Slétt sama um lykilorðin Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 17. ágúst 2019 07:30 Dæmi um öruggt lykilorð. Nema bara alls ekki. Getty Um fjórðungur þeirra 670.000 sem náðu í Password Checkup, vafraviðbót Google sem lætur notandann vita ef lykilorði hans hefur verið stolið í tölvuárás, skiptu ekki um lykilorð eftir að hafa fengið viðvörun. Þetta kemur fram í skýrslu sem Google birti í gær þar sem tölfræði um hegðun notenda Password Checkup var skoðuð. Það skref að ná sér í Password Checkup er jákvætt, allavega með tilliti til öryggis í netheimum. Það er hins vegar stórundarlegt, og raunar vítavert gáleysi, að sleppa því að skipta um lykilorð þegar maður fær sérstaklega viðvörun um að lykilorðinu hafi verið stolið. Samkvæmt Google var ekki einvörðungu um lykilorð að ómerkilegum síðum að ræða. Notendur vanræktu að skipta um lykilorð inn á tölvupósta og jafnvel síður sem leyfa manni að vista kreditkortaupplýsingar. Og jafnvel þótt aðgangarnir sem slíkir skipti ekki máli er allt of algengt að fólk noti sama lykilorðið á fleiri en einum stað. Jafnvel fyrir alla sína aðganga. Prósentin 25 voru hins vegar ekki eina talan í skýrslunni sem kalla má sláandi. Notendur Password Checkup voru 2,5 sinnum líklegri til þess að endurnýta gamla, stolna lykilorðið þegar þeir bjuggu til nýja aðganga heldur en að velja nýtt lykilorð. Þá ber að nefna að þótt annar fjórðungur hafi valið sér nýtt og jafnsterkt eða sterkara lykilorð valdi um helmingur notenda sér veikara lykilorð en þeir höfðu áður verið með. Nú til dags, þegar flestir reiða sig á veraldarvefinn fyrir flest, er mikilvægt að huga að stafrænu öryggi. Lykilorðum notenda að vinsælum síðum á borð við tumblr., Dropbox, Last.fm, MyFitnessPal og mun fleirum hefur verið stolið og fyrir óprúttinn aðila með lágmarksleitarvélaþekkingu er ekkert ofboðslega flókið að finna síður þar sem hægt er að kaupa aðgang að þessum lykilorðum. Hægt er að nota Password Checkup og til að mynda vefsíðuna haveibeenpwned.com til þess að sjá hvort lykilorðum manns hafi verið stolið. Þá gæti sumum þótt gott að styðjast við lykilorðastjóra á borð við LastPass og Dashlane til þess að halda utan um öll lykilorðin og stinga upp á nýjum, öruggum lykilorðum. Og í því skyni að fyrirbyggja að aðganginum verði stolið, jafnvel þótt lykilorðinu sé lekið, getur verið gott að kveikja á tveggja þátta auðkenningu. Sum sé því að staðfesta þurfi innskráningu með bæði síma og lykilorði. Birtist í Fréttablaðinu Google Tækni Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Fleiri fréttir Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Sjá meira
Um fjórðungur þeirra 670.000 sem náðu í Password Checkup, vafraviðbót Google sem lætur notandann vita ef lykilorði hans hefur verið stolið í tölvuárás, skiptu ekki um lykilorð eftir að hafa fengið viðvörun. Þetta kemur fram í skýrslu sem Google birti í gær þar sem tölfræði um hegðun notenda Password Checkup var skoðuð. Það skref að ná sér í Password Checkup er jákvætt, allavega með tilliti til öryggis í netheimum. Það er hins vegar stórundarlegt, og raunar vítavert gáleysi, að sleppa því að skipta um lykilorð þegar maður fær sérstaklega viðvörun um að lykilorðinu hafi verið stolið. Samkvæmt Google var ekki einvörðungu um lykilorð að ómerkilegum síðum að ræða. Notendur vanræktu að skipta um lykilorð inn á tölvupósta og jafnvel síður sem leyfa manni að vista kreditkortaupplýsingar. Og jafnvel þótt aðgangarnir sem slíkir skipti ekki máli er allt of algengt að fólk noti sama lykilorðið á fleiri en einum stað. Jafnvel fyrir alla sína aðganga. Prósentin 25 voru hins vegar ekki eina talan í skýrslunni sem kalla má sláandi. Notendur Password Checkup voru 2,5 sinnum líklegri til þess að endurnýta gamla, stolna lykilorðið þegar þeir bjuggu til nýja aðganga heldur en að velja nýtt lykilorð. Þá ber að nefna að þótt annar fjórðungur hafi valið sér nýtt og jafnsterkt eða sterkara lykilorð valdi um helmingur notenda sér veikara lykilorð en þeir höfðu áður verið með. Nú til dags, þegar flestir reiða sig á veraldarvefinn fyrir flest, er mikilvægt að huga að stafrænu öryggi. Lykilorðum notenda að vinsælum síðum á borð við tumblr., Dropbox, Last.fm, MyFitnessPal og mun fleirum hefur verið stolið og fyrir óprúttinn aðila með lágmarksleitarvélaþekkingu er ekkert ofboðslega flókið að finna síður þar sem hægt er að kaupa aðgang að þessum lykilorðum. Hægt er að nota Password Checkup og til að mynda vefsíðuna haveibeenpwned.com til þess að sjá hvort lykilorðum manns hafi verið stolið. Þá gæti sumum þótt gott að styðjast við lykilorðastjóra á borð við LastPass og Dashlane til þess að halda utan um öll lykilorðin og stinga upp á nýjum, öruggum lykilorðum. Og í því skyni að fyrirbyggja að aðganginum verði stolið, jafnvel þótt lykilorðinu sé lekið, getur verið gott að kveikja á tveggja þátta auðkenningu. Sum sé því að staðfesta þurfi innskráningu með bæði síma og lykilorði.
Birtist í Fréttablaðinu Google Tækni Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Fleiri fréttir Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Sjá meira