„Tala með ruddalegum, klámfengnum og niðrandi hætti um samstarfskonur sínar“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 1. ágúst 2019 23:02 Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, virtist ekki yfir sig hrifin af málsvörn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Vísir/vilhelm Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi fjármálaráðherra, virtist ekki hrifin af málsvörn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar í kvöldfréttum RÚV af pistli hennar að dæma. „Ef dónar og dusilmenni drekka sig fulla og tala með ruddalegum, klámfengnum og niðrandi hætti um samstarfskonur sínar en einnig um fatlaða og samkynhneigða einstaklinga, eru viðbrögðin við því þá til að koma pólitísku höggi á einhvern sem tók þátt í leiknum?“ spyr Oddný í pistli á Facebook-síðu sinni. Ummæli sem voru látin falla á Klausturbar í lok nóvember beindust meðal annars að Oddnýju þannig má heyra Gunnar Braga Sveinsson, þingmann Miðflokksins, segja um Oddnýju: „Oddný er ekkert ágæt, hún er algjör apaköttur. Hún veit ekki neitt, kann ekki neitt, hún getur ekki neitt,“Sjá nánar: Gunnar Bragi: „Mér dauðbrá þegar ég heyrði þetta“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, sakaði fulltrúa á Alþingi um að hafa „nýtt glæp“ til að reyna að klekkja á pólitískum andstæðingum þegar forsætisnefnd Alþingis vísaði Klaustursmálinu til siðanefndar.Sjá nánar: Sigmundur segist hafa verið „meginskotmarkið í þessari aðgerð“ „Staðreyndin er sú að Alþingi setur landsmönnum lög sem það ætlast til að þeir fylgi. Í næsta húsi við þingið eru lög brotin með mjög alvarlegum hætti og í raun mannréttindi um leið og þá sjá ákveðnir þingmenn tækifæri í því að nýta það sem tækifæri til að refsa þolendum brotsins og fara af stað í átta mánaða leiðangur og lenda í vandræðum á hverju stigi,“ segir Sigmundur um Klaustursupptökurnar en Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson gerðust báðir brotlegir við siðareglur fyrir alþingismenn vegna framgöngu sinnar á Klausturbar í nóvember á síðasta ári. Oddnýju þótti málsvörn Sigmundar að því er virðist fremur langsótt og spurði hvort sterk viðbrögð væru ekki eðlileg við „slíku virðingarleysi og dónaskap“. „Sigmundur Davíð tók þátt í „gleðskapnum“ á Klausturbar en telur að siðareglur og túlkun siðanefndar á þeim, snúist um að koma pólitísku höggi á hann sjálfan. Meint skotmark segir hann og skotið geigaði! Ja sveiattan!“ Oddný sagði að Samfylkingin vilji siðareglur fyrir alþingismenn en flokkurinn sé aftur á móti mótfallinn því að kjörnir fulltrúar forsætisnefndar Alþingis geti snúið niðurstöðum siðanefndar á hvolf eins líkt fyrirkomulagið er í núverandi mynd. „Alþingi þarf að fara yfir allt ferlið; siðareglurnar, siðanefnd og aðkomu forsætisnefndar (sem ég tel að hvergi eigi að koma nálægt). Best væri ef við fengjum aðstoð frá ÖSE (Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu) sem hefur aðstoðað þjóðþing víða um siðareglur og starfsemi siðanefnda.“ Hún sagði að lokum að ekki mætti gefast upp þó að frumraunir kunni að vera umdeildar. Siðareglur setji viðmið og veiti þingmönnum nauðsynlegt aðhald. Alþingi Miðflokkurinn Samfylkingin Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Hafa klárað Klaustursmálið og birta niðurstöðuna síðar í dag Vinnu sérstakrar forsætisnefndar um Klaustursmálið er lokið en síðasta fundi nefndarinnar var slitið nú fyrir hádegi. 1. ágúst 2019 12:32 Bergþór og Gunnar Bragi sagðir hafa brotið siðareglur Alþingis Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson þingmenn Miðflokksins brutu siðareglur alþingismanna með ummælum sem þeir létu falla á barnum Klaustri þann 20. nóvember síðastliðinn. 1. ágúst 2019 07:00 Menntamálaráðherra um Gunnar og Bergþór: „Ummælin verða þeim til ævarandi skammar“ Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, er ekki ánægð andmælabréf Klaustursþingmannanna. 