Bein útsending: Annar keppnisdagur á heimsleikunum í CrossFit Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar 2. ágúst 2019 14:00 Keppendur Íslands á heimsleikunum í CrossFit 2019. Samsett mynd Fyrsti keppnisdagur er að baki og 182 keppendum var „fórnað“ á heimsleikunum í CrossFit sem fara fram í Madison í Bandaríkjunum. Nú eru aðeins 50 karlar og 50 konur eftir í keppninni og fram undan er dagur tvö. Vísir fylgist vel með og sýnir beint frá heimsleikunum. Þrettándu heimsleikarnir í CrossFit fara fram í Alliant Energy Center í Madison í Wisconsin-fylki í Bandaríkjunum en keppnin hófst í gær 1. ágúst og stendur til sunnudagsins 4. ágúst þegar við fáum að vita hver verða þau hraustustu í CrossFit heiminum árið 2019. Vísir fylgist vel með heimsleikunum í Madison og hér verður bæði hægt að horfa á beina útsendingu frá leikunum sem og að sjá beina textalýsingu frá blaðamanni Vísis þar sem koma fram allar helstu upplýsingar um það sem er í gangi hverju sinni. Ísland á sex keppendur í karla- og kvennaflokki að þessu sinni. Björgvin Karl Guðmundsson keppir í karlaflokki á heimsleikunum í ár eins og undanfarin ár og Ísland á síðan fimm keppendur í kvennaflokki eða þær Anníe Mist Þórisdóttir, Katrínu Tönju Davíðsdóttur, Ragnheiði Söru Sigmundsdóttur, Þuríði Erlu Helgadóttur og Oddrúnu Eik Gylfadóttur. Allir íslensku keppendurnir fóru örugglega í gegnum niðurskurðinn í gær en fyrst var fækkað niður í 75 eftir fyrstu grein (úr 148 og 134) og svo niður í 50 eftir grein tvö. Anníe Mist Þórisdóttir er fremst af íslensku keppendunum en hún er í 2. sæti á eftir Karissu Pearce frá Bandaríkjunum. Katrín Tanja Davíðsdóttir er í 12. sæti eftir tvær greinar og Þuríður Erla Helgadóttir er síðan í sextánda sæti. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir byrjaði ekki vel en er í 26.sæti og Oddrún Eik Gylfadóttir er í 32.sætinu. Björgvin Karl Guðmundsson er í 12. sæti hjá körlunum. Hér fyrir ofan má sjá beina útsendingu frá keppni annars dagsins á heimsleikunum en fyrir neðan er síðan bein textalýsing frá blaðamanni Vísis. Sjónvarpsútsendingin hefst klukkan 14.30 en textalýsingin fer af stað klukkan 14.00.
Fyrsti keppnisdagur er að baki og 182 keppendum var „fórnað“ á heimsleikunum í CrossFit sem fara fram í Madison í Bandaríkjunum. Nú eru aðeins 50 karlar og 50 konur eftir í keppninni og fram undan er dagur tvö. Vísir fylgist vel með og sýnir beint frá heimsleikunum. Þrettándu heimsleikarnir í CrossFit fara fram í Alliant Energy Center í Madison í Wisconsin-fylki í Bandaríkjunum en keppnin hófst í gær 1. ágúst og stendur til sunnudagsins 4. ágúst þegar við fáum að vita hver verða þau hraustustu í CrossFit heiminum árið 2019. Vísir fylgist vel með heimsleikunum í Madison og hér verður bæði hægt að horfa á beina útsendingu frá leikunum sem og að sjá beina textalýsingu frá blaðamanni Vísis þar sem koma fram allar helstu upplýsingar um það sem er í gangi hverju sinni. Ísland á sex keppendur í karla- og kvennaflokki að þessu sinni. Björgvin Karl Guðmundsson keppir í karlaflokki á heimsleikunum í ár eins og undanfarin ár og Ísland á síðan fimm keppendur í kvennaflokki eða þær Anníe Mist Þórisdóttir, Katrínu Tönju Davíðsdóttur, Ragnheiði Söru Sigmundsdóttur, Þuríði Erlu Helgadóttur og Oddrúnu Eik Gylfadóttur. Allir íslensku keppendurnir fóru örugglega í gegnum niðurskurðinn í gær en fyrst var fækkað niður í 75 eftir fyrstu grein (úr 148 og 134) og svo niður í 50 eftir grein tvö. Anníe Mist Þórisdóttir er fremst af íslensku keppendunum en hún er í 2. sæti á eftir Karissu Pearce frá Bandaríkjunum. Katrín Tanja Davíðsdóttir er í 12. sæti eftir tvær greinar og Þuríður Erla Helgadóttir er síðan í sextánda sæti. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir byrjaði ekki vel en er í 26.sæti og Oddrún Eik Gylfadóttir er í 32.sætinu. Björgvin Karl Guðmundsson er í 12. sæti hjá körlunum. Hér fyrir ofan má sjá beina útsendingu frá keppni annars dagsins á heimsleikunum en fyrir neðan er síðan bein textalýsing frá blaðamanni Vísis. Sjónvarpsútsendingin hefst klukkan 14.30 en textalýsingin fer af stað klukkan 14.00.
CrossFit Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Sjá meira