Konungsfjölskyldan segir ásakanir á hendur Andrési prins vera andstyggilegar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. ágúst 2019 07:20 Prins Andrés. Vísir/Getty Andrés prins segist vera hneykslaður á ásökunum um að hann hafi framið kynferðisbrot eftir að breski fjölmiðillinn Mail on Sunday birti myndir af honum og auðkýfinginum Jeffrey Epstein sem teknar voru á heimili Epstein árið 2010. Mikið hefur verið fjallað um mál Epstein að undanförnu eftir að hann var handtekinn í sumar og ákærður fyrir kynferðisbrot gegn börnum. Málið vakti mikla athygli enda átti Epstein háttsetta vini, þar á meðal Bill Clinton, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, Donald Trump, núverandi forseta og Andrés Prins, bróður Karls Bretaprins. Andrés hefur meðal annars verið sakaður um að misnota stúlkur sem Epstein kom honum í kynni við. Í yfirlýsingu frá bresku konungsfjölskyldunni sem gefin var út eftir að frétt Mail on Sunday var birt segir að Andrés Prins fyrirlíti alla misnotkun á mannverum og að ásakanir um að hann samþykki, taki þátt eða ýti undir slíka hegðun séu „andstyggilegar“. Þá segir einnig í yfirlýsingu konugsfjölskyldunnar að Andrés prins sé hneykslaður á nýjustu fregnum af þeim glæpum sem Epstein var sakaður um. Fyrr í mánuðinum framdi Epstein sjálfsmorð í fangelsi í New York þar sem hann var í haldi. Hann hafði áður lýst sig saklausan af þeim ákærum sem hann stóð frammi fyrir. Var hann meðal annars sakaður um að hafa greitt stúlkum undir lögaldri í skiptum fyrir kynlífsgreiða á heimilum hans í Manhattan í New York og í Flóría á árunum 2002 til 2005. Konungsfjölskyldan hefur áður gefið út yfirlýsingu til stuðnings Andrésar prins vegna tengsla Epstein og hans. Árið 2015 sagðist kona að nafni Virginia Roberts hafa verið þvinguð til samræðis með Andrési er hún var sautján ára gömul í þrjú skipti, í London, í New York og einu sinni á einkaeyju Epstein í Karíba-hafinu. Konungsfjölskyldan þvertók fyrir að ásakanir Roberts ættu við rök að styðjast. Bretland Mál Jeffrey Epstein Kóngafólk Mál Andrésar prins Tengdar fréttir „Alvarlegir misbrestir“ í fangelsinu þar sem Epstein lést Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna segir að rannsókn á glæpum Jeffreys Epstein og mögulegum samverkamönnum hans haldi áfram þrátt fyrir andlát hans. 12. ágúst 2019 16:02 Myndband sýnir Trump og Epstein virða fyrir sér ungar klappstýrur Trump hefur reynt að gera lítið úr vinskap sínum við Epstein síðan sá síðarnefndi var handtekinn fyrr í þessum mánuði. 17. júlí 2019 18:42 Staðfest að Epstein framdi sjálfsvíg Réttarlæknir staðfesti í dag að Jeffrey Epstein hafi látist sökum sjálfsvígs. 16. ágúst 2019 22:21 Epstein með nokkur beinbrot í hálsi Sérfræðingar segja Washington Post að beinbrotin geti átt sér stað þegar fólk hengir sig en séu algengari þegar það er kyrkt. 15. ágúst 2019 11:57 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Fleiri fréttir Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Sjá meira