1. ágúst 2019 18:27 Segist hafa verið „meginskotmarkið í þessari aðgerð“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, sakar fulltrúa á Alþingi um að hafa „nýtt glæp“ til að reyna að klekkja á pólitískum andstæðingum þegar forsætisnefnd Alþingis vísaði Klaustursmálinu til siðanefndar. 1. ágúst 2019 19:42 Forsætisnefnd fundar um Klaustursmálið í dag Umfjöllun nefndarinnar lýkur með skilum á greinargerð um málið. 1. ágúst 2019 10:07 Bergþór segir sitt uppgjör fara fram gagnvart kjósendum Forsætisnefnd Alþingis staðfesti nú síðdegis þá niðurstöðu siðanefndar þingsins að Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson hafi brotið siðareglur fyrir alþingismenn með ummælum sínum á barnum Klaustri í nóvember í fyrra. Hvorugur þeirra hyggst segja af sér þingmennsku. Bergþór segir að hann verði dæmdur af kjósendum en ekki pólitískt skipaðri siðanefnd. 1. ágúst 2019 19:00 Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Innlent Fleiri fréttir Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Sjá meira
Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi fjármálaráðherra, virtist ekki hrifin af málsvörn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar í kvöldfréttum RÚV af pistli hennar að dæma. „Ef dónar og dusilmenni drekka sig fulla og tala með ruddalegum, klámfengnum og niðrandi hætti um samstarfskonur sínar en einnig um fatlaða og samkynhneigða einstaklinga, eru viðbrögðin við því þá til að koma pólitísku höggi á einhvern sem tók þátt í leiknum?“ spyr Oddný í pistli á Facebook-síðu sinni. Ummæli sem voru látin falla á Klausturbar í lok nóvember beindust meðal annars að Oddnýju þannig má heyra Gunnar Braga Sveinsson, þingmann Miðflokksins, segja um Oddnýju: „Oddný er ekkert ágæt, hún er algjör apaköttur. Hún veit ekki neitt, kann ekki neitt, hún getur ekki neitt,“Sjá nánar: Gunnar Bragi: „Mér dauðbrá þegar ég heyrði þetta“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, sakaði fulltrúa á Alþingi um að hafa „nýtt glæp“ til að reyna að klekkja á pólitískum andstæðingum þegar forsætisnefnd Alþingis vísaði Klaustursmálinu til siðanefndar.Sjá nánar: Sigmundur segist hafa verið „meginskotmarkið í þessari aðgerð“ „Staðreyndin er sú að Alþingi setur landsmönnum lög sem það ætlast til að þeir fylgi. Í næsta húsi við þingið eru lög brotin með mjög alvarlegum hætti og í raun mannréttindi um leið og þá sjá ákveðnir þingmenn tækifæri í því að nýta það sem tækifæri til að refsa þolendum brotsins og fara af stað í átta mánaða leiðangur og lenda í vandræðum á hverju stigi,“ segir Sigmundur um Klaustursupptökurnar en Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson gerðust báðir brotlegir við siðareglur fyrir alþingismenn vegna framgöngu sinnar á Klausturbar í nóvember á síðasta ári. Oddnýju þótti málsvörn Sigmundar að því er virðist fremur langsótt og spurði hvort sterk viðbrögð væru ekki eðlileg við „slíku virðingarleysi og dónaskap“. „Sigmundur Davíð tók þátt í „gleðskapnum“ á Klausturbar en telur að siðareglur og túlkun siðanefndar á þeim, snúist um að koma pólitísku höggi á hann sjálfan. Meint skotmark segir hann og skotið geigaði! Ja sveiattan!“ Oddný sagði að Samfylkingin vilji siðareglur fyrir alþingismenn en flokkurinn sé aftur á móti mótfallinn því að kjörnir fulltrúar forsætisnefndar Alþingis geti snúið niðurstöðum siðanefndar á hvolf eins líkt fyrirkomulagið er í núverandi mynd. „Alþingi þarf að fara yfir allt ferlið; siðareglurnar, siðanefnd og aðkomu forsætisnefndar (sem ég tel að hvergi eigi að koma nálægt). Best væri ef við fengjum aðstoð frá ÖSE (Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu) sem hefur aðstoðað þjóðþing víða um siðareglur og starfsemi siðanefnda.“ Hún sagði að lokum að ekki mætti gefast upp þó að frumraunir kunni að vera umdeildar. Siðareglur setji viðmið og veiti þingmönnum nauðsynlegt aðhald.
