Indverjar afnema sérstöðu Kasmír-héraðs Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. ágúst 2019 09:33 Hermenn á vegum Indlands í Jammu-borg. AP/Channi Anand Ríkisstjórn Indlands hefur í hyggju að fella úr gildi ákvæði í stjórnarskrá ríkisins sem kveður á um sérstöðu Kasmír-héraðs. Yfirvöld í Indlandi hafa á undanförnum dögum flutt þúsundir hermanna til Kasmír-héraðs. Amit Shah, innanríkisráðherra Indlands, kynnti áformin á indverska þinginu en þau fela í sér að 370. grein indversku stjórnarskrárinnar verður afturkölluð. Greinin veitir indverska hluta Kasmír töluverða sjálfstjórn í öllum málum nema utanríkismálum, varnarmálum og samskiptamálum. Um 12 milljónir búa í indverska hluta Kasmír, mikill meirihluti þeirra eru múslimar og er fastlega gert ráð fyrir því að fyrirhugaðar aðgerðir Indlandsstjórnar verði mótmælt af íbúum héraðsins. Það hefur lengi verið draumur indverska þjóðernissinna að afnema sjálfsstjórn héraðsins, en þangað til nú hefur engin ríkisstjórn Indlands látið undan kröfum þeirra. Eitt helsta kosningaloforð BJP-flokksins í Indlandi, sem fer með völdin, fyrir síðustu kosningar, sem haldnar voru fyrr í sumar, var að afnema þetta tiltekna stjórnarskrárákvæði. Flokkurinn vann mikinn kosningasigur. Forseti Indlands þarf að skrifa undir tillögu ríkisstjórnarinnar til þess að hún verði að veruleika. Umræða um hana mun fara fram á þinginu en ekki er búist við því að greidd verði atkvæði um hana, stjórnarandstöðunni í Indlandi til mikillar gremju. Búið er að setja hömlur á net- og símaaðgang í héraðinu og segir Mehbooba Mufti, fyrrverandi ríkisstjóri héraðsins, að ákvörðun ríkistjórnarinnar þýði í raun að Indland hafi tekið héraði hernámi. Um myrkasta dag í sögu lýðræðis í Indlandi sé að ræða. Indland og Pakistan hafa lengi deilt um Kasmír-hérað, bæði ríki gera tilkall til alls héraðsins, en stjórna hvort sínum helmingi þess. Búist er við því að yfirvöld í Pakistan muni bregðast harkalega við tillögu Indlandsstjórnar, en tvö af þremur stríðum sem ríkin hafa háð hafa verið vegna Kasmír-héraðs. Indland Pakistan Tengdar fréttir Sagðir brjóta samkomulag Talsmaður bandaríska sendiráðsins í Islamabad, höfuðborg Pakistan, staðfesti í samtali við fréttastofu Reuters að verið væri að skoða ásakanir þess efnis. 4. mars 2019 07:45 Áratugalöng átök um Kasmírsvæðið Indverjar og Pakistanar hafa tekist á í Kasmír undanfarna viku. Forsætisráðherra Pakistans leysti Indverja úr haldi í gær. Átök um Kasmír eiga sér langa sögu, stríð hefur brotist út áður. Heimsbyggðin stendur á öndinni enda búa ríkin yfir kjarnorkuvopnum. 2. mars 2019 09:00 Segja Indverja hyggja á árás gegn Pakistan Shah Mehmood Qureshi, utanríkisráðherra Pakistan, segir yfirvöld ríkisins búa yfir upplýsingum um að Indverjar ætli sér að gera árás á Pakistan. 7. apríl 2019 19:53 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Sjá meira
Ríkisstjórn Indlands hefur í hyggju að fella úr gildi ákvæði í stjórnarskrá ríkisins sem kveður á um sérstöðu Kasmír-héraðs. Yfirvöld í Indlandi hafa á undanförnum dögum flutt þúsundir hermanna til Kasmír-héraðs. Amit Shah, innanríkisráðherra Indlands, kynnti áformin á indverska þinginu en þau fela í sér að 370. grein indversku stjórnarskrárinnar verður afturkölluð. Greinin veitir indverska hluta Kasmír töluverða sjálfstjórn í öllum málum nema utanríkismálum, varnarmálum og samskiptamálum. Um 12 milljónir búa í indverska hluta Kasmír, mikill meirihluti þeirra eru múslimar og er fastlega gert ráð fyrir því að fyrirhugaðar aðgerðir Indlandsstjórnar verði mótmælt af íbúum héraðsins. Það hefur lengi verið draumur indverska þjóðernissinna að afnema sjálfsstjórn héraðsins, en þangað til nú hefur engin ríkisstjórn Indlands látið undan kröfum þeirra. Eitt helsta kosningaloforð BJP-flokksins í Indlandi, sem fer með völdin, fyrir síðustu kosningar, sem haldnar voru fyrr í sumar, var að afnema þetta tiltekna stjórnarskrárákvæði. Flokkurinn vann mikinn kosningasigur. Forseti Indlands þarf að skrifa undir tillögu ríkisstjórnarinnar til þess að hún verði að veruleika. Umræða um hana mun fara fram á þinginu en ekki er búist við því að greidd verði atkvæði um hana, stjórnarandstöðunni í Indlandi til mikillar gremju. Búið er að setja hömlur á net- og símaaðgang í héraðinu og segir Mehbooba Mufti, fyrrverandi ríkisstjóri héraðsins, að ákvörðun ríkistjórnarinnar þýði í raun að Indland hafi tekið héraði hernámi. Um myrkasta dag í sögu lýðræðis í Indlandi sé að ræða. Indland og Pakistan hafa lengi deilt um Kasmír-hérað, bæði ríki gera tilkall til alls héraðsins, en stjórna hvort sínum helmingi þess. Búist er við því að yfirvöld í Pakistan muni bregðast harkalega við tillögu Indlandsstjórnar, en tvö af þremur stríðum sem ríkin hafa háð hafa verið vegna Kasmír-héraðs.
Indland Pakistan Tengdar fréttir Sagðir brjóta samkomulag Talsmaður bandaríska sendiráðsins í Islamabad, höfuðborg Pakistan, staðfesti í samtali við fréttastofu Reuters að verið væri að skoða ásakanir þess efnis. 4. mars 2019 07:45 Áratugalöng átök um Kasmírsvæðið Indverjar og Pakistanar hafa tekist á í Kasmír undanfarna viku. Forsætisráðherra Pakistans leysti Indverja úr haldi í gær. Átök um Kasmír eiga sér langa sögu, stríð hefur brotist út áður. Heimsbyggðin stendur á öndinni enda búa ríkin yfir kjarnorkuvopnum. 2. mars 2019 09:00 Segja Indverja hyggja á árás gegn Pakistan Shah Mehmood Qureshi, utanríkisráðherra Pakistan, segir yfirvöld ríkisins búa yfir upplýsingum um að Indverjar ætli sér að gera árás á Pakistan. 7. apríl 2019 19:53 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Sjá meira
Sagðir brjóta samkomulag Talsmaður bandaríska sendiráðsins í Islamabad, höfuðborg Pakistan, staðfesti í samtali við fréttastofu Reuters að verið væri að skoða ásakanir þess efnis. 4. mars 2019 07:45
Áratugalöng átök um Kasmírsvæðið Indverjar og Pakistanar hafa tekist á í Kasmír undanfarna viku. Forsætisráðherra Pakistans leysti Indverja úr haldi í gær. Átök um Kasmír eiga sér langa sögu, stríð hefur brotist út áður. Heimsbyggðin stendur á öndinni enda búa ríkin yfir kjarnorkuvopnum. 2. mars 2019 09:00
Segja Indverja hyggja á árás gegn Pakistan Shah Mehmood Qureshi, utanríkisráðherra Pakistan, segir yfirvöld ríkisins búa yfir upplýsingum um að Indverjar ætli sér að gera árás á Pakistan. 7. apríl 2019 19:53