Olíuleki í Hvalfirði: „Við vorum dálítið hræddir um að allt myndi fara til andskotans“ Jóhann K. Jóhannsson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 30. júlí 2019 20:25 Betur fór en á horfðist eftir að tengivagn slitnaði frá vörubíl og valt með þeim afleiðingum að olía tók að leka úr vagninum innst í Hvalfirði, nánar tiltekið við Hvammsvík, rétt fyrir klukkan 18 í kvöld. Engin slys urðu á fólki. Í tengivagninum var rafgeymir sem verið var að flytja, og um sex þúsund lítra olíutankur sem tók að leka eftir að vagninn valt. Þórður Bogi Bogason, varðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, segir útlitið á vettvangi hafa verið ansi svart um tíma. „Það lak svolítið í lækinn sem er hérna fyrir neðan og við lokuðum bara af vettvanginn. Við komumst inn í gáminn fljótlega og sáum að mestur lekinn var úr aftasta hluta gámsins,“ segir Þórður. Hann segir að neistað hafi af rafgeyminum þegar vagninn var reistur við með krana. „Þannig að við vorum dálítið hræddir um að allt myndi fara til andskotans því það var eldsneytislekinn, gufur frá honum og þessi neistamyndum þegar við lyftum gámnum.“ Hann segir mikla hættu hafa verið á vettvangi um tíma. Hann segir að með aðstoð Olíudreifingar hafi þó gengið prýðilega að reisa gáminn aftur við. Hann segir að unnið sé að því að sjúga upp þá olíu sem lak, eins verði öðru mokað upp. „Þetta er búið að vera bara gott samstarf allra aðila.“ Þórður segir bæði Heilbrigðiseftirlitinu sem og Umhverfisstofnun hafa verið gert viðvart um málið. Fulltrúar Heilbrigðiseftirlits Mosfellsbæjar séu þegar komnir á vettvang til þess að meta umhverfisáhrif lekans. Eins segist Þórður ekki eiga von á því að lekinn muni hafa varanleg áhrif á umhverfið. „Það er ekki kominn neinn flekkur í sjóinn hérna fyrir neðan. Við stífluðum strax þegar við komum á staðinn, þá mokuðum við fyrir ræsið. Þannig að ég held að það hafi komið í veg fyrir að það færi meira út í. En eitthvað hefur eflaust lekið,“ segir Þórður sem segist jafnframt ekki eiga von á því að þjóðvegurinn um Hvalfjörð verði lokaður lengi vegna óhappsins. Kjósarhreppur Slökkvilið Umferðaröryggi Umhverfismál Tengdar fréttir Olíuleki eftir að tengivagn valt í Hvalfirði Tengivagn slitnaði frá vörubíl og valt í Hvalfirði, innst við Hvammsvík rétt fyrir klukkan 18 í kvöld. 30. júlí 2019 18:27 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Sjá meira
Betur fór en á horfðist eftir að tengivagn slitnaði frá vörubíl og valt með þeim afleiðingum að olía tók að leka úr vagninum innst í Hvalfirði, nánar tiltekið við Hvammsvík, rétt fyrir klukkan 18 í kvöld. Engin slys urðu á fólki. Í tengivagninum var rafgeymir sem verið var að flytja, og um sex þúsund lítra olíutankur sem tók að leka eftir að vagninn valt. Þórður Bogi Bogason, varðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, segir útlitið á vettvangi hafa verið ansi svart um tíma. „Það lak svolítið í lækinn sem er hérna fyrir neðan og við lokuðum bara af vettvanginn. Við komumst inn í gáminn fljótlega og sáum að mestur lekinn var úr aftasta hluta gámsins,“ segir Þórður. Hann segir að neistað hafi af rafgeyminum þegar vagninn var reistur við með krana. „Þannig að við vorum dálítið hræddir um að allt myndi fara til andskotans því það var eldsneytislekinn, gufur frá honum og þessi neistamyndum þegar við lyftum gámnum.“ Hann segir mikla hættu hafa verið á vettvangi um tíma. Hann segir að með aðstoð Olíudreifingar hafi þó gengið prýðilega að reisa gáminn aftur við. Hann segir að unnið sé að því að sjúga upp þá olíu sem lak, eins verði öðru mokað upp. „Þetta er búið að vera bara gott samstarf allra aðila.“ Þórður segir bæði Heilbrigðiseftirlitinu sem og Umhverfisstofnun hafa verið gert viðvart um málið. Fulltrúar Heilbrigðiseftirlits Mosfellsbæjar séu þegar komnir á vettvang til þess að meta umhverfisáhrif lekans. Eins segist Þórður ekki eiga von á því að lekinn muni hafa varanleg áhrif á umhverfið. „Það er ekki kominn neinn flekkur í sjóinn hérna fyrir neðan. Við stífluðum strax þegar við komum á staðinn, þá mokuðum við fyrir ræsið. Þannig að ég held að það hafi komið í veg fyrir að það færi meira út í. En eitthvað hefur eflaust lekið,“ segir Þórður sem segist jafnframt ekki eiga von á því að þjóðvegurinn um Hvalfjörð verði lokaður lengi vegna óhappsins.
Kjósarhreppur Slökkvilið Umferðaröryggi Umhverfismál Tengdar fréttir Olíuleki eftir að tengivagn valt í Hvalfirði Tengivagn slitnaði frá vörubíl og valt í Hvalfirði, innst við Hvammsvík rétt fyrir klukkan 18 í kvöld. 30. júlí 2019 18:27 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Sjá meira
Olíuleki eftir að tengivagn valt í Hvalfirði Tengivagn slitnaði frá vörubíl og valt í Hvalfirði, innst við Hvammsvík rétt fyrir klukkan 18 í kvöld. 30. júlí 2019 18:27