Meðgöngueitrun minnkar lífslíkur kvenna Jóhann K. Jóhannsson skrifar 9. ágúst 2019 18:30 Yfirlæknir á fæðingardeild Landspítalans segir ýmislegt benda til þess að konum sem greinast með meðgöngueitrun sé hættara við ótímabærum dauðdaga. Konum sem greinast með meðgöngueitrun er ekki fylgt eftir að lokinni fæðingu og því áríðandi að þær hugi að lífstílstengdum þáttum. Á bilinu tvö til fimm prósent þungaðra kvenna greinast með meðgöngueitrun á hverju ári en einkenni eru hár blóðþrýstingur, útskilnaður eggjahvítuefna í þvagi og bjúgur á höndum og fótum. Hulda Hjartardóttir yfirlæknir á fæðingardeild Landspítalans segir það vitað hvað sé að gerast sé meðgöngueitrun til staðar en að margt sé óljóst um það hvað valdi meðgöngueitrun í upphafi. „Það sem að virðist gerast er að mjög snemma í meðgöngunni, löngu áður en meðgöngueitrun gerir vart við sig með einkennum, að þá verður ekki eðlilegur þroski í æðakerfinu sem nærir fylgjuna,“ segir Hulda.Hulda Hjartardóttir, yfirlæknir á fæðingardeild Landspítalans.Skjáskot/Stöð 2Gífurlegt álag er á líkama konu sem greinist með meðgöngueitrun og er hægt að mæla skemmdir sem geta orðið í æðakerfinu mörgum árum eftir greiningu. Hulda segir að rannsóknir séu í gangi, hér á landi um tilurð og eftir köst meðgöngueitrunar. Sveinbjörn Gizurarson, prófessor í lyfjafræði við Háskóla Íslands, sagði viðtali í Morgunútvarpi Rásar 2 í vikunni að konur sem greinist með meðgöngueitrun lifi allt að tíu árum skemur en aðrar konur. Undir þetta tekur Hulda. „Það er ýmislegt sem bendir til þess að konur sem fá meðgöngueitrun að þeim sé hættara við ótímabærum dauðdaga og þá oftast verið talið vera tengt hjarta og æðasjúkdómum,“ segir Hulda. Hulda segir menn ekki vera alveg sammála um hvernig fylgja eigi konum eftir sem hafa greinst og að engir verkferlar séu, til að styðjast við. Hún segir mikilvægt að fara yfir það með konum sem fá meðgöngueitrun að þær hugi að öðrum þáttum sem geta verið lífstílstengdir. Eins og að forðast að reykja, huga vel að mataræði. Ekki vera í ofþyngd, hreyfa sig vel og svo framvegis. „Við tökumst á við meðgöngueitrun alla daga hér. Þetta er einn af algengustu fylgikvillunum og einn af þeim alvarlegustu líka á köflum þó oftast sé hann frekur vægur sjúkdómur,“ segir Hulda.Er það merkilegt að árið 2019 að við séum ekki komin lengra í rannsóknum?„Já, það er merkilegt. Þetta er mjög sérstakur og óvenjulegur sjúkdómur. Hann er bara í mannfólki og ákveðnum tegundum af öpum en annars þekkist hann ekki í neinum dýrum, þannig að við getum ekki reitt okkur á einhverjar dýratilraunir nema að mjög litlu leiti til þess að finna orsakirnar,“ segir Hulda. Börn og uppeldi Heilbrigðismál Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Yfirlæknir á fæðingardeild Landspítalans segir ýmislegt benda til þess að konum sem greinast með meðgöngueitrun sé hættara við ótímabærum dauðdaga. Konum sem greinast með meðgöngueitrun er ekki fylgt eftir að lokinni fæðingu og því áríðandi að þær hugi að lífstílstengdum þáttum. Á bilinu tvö til fimm prósent þungaðra kvenna greinast með meðgöngueitrun á hverju ári en einkenni eru hár blóðþrýstingur, útskilnaður eggjahvítuefna í þvagi og bjúgur á höndum og fótum. Hulda Hjartardóttir yfirlæknir á fæðingardeild Landspítalans segir það vitað hvað sé að gerast sé meðgöngueitrun til staðar en að margt sé óljóst um það hvað valdi meðgöngueitrun í upphafi. „Það sem að virðist gerast er að mjög snemma í meðgöngunni, löngu áður en meðgöngueitrun gerir vart við sig með einkennum, að þá verður ekki eðlilegur þroski í æðakerfinu sem nærir fylgjuna,“ segir Hulda.Hulda Hjartardóttir, yfirlæknir á fæðingardeild Landspítalans.Skjáskot/Stöð 2Gífurlegt álag er á líkama konu sem greinist með meðgöngueitrun og er hægt að mæla skemmdir sem geta orðið í æðakerfinu mörgum árum eftir greiningu. Hulda segir að rannsóknir séu í gangi, hér á landi um tilurð og eftir köst meðgöngueitrunar. Sveinbjörn Gizurarson, prófessor í lyfjafræði við Háskóla Íslands, sagði viðtali í Morgunútvarpi Rásar 2 í vikunni að konur sem greinist með meðgöngueitrun lifi allt að tíu árum skemur en aðrar konur. Undir þetta tekur Hulda. „Það er ýmislegt sem bendir til þess að konur sem fá meðgöngueitrun að þeim sé hættara við ótímabærum dauðdaga og þá oftast verið talið vera tengt hjarta og æðasjúkdómum,“ segir Hulda. Hulda segir menn ekki vera alveg sammála um hvernig fylgja eigi konum eftir sem hafa greinst og að engir verkferlar séu, til að styðjast við. Hún segir mikilvægt að fara yfir það með konum sem fá meðgöngueitrun að þær hugi að öðrum þáttum sem geta verið lífstílstengdir. Eins og að forðast að reykja, huga vel að mataræði. Ekki vera í ofþyngd, hreyfa sig vel og svo framvegis. „Við tökumst á við meðgöngueitrun alla daga hér. Þetta er einn af algengustu fylgikvillunum og einn af þeim alvarlegustu líka á köflum þó oftast sé hann frekur vægur sjúkdómur,“ segir Hulda.Er það merkilegt að árið 2019 að við séum ekki komin lengra í rannsóknum?„Já, það er merkilegt. Þetta er mjög sérstakur og óvenjulegur sjúkdómur. Hann er bara í mannfólki og ákveðnum tegundum af öpum en annars þekkist hann ekki í neinum dýrum, þannig að við getum ekki reitt okkur á einhverjar dýratilraunir nema að mjög litlu leiti til þess að finna orsakirnar,“ segir Hulda.
Börn og uppeldi Heilbrigðismál Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira