Stoltur og þakklátur eftir björgun á Hornströndum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 6. ágúst 2019 10:11 Bolvíkingurinn Benedikt Sigurðsson, sem starfar í ferðaþjónustu, lét í ljós þakklæti sitt eftir að björgunarsveitir á Vestfjörðum komu honum og vinafólki hans til hjálpar á Hornströndum laust eftir miðnætti. Landhelgisgæslan Þrátt fyrir að þekkja fjöllin á norðanverðum Vestfjörðum eins og handarbakið á sér varð þokan til þess að Bolvíkingurinn Benedikt Sigurðsson, og göngugarpar sem voru með honum í hóp, lenti í sjálfheldu á Hornströndum í gærkvöldi. Benedikt var í gönguferð um Hornstrandir ásamt Fjólu Bjarnadóttur, hjúkrunarfræðingi, Heru Björk Þórhallsdóttur, söngkonu, og eiginmanni hennar Halldóri Eiríkssyni.Sjá nánar: Gönguhópurinn á Hornströndum fundinn heill á húfi „Þokan getur verið erfið og blekkjandi og þà sérstaklega ef maður þekkir ekki hverja þúfu, hvern stein. Sem segir manni að aldrei er of varlega farið.“Hera Björk var í hópnum sem komið var til bjargar í nótt.fbl/anton brinkÞetta skrifar Benedikt á Facebook-síðu sína í nótt eftir að björgunarsveitarmenn kom gönguhópnum til bjargar skömmu eftir miðnætti. Hann sagðist fara auðmjúkur að sofa í morgunsárið. „Var með Fjólu og vinahjónum á Hornströndum þar sem var svartaþoka og lentum við í sjálfheldu og áttum í talsverðum erfiðleikum með að finna vel færa leið. Tókum svo ákvörðun að fara niður í Furufjörð eftir áttavita sem gekk eftir. Ég reyndi margítrekað að fara uppá flesta hóla og fjöll í kringum Furufjörðinn til að láta vita af okkur með talstöð en náði ekki sambandi, var pælingin hjá okkur að gista í neyðarskýli í Hrafnsfirði,“ segir Benedikt. Þyrla Landhelgisgæslunnar var einnig kölluð út og var í þann mund að hefja sig til flugs þegar björgunarsveitarmenn, sem komu á björgunarskipunum Kobba Láka og Gísla Jóns, náðu sambandi við göngufólkið þegar hópurinn var kominn í botn Hrafnfjarðar. „Á stundum sem þessum áttar maður sig á því hversu dýrmæta vinnu björgunarsveitir eru að vinna. Þvílíkt hvað maður er stoltur af þessum sveitum,“ segir Benedikt. Björgunarsveitir Hornstrandir Tengdar fréttir Leita að týndum gönguhóp á Hornströndum Hópar björgunarsveitafólks hefur verið sent á Hornstrandir til þess að leita að týndum gönguhóp. 5. ágúst 2019 23:50 Gönguhópurinn á Hornströndum fundinn heill á húfi Björgunarsveitir á Vestfjörðum voru kallaðar út vegna týnds gönguhóps klukkan tíu í gærkvöldi. 6. ágúst 2019 06:21 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Sjá meira
Þrátt fyrir að þekkja fjöllin á norðanverðum Vestfjörðum eins og handarbakið á sér varð þokan til þess að Bolvíkingurinn Benedikt Sigurðsson, og göngugarpar sem voru með honum í hóp, lenti í sjálfheldu á Hornströndum í gærkvöldi. Benedikt var í gönguferð um Hornstrandir ásamt Fjólu Bjarnadóttur, hjúkrunarfræðingi, Heru Björk Þórhallsdóttur, söngkonu, og eiginmanni hennar Halldóri Eiríkssyni.Sjá nánar: Gönguhópurinn á Hornströndum fundinn heill á húfi „Þokan getur verið erfið og blekkjandi og þà sérstaklega ef maður þekkir ekki hverja þúfu, hvern stein. Sem segir manni að aldrei er of varlega farið.“Hera Björk var í hópnum sem komið var til bjargar í nótt.fbl/anton brinkÞetta skrifar Benedikt á Facebook-síðu sína í nótt eftir að björgunarsveitarmenn kom gönguhópnum til bjargar skömmu eftir miðnætti. Hann sagðist fara auðmjúkur að sofa í morgunsárið. „Var með Fjólu og vinahjónum á Hornströndum þar sem var svartaþoka og lentum við í sjálfheldu og áttum í talsverðum erfiðleikum með að finna vel færa leið. Tókum svo ákvörðun að fara niður í Furufjörð eftir áttavita sem gekk eftir. Ég reyndi margítrekað að fara uppá flesta hóla og fjöll í kringum Furufjörðinn til að láta vita af okkur með talstöð en náði ekki sambandi, var pælingin hjá okkur að gista í neyðarskýli í Hrafnsfirði,“ segir Benedikt. Þyrla Landhelgisgæslunnar var einnig kölluð út og var í þann mund að hefja sig til flugs þegar björgunarsveitarmenn, sem komu á björgunarskipunum Kobba Láka og Gísla Jóns, náðu sambandi við göngufólkið þegar hópurinn var kominn í botn Hrafnfjarðar. „Á stundum sem þessum áttar maður sig á því hversu dýrmæta vinnu björgunarsveitir eru að vinna. Þvílíkt hvað maður er stoltur af þessum sveitum,“ segir Benedikt.
Björgunarsveitir Hornstrandir Tengdar fréttir Leita að týndum gönguhóp á Hornströndum Hópar björgunarsveitafólks hefur verið sent á Hornstrandir til þess að leita að týndum gönguhóp. 5. ágúst 2019 23:50 Gönguhópurinn á Hornströndum fundinn heill á húfi Björgunarsveitir á Vestfjörðum voru kallaðar út vegna týnds gönguhóps klukkan tíu í gærkvöldi. 6. ágúst 2019 06:21 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Sjá meira
Leita að týndum gönguhóp á Hornströndum Hópar björgunarsveitafólks hefur verið sent á Hornstrandir til þess að leita að týndum gönguhóp. 5. ágúst 2019 23:50
Gönguhópurinn á Hornströndum fundinn heill á húfi Björgunarsveitir á Vestfjörðum voru kallaðar út vegna týnds gönguhóps klukkan tíu í gærkvöldi. 6. ágúst 2019 06:21