Tvíburafolöldin Jóna og Edda dafna vel á Fossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 5. ágúst 2019 19:15 Tvíburasysturnar Jóna og Edda eru fallegar og dafna vel. Þær eru duglegir að drekka enda mjólkar mamma þeirra vel. Hér eru við að tala um tvíburafolöld sem komu nýlega í heiminn en þetta er annað skipti í sumar, sem vitað er um að tvíburafolöld koma í heiminn.Folöldin og Tinna mamma þeirra eru við bústað þeirra Ragnars Hinriksson og Helgu Claessen en í þau eru með töluvert af hrossum á bænum Fossi í Grímsnes og Grafningshreppi. Fyrr í sumar sögðum við frá tvíburafolöldum, sem komu í heiminn á bænum Búðarhóli í Austur -Landeyjum en það er mjög sjaldgæft að hryssur kasti tveimur folöldum. Það átti allavega engin von á tvíburafolöldum á Fossi.„Þetta kom bara á óvænt, foreldrar mínir héldu undir hann Safír frá Mosfellsbæ í fyrra sumar og við Siggi, maðurinn minn lögðum til hryssu. Hún ákvað bara að gefa þeim tvö stykki, það eru bæði merfolöld, báðar brúnar og mjög fallegar og dafna vel. Þær hafa fengið þessi skemmtilegu nöfn í höfuðið á okkur systrum, Edda og Jóna, þannig að framtíðin er bara spennandi“, segir Edda Rún Ragnarsdóttir, hestakona. Edda Rún er að springa úr stolti yfir tvíburasystrunum og nöfnunum á þeim, Edda og Jóna í höfuðið á dætrum Ragnars Hinrikssonar og Helgu Claessen á Fossi.Magnús HlynurJóna og Edda eru mjög vel ættaðar og eiga líklega eftir að verða afbragðs keppnis hross þegar fram líða stundir. Ragnar Hinriksson er montinn af Tinnu, sem er 19 vetra og af tvíburafolöldunum hennar og stóðhestsins Safírs frá Mosfellsbæ. Pabbi systranna er stóðhesturinn Safír frá Mosfellsbæ, sex vetra. Hann hefur fengið frábæra dóma á kynbótasýningum, m.a. 9 fyrir tölt, stökk, vilja og geðslag og hægt stökk, 9,5 fyrir fet og fegurð í reið og 10 fyrir brokk. Hann er með 8,58 fyrir hæfileika, 8,42 fyrir sköpulag, sem gefur 8,51 í aðaleinkun.Fjölnir Þorgeirsson.„Þau hafa það ansi gott og dafna bara mjög vel því þau voru bara eins og meðal hundur að stærð þegar þau fæddust. Tinna mjólkar ákaflega vel, það er gaman af þessu, hún mjólkar svo vel að þetta er allt í góðu lagi, þau hafa stækkað mikið“, segir Ragnar. Edda og Jóna hafa það ljómandi gott á Fossi í Grímsnes og Grafningshreppi.Heidi Koivula. Dýr Grímsnes- og Grafningshreppur Hestar Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Erlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Sjá meira
Tvíburasysturnar Jóna og Edda eru fallegar og dafna vel. Þær eru duglegir að drekka enda mjólkar mamma þeirra vel. Hér eru við að tala um tvíburafolöld sem komu nýlega í heiminn en þetta er annað skipti í sumar, sem vitað er um að tvíburafolöld koma í heiminn.Folöldin og Tinna mamma þeirra eru við bústað þeirra Ragnars Hinriksson og Helgu Claessen en í þau eru með töluvert af hrossum á bænum Fossi í Grímsnes og Grafningshreppi. Fyrr í sumar sögðum við frá tvíburafolöldum, sem komu í heiminn á bænum Búðarhóli í Austur -Landeyjum en það er mjög sjaldgæft að hryssur kasti tveimur folöldum. Það átti allavega engin von á tvíburafolöldum á Fossi.„Þetta kom bara á óvænt, foreldrar mínir héldu undir hann Safír frá Mosfellsbæ í fyrra sumar og við Siggi, maðurinn minn lögðum til hryssu. Hún ákvað bara að gefa þeim tvö stykki, það eru bæði merfolöld, báðar brúnar og mjög fallegar og dafna vel. Þær hafa fengið þessi skemmtilegu nöfn í höfuðið á okkur systrum, Edda og Jóna, þannig að framtíðin er bara spennandi“, segir Edda Rún Ragnarsdóttir, hestakona. Edda Rún er að springa úr stolti yfir tvíburasystrunum og nöfnunum á þeim, Edda og Jóna í höfuðið á dætrum Ragnars Hinrikssonar og Helgu Claessen á Fossi.Magnús HlynurJóna og Edda eru mjög vel ættaðar og eiga líklega eftir að verða afbragðs keppnis hross þegar fram líða stundir. Ragnar Hinriksson er montinn af Tinnu, sem er 19 vetra og af tvíburafolöldunum hennar og stóðhestsins Safírs frá Mosfellsbæ. Pabbi systranna er stóðhesturinn Safír frá Mosfellsbæ, sex vetra. Hann hefur fengið frábæra dóma á kynbótasýningum, m.a. 9 fyrir tölt, stökk, vilja og geðslag og hægt stökk, 9,5 fyrir fet og fegurð í reið og 10 fyrir brokk. Hann er með 8,58 fyrir hæfileika, 8,42 fyrir sköpulag, sem gefur 8,51 í aðaleinkun.Fjölnir Þorgeirsson.„Þau hafa það ansi gott og dafna bara mjög vel því þau voru bara eins og meðal hundur að stærð þegar þau fæddust. Tinna mjólkar ákaflega vel, það er gaman af þessu, hún mjólkar svo vel að þetta er allt í góðu lagi, þau hafa stækkað mikið“, segir Ragnar. Edda og Jóna hafa það ljómandi gott á Fossi í Grímsnes og Grafningshreppi.Heidi Koivula.
Dýr Grímsnes- og Grafningshreppur Hestar Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Erlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Sjá meira