlooper, Amy Klobuchar, Beto O‘Rourke, Timothy Ryan, Elizabeth Warren og Marianne Williamson. Af þeim uppfylla þau Sanders, Warren, Buttigieg, O‘Rourke, Klobuchar og Williamson bæði skilyrðin en Ryan, Hickenlooper, Delaney og Bullock hafa mælst með yfir 1% fylgi að minnsta kosti í þrígang en hafa ekki fengið tilskilinn fjölda styrkja. Öll þeirra tíu sem munu rökræða í Detroit í kvöld tóku þátt í fyrstu kappræðunum sem fram fóru í júní, nema Stephen Bullock. Bullock hafði þá eingöngu mælst með yfir 1% fylgi í tvígang. Sex mánuðir eru þar til að fyrstu prófkjör Demókrata verða haldin, því er kosningabaráttan rétt að byrja. Stærsti hluti þeirra 20 frambjóðenda sem taka þátt í kappræðunum munu heltast úr lestinni á næstu mánuðum en af þeim tíu sem taka þátt í kvöld eru þau Sanders, Warren, Buttigieg og O‘Rourke talin líklegust til að ná langt í forvalinu. Sýnt verður frá kappræðunum, sem hefjast á miðnætti, á sjónvarpsstöðinni CNN. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Undirbúa árásir á Húta og hernám Gasa Erlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Sjá meira
Önnur umferð kappræðna milli forsetaframbjóðanda Demókrataflokksins hefst í nótt í borginni Detroit í Michigan. Kappræðurnar munu fara fram í Fox-leikhúsinu og hefur sjónvarpsstöðin CNN yfirumsjón með framgangi mála. Tíu af þeim 20 frambjóðendum ,sem stóðust þær kröfur sem gerðar eru til frambjóðenda til þess að þeir megi taka þátt í kappræðunum, munu sitja fyrir svörum í kvöld. Hinir tíu stíga svo á sviðið annað kvöld. Mest spenna þykir vera fyrir umræðum milli Elizabeth Warren og Bernie Sanders Til þess að öðlast réttinn til þess að taka þátt í þessari annarri umferð kappræðna þurfa frambjóðendurnir að hafa fengið framlag frá hið minnsta 65.000 kjósendum í kosningasjóð sinn eða hafa mælst með meira en 1% fylgi í að minnsta kosti þremur viðurkenndum skoðanakönnunum. Sá þeirra tíu sem stíga á svið í kvöld sem þykir líklegastur til afreka er öldungadeildarþingmaðurinn Bernie Sanders sem atti kappi við Hillary Clinton í forvali Demókrata fyrir kosningarnar árið 2016.Fjögur talin líkleg til að ná langt Á sviðinu í kvöld verða auk Bernie Sanders þau Stephen Bullock, Pete Buttigieg, John Delaney, John Hickenlooper, Amy Klobuchar, Beto O‘Rourke, Timothy Ryan, Elizabeth Warren og Marianne Williamson. Af þeim uppfylla þau Sanders, Warren, Buttigieg, O‘Rourke, Klobuchar og Williamson bæði skilyrðin en Ryan, Hickenlooper, Delaney og Bullock hafa mælst með yfir 1% fylgi að minnsta kosti í þrígang en hafa ekki fengið tilskilinn fjölda styrkja. Öll þeirra tíu sem munu rökræða í Detroit í kvöld tóku þátt í fyrstu kappræðunum sem fram fóru í júní, nema Stephen Bullock. Bullock hafði þá eingöngu mælst með yfir 1% fylgi í tvígang. Sex mánuðir eru þar til að fyrstu prófkjör Demókrata verða haldin, því er kosningabaráttan rétt að byrja. Stærsti hluti þeirra 20 frambjóðenda sem taka þátt í kappræðunum munu heltast úr lestinni á næstu mánuðum en af þeim tíu sem taka þátt í kvöld eru þau Sanders, Warren, Buttigieg og O‘Rourke talin líklegust til að ná langt í forvalinu. Sýnt verður frá kappræðunum, sem hefjast á miðnætti, á sjónvarpsstöðinni CNN.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Undirbúa árásir á Húta og hernám Gasa Erlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Sjá meira