Sara um íslenskar konur: Við erum ekki hræddar við að vera sterkar og viljum sýna það Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. ágúst 2019 09:30 Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir . Mynd/iInstagram/sarasigmunds Íslenska CrossFit drottningin Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir er aðalleikarinn í nýju flottu myndbandi sem er tileinkað henni og náttúru Íslands. Culture Trip tók upp íslensku CrossFit stjörnuna að undirbúa sig fyrir heimsleikana út í náttúru Íslands. Fram undan er dagur tvö á heimsleikunum í CrossFit í Madison en Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir er í 26. sæti eftir fyrsta daginn. Hún tryggði sér farseðilinn til Madison í byrjun ársins og hefur síðan þá unnið markvisst að því að undirbúa sig fyrir hennar fimmtu heimsleika á ferlinum. Meðal þess sem Sara gerði var að fara út í náttúru Íslands ásamt kvikmyndagerðafólki frá Culture Trip. Fólkið frá Culture Trip tók upp stórglæsilegar myndir af Söru undir beru lofti í fallegri og stórbrotinni náttúru landsins hennar. Culture Trip hefur nú sett saman stutt myndband frá upptökunum og má sjá það hér fyrir neðan en þar má einnig segja Söru segja frá því hvernig íslenska náttúran hafi góð áhrif á sig.Watch CrossFit athlete @SaraSigmundsdot use Iceland's vast terrain to train to become the fittest woman on Earth #CrossFitGames@GoPro#adpic.twitter.com/Rlguu8RCyj — Culture Trip (@CultureTrip) August 1, 2019„Til að ná mínum markmiðum þá þarf ég að æfa vel og vera óstöðvandi. Ég heiti Sara Sigmundsdóttir og ég vil verða hraustasta konan á jörðinni,“ segir Sara í upphafi myndbandsins en það er á ensku. „Ég elska Ísland út af hversu einstakt land það er og hversu náttúran er harðgerð. Það er land ís og elda. Við erum með jökla, við erum með eldfjöll og við erum með svartar strendur,“ segir Sara. „Það færist yfir mann friðsæl tilfinning þegar maður hleypur út í náttúru Ísland,“ segir Sara. „Ísland hefur verið mér hvatning hvað varðar jafnrétti kvenna. Íslenskar konur eru ekki hræddar við það að vera sterkar. Við erum ekki hræddar við það sem við getum gert og við viljum sýna það,“ segir Sara í myndbandinu en á meðan er sýndar af henni glæsilegar myndir þar sem Sara æfir á þekktum stöðum í náttúru Íslands. CrossFit Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Fleiri fréttir Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Tom Brady klónaði uppáhaldshundinn sinn Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Kristófer Acox kallar sig glæpamann Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Sjá meira
Íslenska CrossFit drottningin Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir er aðalleikarinn í nýju flottu myndbandi sem er tileinkað henni og náttúru Íslands. Culture Trip tók upp íslensku CrossFit stjörnuna að undirbúa sig fyrir heimsleikana út í náttúru Íslands. Fram undan er dagur tvö á heimsleikunum í CrossFit í Madison en Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir er í 26. sæti eftir fyrsta daginn. Hún tryggði sér farseðilinn til Madison í byrjun ársins og hefur síðan þá unnið markvisst að því að undirbúa sig fyrir hennar fimmtu heimsleika á ferlinum. Meðal þess sem Sara gerði var að fara út í náttúru Íslands ásamt kvikmyndagerðafólki frá Culture Trip. Fólkið frá Culture Trip tók upp stórglæsilegar myndir af Söru undir beru lofti í fallegri og stórbrotinni náttúru landsins hennar. Culture Trip hefur nú sett saman stutt myndband frá upptökunum og má sjá það hér fyrir neðan en þar má einnig segja Söru segja frá því hvernig íslenska náttúran hafi góð áhrif á sig.Watch CrossFit athlete @SaraSigmundsdot use Iceland's vast terrain to train to become the fittest woman on Earth #CrossFitGames@GoPro#adpic.twitter.com/Rlguu8RCyj — Culture Trip (@CultureTrip) August 1, 2019„Til að ná mínum markmiðum þá þarf ég að æfa vel og vera óstöðvandi. Ég heiti Sara Sigmundsdóttir og ég vil verða hraustasta konan á jörðinni,“ segir Sara í upphafi myndbandsins en það er á ensku. „Ég elska Ísland út af hversu einstakt land það er og hversu náttúran er harðgerð. Það er land ís og elda. Við erum með jökla, við erum með eldfjöll og við erum með svartar strendur,“ segir Sara. „Það færist yfir mann friðsæl tilfinning þegar maður hleypur út í náttúru Ísland,“ segir Sara. „Ísland hefur verið mér hvatning hvað varðar jafnrétti kvenna. Íslenskar konur eru ekki hræddar við það að vera sterkar. Við erum ekki hræddar við það sem við getum gert og við viljum sýna það,“ segir Sara í myndbandinu en á meðan er sýndar af henni glæsilegar myndir þar sem Sara æfir á þekktum stöðum í náttúru Íslands.
CrossFit Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Fleiri fréttir Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Tom Brady klónaði uppáhaldshundinn sinn Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Kristófer Acox kallar sig glæpamann Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Sjá meira