Andrés prins segist vera hneykslaður á ásökunum um að hann hafi framið kynferðisbrot eftir að breski fjölmiðillinn Mail on Sunday birti myndir af honum og auðkýfinginum Jeffrey Epstein sem teknar voru á heimili Epstein árið 2010. Mikið hefur verið fjallað um mál Epstein að undanförnu eftir að hann var handtekinn í sumar og ákærður fyrir kynferðisbrot gegn börnum. Málið vakti mikla athygli enda átti Epstein háttsetta vini, þar á meðal Bill Clinton, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, Donald Trump, núverandi forseta og Andrés Prins, bróður Karls Bretaprins. Andrés hefur meðal annars verið sakaður um að misnota stúlkur sem Epstein kom honum í kynni við. Í yfirlýsingu frá bresku konungsfjölskyldunni sem gefin var út eftir að frétt Mail on Sunday var birt segir að Andrés Prins fyrirlíti alla misnotkun á mannverum og að ásakanir um að hann samþykki, taki þátt eða ýti undir slíka hegðun séu „andstyggilegar“. Þá segir einnig í yfirlýsingu konugsfjölskyldunnar að Andrés prins sé hneykslaður á nýjustu fregnum af þeim glæpum sem Epstein var sakaður um. Fyrr í mánuðinum framdi Epstein sjálfsmorð í fangelsi í New York þar sem hann var í haldi. Hann hafði áður lýst sig saklausan af þeim ákærum sem hann stóð frammi fyrir. Var hann meðal annars sakaður um að hafa greitt stúlkum undir lögaldri í skiptum fyrir kynlífsgreiða á heimilum hans í Manhattan í New York og í Flóría á árunum 2002 til 2005. Konungsfjölskyldan hefur áður gefið út yfirlýsingu til stuðnings Andrésar prins vegna tengsla Epstein og hans. Árið 2015 sagðist kona að nafni Virginia Roberts hafa verið þvinguð til samræðis með Andrési er hún var sautján ára gömul í þrjú skipti, í London, í New York og einu sinni á einkaeyju Epstein í Karíba-hafinu. Konungsfjölskyldan þvertók fyrir að ásakanir Roberts ættu við rök að styðjast.
Bretland Mál Jeffrey Epstein Kóngafólk Mál Andrésar prins Tengdar fréttir „Alvarlegir misbrestir“ í fangelsinu þar sem Epstein lést Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna segir að rannsókn á glæpum Jeffreys Epstein og mögulegum samverkamönnum hans haldi áfram þrátt fyrir andlát hans. 12. ágúst 2019 16:02 Myndband sýnir Trump og Epstein virða fyrir sér ungar klappstýrur Trump hefur reynt að gera lítið úr vinskap sínum við Epstein síðan sá síðarnefndi var handtekinn fyrr í þessum mánuði. 17. júlí 2019 18:42 Staðfest að Epstein framdi sjálfsvíg Réttarlæknir staðfesti í dag að Jeffrey Epstein hafi látist sökum sjálfsvígs. 16. ágúst 2019 22:21 Epstein með nokkur beinbrot í hálsi Sérfræðingar segja Washington Post að beinbrotin geti átt sér stað þegar fólk hengir sig en séu algengari þegar það er kyrkt. 15. ágúst 2019 11:57 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Fleiri fréttir Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Sjá meira
„Alvarlegir misbrestir“ í fangelsinu þar sem Epstein lést Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna segir að rannsókn á glæpum Jeffreys Epstein og mögulegum samverkamönnum hans haldi áfram þrátt fyrir andlát hans. 12. ágúst 2019 16:02
Myndband sýnir Trump og Epstein virða fyrir sér ungar klappstýrur Trump hefur reynt að gera lítið úr vinskap sínum við Epstein síðan sá síðarnefndi var handtekinn fyrr í þessum mánuði. 17. júlí 2019 18:42
Staðfest að Epstein framdi sjálfsvíg Réttarlæknir staðfesti í dag að Jeffrey Epstein hafi látist sökum sjálfsvígs. 16. ágúst 2019 22:21
Epstein með nokkur beinbrot í hálsi Sérfræðingar segja Washington Post að beinbrotin geti átt sér stað þegar fólk hengir sig en séu algengari þegar það er kyrkt. 15. ágúst 2019 11:57