Virkjun í hverra þágu? Smári McCarthy skrifar 9. ágúst 2019 14:29 Hvalárvirkjun er ætlað að framleiða 55MW raforku. Það er minna en flutningstap á raforku í núverandi dreifikerfi. Viðbótin er sögð nauðsynleg vegna þess hve mikil hætta sé á raforkuskorti á landinu. Hvers vegna er Hvalárvirkjun umdeild? Fyrst og fremst af því að vatnsaflsvirkjunum fylgja uppistöðulón. Uppistöðulón fyrirhugaðrar Hvalárvirkjunar mun drekkja samtals 12,7 km² svæði innan stærstu ósnertu víðerna Vestfjarða. Þar mun gangur áa raskast, fossar hætta að vera til, vatnsflæði á svæðinu skerðast verulega. Og það allt fyrir 55 MW af orku, sem hægt er að fá með öðrum, minna umdeildum hætti.Betri kostir standa til boða Á sama tíma og deilt er um Hvalárvirkjun eru hvorki meira né minna en þrjú vindorkuverkefni í norðvesturhluta landsins sem hafa ekki fengið heimild til að setja raforku inn á kerfið, vegna skorts á flutningsgetu ─ hins vegar hefur verið tekið frá 55MW af flutningsgetu fyrir Hvalárvirkjun. Hvert og eitt þessarra vindorkuverkefna myndi framleiða um tvöfalt meiri orku en Hvalárvirkjun. Hafdís Gunnarsdóttir bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Ísafirði skrifaði nýlega grein í Fréttablaðinu þar sem hún fullyrðir að Hvalárvirkjun muni hafa "jákvæð áhrif á afhendingaröryggi rafmagns um alla Vestfirði." Það er rangt. Háspennulínur, nánar tiltekið hringtenging á kerfinu, myndu gera það hins vegar.Skortur á háspennulínum ekki raforku Vatnsaflsvirkjanir framleiða rafmagn, en dreifa ekki rafmagni. Til þess þarf háspennulínur. Ef markmiðið er að bæta afhendingaröryggi raforku á Vestfjörðum þarf því háspennulínur, ekki virkjanir. Af þessum sökum er erfitt að skilja markmiðið með Hvalárvirkjun. Hvalárvirkjun er fyrirhuguð vatnsaflsvirkjun í Árneshreppi, sem er vissulega á Vestfjörðum, en raforka getur komið frá öðrum virkjunum, svo fremi sem línurnar eru lagðar. Það að virkja á Vestfjörðum hefur í sjálfu sér ekkert með tengingu Vestfjarða að gera að öðru leyti. Skortur á flutningsgetu er raunverulegt vandamál á Íslandi, sem hamlar uppbyggingu á Reykjanesinu, í Eyjafirðinum, á Vestfjörðum, og víðar. Orkuskortur er ekki raunverulegt vandamál á Íslandi, og jafnvel ef svo væri, þá er nóg af fyrirhuguðum raforkuverkefnum, sem flestar eru minna umdeildar en Hvalárvirkjun.Skjáskot af afflutningskorti Landsnets.Höfnum tímaskekkjunni Sumir segja að það skaði ekki að drekkja þessum tilteknu ferkílómetrum, því enginn njóti þeirra í dag. Þetta viðhorf endurspeglar vítavert virðingarleysi fyrir náttúrunni. Náttúran er ekki eingöngu til staðar ef og þegar við njótum og nýtum hana. Nú þegar skaðinn sem mannfólkið hefur ollið náttúrunni er farið að ógna tilvist okkar, þá er löngu tímabært að þessu viðhorfi sé með öllu hafnað.Bætt nýting og betri tenging Það væri ágætt ef við færum að nýta raforkuna sem við þó höfum betur en við gerum. Framleiða meiri verðmæti úr henni, valda minni mengun, græða meira á henni. Við ættum líka að draga úr raforkunotkun og raforkusóun. Þarna þarf margt að skoða. Allt frá því að þjóðahagslegur ávinningur af rafmyntaframleiðslu er nánast engin yfir í það að glóperur eru úreldar. Svo væri ágætt ef Landsnet legðist í það af meiri krafti að uppfæra línur sem bera orðið ekki nóg, eða leggja samsíða þeim aðrar línur. Hringtenging Vestfjarða er löngu tímabær leið til að efla afhendingaröryggi raforku á þeim slóðum.Hver græðir? En það sem kannski væri gagnlegast í þessari umræðu allri væri athugun á því í hverra þágu það er raunverulega að Hvalárvirkjun verði byggð. Ekki græða Vestfirðingar, eins og rakið hefur verið. Ekki græðir Landsvirkjun mikið á þessu, né heldur íslenska þjóðin. Virkjunin leysir engin vandamál sem eru raunverulega til staðar. Hún gerir minna til að sporna við ímynduðum raforkuskorti en mörg önnur óumdeildari, ódýrari og einfaldari verkefni. Hver er það nákvæmlega sem græðir á Hvalárvirkjun.Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Deilur um Hvalárvirkjun Smári McCarthy Umhverfismál Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Skoðun Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Hvalárvirkjun er ætlað að framleiða 55MW raforku. Það er minna en flutningstap á raforku í núverandi dreifikerfi. Viðbótin er sögð nauðsynleg vegna þess hve mikil hætta sé á raforkuskorti á landinu. Hvers vegna er Hvalárvirkjun umdeild? Fyrst og fremst af því að vatnsaflsvirkjunum fylgja uppistöðulón. Uppistöðulón fyrirhugaðrar Hvalárvirkjunar mun drekkja samtals 12,7 km² svæði innan stærstu ósnertu víðerna Vestfjarða. Þar mun gangur áa raskast, fossar hætta að vera til, vatnsflæði á svæðinu skerðast verulega. Og það allt fyrir 55 MW af orku, sem hægt er að fá með öðrum, minna umdeildum hætti.Betri kostir standa til boða Á sama tíma og deilt er um Hvalárvirkjun eru hvorki meira né minna en þrjú vindorkuverkefni í norðvesturhluta landsins sem hafa ekki fengið heimild til að setja raforku inn á kerfið, vegna skorts á flutningsgetu ─ hins vegar hefur verið tekið frá 55MW af flutningsgetu fyrir Hvalárvirkjun. Hvert og eitt þessarra vindorkuverkefna myndi framleiða um tvöfalt meiri orku en Hvalárvirkjun. Hafdís Gunnarsdóttir bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Ísafirði skrifaði nýlega grein í Fréttablaðinu þar sem hún fullyrðir að Hvalárvirkjun muni hafa "jákvæð áhrif á afhendingaröryggi rafmagns um alla Vestfirði." Það er rangt. Háspennulínur, nánar tiltekið hringtenging á kerfinu, myndu gera það hins vegar.Skortur á háspennulínum ekki raforku Vatnsaflsvirkjanir framleiða rafmagn, en dreifa ekki rafmagni. Til þess þarf háspennulínur. Ef markmiðið er að bæta afhendingaröryggi raforku á Vestfjörðum þarf því háspennulínur, ekki virkjanir. Af þessum sökum er erfitt að skilja markmiðið með Hvalárvirkjun. Hvalárvirkjun er fyrirhuguð vatnsaflsvirkjun í Árneshreppi, sem er vissulega á Vestfjörðum, en raforka getur komið frá öðrum virkjunum, svo fremi sem línurnar eru lagðar. Það að virkja á Vestfjörðum hefur í sjálfu sér ekkert með tengingu Vestfjarða að gera að öðru leyti. Skortur á flutningsgetu er raunverulegt vandamál á Íslandi, sem hamlar uppbyggingu á Reykjanesinu, í Eyjafirðinum, á Vestfjörðum, og víðar. Orkuskortur er ekki raunverulegt vandamál á Íslandi, og jafnvel ef svo væri, þá er nóg af fyrirhuguðum raforkuverkefnum, sem flestar eru minna umdeildar en Hvalárvirkjun.Skjáskot af afflutningskorti Landsnets.Höfnum tímaskekkjunni Sumir segja að það skaði ekki að drekkja þessum tilteknu ferkílómetrum, því enginn njóti þeirra í dag. Þetta viðhorf endurspeglar vítavert virðingarleysi fyrir náttúrunni. Náttúran er ekki eingöngu til staðar ef og þegar við njótum og nýtum hana. Nú þegar skaðinn sem mannfólkið hefur ollið náttúrunni er farið að ógna tilvist okkar, þá er löngu tímabært að þessu viðhorfi sé með öllu hafnað.Bætt nýting og betri tenging Það væri ágætt ef við færum að nýta raforkuna sem við þó höfum betur en við gerum. Framleiða meiri verðmæti úr henni, valda minni mengun, græða meira á henni. Við ættum líka að draga úr raforkunotkun og raforkusóun. Þarna þarf margt að skoða. Allt frá því að þjóðahagslegur ávinningur af rafmyntaframleiðslu er nánast engin yfir í það að glóperur eru úreldar. Svo væri ágætt ef Landsnet legðist í það af meiri krafti að uppfæra línur sem bera orðið ekki nóg, eða leggja samsíða þeim aðrar línur. Hringtenging Vestfjarða er löngu tímabær leið til að efla afhendingaröryggi raforku á þeim slóðum.Hver græðir? En það sem kannski væri gagnlegast í þessari umræðu allri væri athugun á því í hverra þágu það er raunverulega að Hvalárvirkjun verði byggð. Ekki græða Vestfirðingar, eins og rakið hefur verið. Ekki græðir Landsvirkjun mikið á þessu, né heldur íslenska þjóðin. Virkjunin leysir engin vandamál sem eru raunverulega til staðar. Hún gerir minna til að sporna við ímynduðum raforkuskorti en mörg önnur óumdeildari, ódýrari og einfaldari verkefni. Hver er það nákvæmlega sem græðir á Hvalárvirkjun.Höfundur er þingmaður Pírata.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun