Meintir mannræningjar fullyrða að Anne-Elisabeth sé á lífi Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. ágúst 2019 10:34 Ekkert hefur spurst til Anne-Elisabethar Hagen síðan í október í fyrra. Norska lögreglan Meintir mannræningjar Anne-Elisabeth Hagen, einnar ríkustu konu Noregs sem hvarf af heimili sínu í október í fyrra, settu sig í samband við fjölskyldu hennar í júlí. Fjölskyldan segir að mannræningjarnir fullyrði þar að Anne-Elisabeth sé á lífi. Engin staðfesting hafi þó enn fengist þess efnis.Sjá einnig: Telja að mannránið hafi verið sviðsett til að hylma yfir slóð morðingja Þetta kom fram á blaðamannafundi sem Svein Holden, lögmaður Hagen-fjölskyldunnar, boðaði til í Ósló klukkan tíu í morgun að íslenskum tíma. Holden upplýsti blaðamenn um að mánudaginn 8. júlí síðastliðinn hefðu hinir meintu mannræningjar svarað skilaboðum sem fjölskyldan sendi þeim í maí og þar hafi verið að finna frekari upplýsingar um hvarf Anne-Elisabeth. Holden vildi þó ekki fara nánar út í þessar upplýsingar á blaðamannafundinum. Í skilaboðunum sem bárust fjölskyldynni 8. júlí hafi jafnframt komið skýrt fram að Anne-Elisabeth væri á lífi. „En okkur hefur ekki borist staðfesting á því að það sé rétt,“ sagði Holden. „Það kæmi mér á óvart ef lögregla útilokaði nú að Hagen gæti verið á lífi,“ bætti hann við. Holden kvað fjölskylduna nú vænta þess að skrið kæmist á málið. Næsta útspil yrði hjá hinum meintu mannræningjum. Holden vildi ekki tjá sig um það hvenær síðast hefði verið haft samband við þá en upplýsti að öll samskipti færu fram á norsku. Ekkert væri þó hægt að fullyrða um hvort þeir væru norskir.Svein Holden, lögmaður Hagen-fjölskyldunnar.Vísir/EPAEkkert hefur spurst til Anne-Elisabeth síðan hún hvarf af heimili sínu og eiginmanns síns, norska milljarðamæringsins Tom Hagen, í Lørenskógi þann 31. október í fyrra en hinir meintu mannræningjar kröfðust yfir milljarðs íslenskra króna í lausnargjald í órekjanlegri rafmynt. Í byrjun ágúst hafði norska dagblaðið VG eftir heimildarmönnum sínum að Hagen-fjölskyldunni hefði borist ný lausnargjaldskrafa í júlí. Þá hefði eiginmaður hennar greitt yfir tíu milljónir norskra króna, um 136 milljónir íslenskra króna, gegn því að fá staðfestingu á því að hún væri á lífi. Slík staðfesting hefði ekki borist, þrátt fyrir greiðslurnar. Í lok júní gaf lögregla það út að hún teldi að Anne- Elisabeth hefði verið myrt. Þannig væri ekki gengið lengur út frá því að henni hefði verið rænt gegn lausnargjaldi heldur hefði mannránið verið sett á svið. Þetta var m.a. byggt á því að ekki hafði fundist lífsmark með Anne-Elisabeth þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir fjölskyldu hennar, auk þess sem ekkert hafði þá heyrst frá hinum meintu ræningjum síðustu mánuði. Holden gagnrýndi lögreglu fyrir þessa stefnubreytingu á sínum tíma. Lögregla hefur boðað til blaðamannafundar í Lillestrøm í dag vegna hvarfs Anne-Elisabeth. Fundurinn hefst klukkan tólf á hádegi að íslenskum tíma. Í spilaranum hér að neðan má sjá upptöku af blaðamannafundi Holden í dag. Anne-Elisabeth Hagen Noregur Tengdar fréttir Svikahrappar reyna að kúga fé út úr eiginmanni Anne-Elisabethar Lögregla hefur nokkrar slíkar tilraunir til rannsóknar. 8. apríl 2019 08:38 Telja að mannránið hafi verið sviðsett til að hylma yfir slóð morðingja Lögregla í Noregi telur nú að Anne Elisabeth Hagen, ein ríkasta kona Noregs sem hvarf af heimili sínu í október í fyrra, hafi verið myrt. 26. júní 2019 11:14 Hefja leit í öðru stöðuvatni Lögregla í Noregi leitaði í gær í tveimur stöðuvötnum, Langvannet og Vesletjernet, sem bæði eru í grennd við heimili Anne-Elisabeth Hagen, einnar ríkustu konu Noregs sem rænt var í lok október síðastliðnum. 30. apríl 2019 07:44 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sjá meira
Meintir mannræningjar Anne-Elisabeth Hagen, einnar ríkustu konu Noregs sem hvarf af heimili sínu í október í fyrra, settu sig í samband við fjölskyldu hennar í júlí. Fjölskyldan segir að mannræningjarnir fullyrði þar að Anne-Elisabeth sé á lífi. Engin staðfesting hafi þó enn fengist þess efnis.Sjá einnig: Telja að mannránið hafi verið sviðsett til að hylma yfir slóð morðingja Þetta kom fram á blaðamannafundi sem Svein Holden, lögmaður Hagen-fjölskyldunnar, boðaði til í Ósló klukkan tíu í morgun að íslenskum tíma. Holden upplýsti blaðamenn um að mánudaginn 8. júlí síðastliðinn hefðu hinir meintu mannræningjar svarað skilaboðum sem fjölskyldan sendi þeim í maí og þar hafi verið að finna frekari upplýsingar um hvarf Anne-Elisabeth. Holden vildi þó ekki fara nánar út í þessar upplýsingar á blaðamannafundinum. Í skilaboðunum sem bárust fjölskyldynni 8. júlí hafi jafnframt komið skýrt fram að Anne-Elisabeth væri á lífi. „En okkur hefur ekki borist staðfesting á því að það sé rétt,“ sagði Holden. „Það kæmi mér á óvart ef lögregla útilokaði nú að Hagen gæti verið á lífi,“ bætti hann við. Holden kvað fjölskylduna nú vænta þess að skrið kæmist á málið. Næsta útspil yrði hjá hinum meintu mannræningjum. Holden vildi ekki tjá sig um það hvenær síðast hefði verið haft samband við þá en upplýsti að öll samskipti færu fram á norsku. Ekkert væri þó hægt að fullyrða um hvort þeir væru norskir.Svein Holden, lögmaður Hagen-fjölskyldunnar.Vísir/EPAEkkert hefur spurst til Anne-Elisabeth síðan hún hvarf af heimili sínu og eiginmanns síns, norska milljarðamæringsins Tom Hagen, í Lørenskógi þann 31. október í fyrra en hinir meintu mannræningjar kröfðust yfir milljarðs íslenskra króna í lausnargjald í órekjanlegri rafmynt. Í byrjun ágúst hafði norska dagblaðið VG eftir heimildarmönnum sínum að Hagen-fjölskyldunni hefði borist ný lausnargjaldskrafa í júlí. Þá hefði eiginmaður hennar greitt yfir tíu milljónir norskra króna, um 136 milljónir íslenskra króna, gegn því að fá staðfestingu á því að hún væri á lífi. Slík staðfesting hefði ekki borist, þrátt fyrir greiðslurnar. Í lok júní gaf lögregla það út að hún teldi að Anne- Elisabeth hefði verið myrt. Þannig væri ekki gengið lengur út frá því að henni hefði verið rænt gegn lausnargjaldi heldur hefði mannránið verið sett á svið. Þetta var m.a. byggt á því að ekki hafði fundist lífsmark með Anne-Elisabeth þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir fjölskyldu hennar, auk þess sem ekkert hafði þá heyrst frá hinum meintu ræningjum síðustu mánuði. Holden gagnrýndi lögreglu fyrir þessa stefnubreytingu á sínum tíma. Lögregla hefur boðað til blaðamannafundar í Lillestrøm í dag vegna hvarfs Anne-Elisabeth. Fundurinn hefst klukkan tólf á hádegi að íslenskum tíma. Í spilaranum hér að neðan má sjá upptöku af blaðamannafundi Holden í dag.
Anne-Elisabeth Hagen Noregur Tengdar fréttir Svikahrappar reyna að kúga fé út úr eiginmanni Anne-Elisabethar Lögregla hefur nokkrar slíkar tilraunir til rannsóknar. 8. apríl 2019 08:38 Telja að mannránið hafi verið sviðsett til að hylma yfir slóð morðingja Lögregla í Noregi telur nú að Anne Elisabeth Hagen, ein ríkasta kona Noregs sem hvarf af heimili sínu í október í fyrra, hafi verið myrt. 26. júní 2019 11:14 Hefja leit í öðru stöðuvatni Lögregla í Noregi leitaði í gær í tveimur stöðuvötnum, Langvannet og Vesletjernet, sem bæði eru í grennd við heimili Anne-Elisabeth Hagen, einnar ríkustu konu Noregs sem rænt var í lok október síðastliðnum. 30. apríl 2019 07:44 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sjá meira
Svikahrappar reyna að kúga fé út úr eiginmanni Anne-Elisabethar Lögregla hefur nokkrar slíkar tilraunir til rannsóknar. 8. apríl 2019 08:38
Telja að mannránið hafi verið sviðsett til að hylma yfir slóð morðingja Lögregla í Noregi telur nú að Anne Elisabeth Hagen, ein ríkasta kona Noregs sem hvarf af heimili sínu í október í fyrra, hafi verið myrt. 26. júní 2019 11:14
Hefja leit í öðru stöðuvatni Lögregla í Noregi leitaði í gær í tveimur stöðuvötnum, Langvannet og Vesletjernet, sem bæði eru í grennd við heimili Anne-Elisabeth Hagen, einnar ríkustu konu Noregs sem rænt var í lok október síðastliðnum. 30. apríl 2019 07:44