Alþingi Miðflokkurinn Samfylkingin Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Hafa klárað Klaustursmálið og birta niðurstöðuna síðar í dag Vinnu sérstakrar forsætisnefndar um Klaustursmálið er lokið en síðasta fundi nefndarinnar var slitið nú fyrir hádegi. 1. ágúst 2019 12:32 Bergþór og Gunnar Bragi sagðir hafa brotið siðareglur Alþingis Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson þingmenn Miðflokksins brutu siðareglur alþingismanna með ummælum sem þeir létu falla á barnum Klaustri þann 20. nóvember síðastliðinn. 1. ágúst 2019 07:00 Menntamálaráðherra um Gunnar og Bergþór: „Ummælin verða þeim til ævarandi skammar“ Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, er ekki ánægð andmælabréf Klaustursþingmannanna. 1. ágúst 2019 18:27 Segist hafa verið „meginskotmarkið í þessari aðgerð“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, sakar fulltrúa á Alþingi um að hafa „nýtt glæp“ til að reyna að klekkja á pólitískum andstæðingum þegar forsætisnefnd Alþingis vísaði Klaustursmálinu til siðanefndar. 1. ágúst 2019 19:42 Forsætisnefnd fundar um Klaustursmálið í dag Umfjöllun nefndarinnar lýkur með skilum á greinargerð um málið. 1. ágúst 2019 10:07 Bergþór segir sitt uppgjör fara fram gagnvart kjósendum Forsætisnefnd Alþingis staðfesti nú síðdegis þá niðurstöðu siðanefndar þingsins að Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson hafi brotið siðareglur fyrir alþingismenn með ummælum sínum á barnum Klaustri í nóvember í fyrra. Hvorugur þeirra hyggst segja af sér þingmennsku. Bergþór segir að hann verði dæmdur af kjósendum en ekki pólitískt skipaðri siðanefnd. 1. ágúst 2019 19:00 Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Innlent Fleiri fréttir Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Sjá meira
Hafa klárað Klaustursmálið og birta niðurstöðuna síðar í dag Vinnu sérstakrar forsætisnefndar um Klaustursmálið er lokið en síðasta fundi nefndarinnar var slitið nú fyrir hádegi. 1. ágúst 2019 12:32
Bergþór og Gunnar Bragi sagðir hafa brotið siðareglur Alþingis Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson þingmenn Miðflokksins brutu siðareglur alþingismanna með ummælum sem þeir létu falla á barnum Klaustri þann 20. nóvember síðastliðinn. 1. ágúst 2019 07:00
Menntamálaráðherra um Gunnar og Bergþór: „Ummælin verða þeim til ævarandi skammar“ Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, er ekki ánægð andmælabréf Klaustursþingmannanna. 1. ágúst 2019 18:27
Segist hafa verið „meginskotmarkið í þessari aðgerð“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, sakar fulltrúa á Alþingi um að hafa „nýtt glæp“ til að reyna að klekkja á pólitískum andstæðingum þegar forsætisnefnd Alþingis vísaði Klaustursmálinu til siðanefndar. 1. ágúst 2019 19:42
Forsætisnefnd fundar um Klaustursmálið í dag Umfjöllun nefndarinnar lýkur með skilum á greinargerð um málið. 1. ágúst 2019 10:07
Bergþór segir sitt uppgjör fara fram gagnvart kjósendum Forsætisnefnd Alþingis staðfesti nú síðdegis þá niðurstöðu siðanefndar þingsins að Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson hafi brotið siðareglur fyrir alþingismenn með ummælum sínum á barnum Klaustri í nóvember í fyrra. Hvorugur þeirra hyggst segja af sér þingmennsku. Bergþór segir að hann verði dæmdur af kjósendum en ekki pólitískt skipaðri siðanefnd. 1. ágúst 2019 19:00