Sýndu stuðning í verki - vertu Regnbogavinur! Daníel E. Arnarsson skrifar 16. ágúst 2019 16:04 Nú standa Hinsegin dagar yfir og fagnar hátíðin tuttugu ára afmæli í ár. Fyrsta hátíðin var haldin árið 1999 í fámenni á Ingólfstorgi og ári síðar fór fyrsta gleðigangan niður Laugarveg, en í dag er þessi hátíð stærsta og fjölmennasta hátíð landsins. Hinsegin dagar hafa engan launaðan starfsmann og er öll hátíðin drifin áfram af sjálfboðaliðum, en það virðist vera ákveðið leiðarstef þegar kemur að baráttu hinsegin fólks að öll vinna sé unnin ókeypis eða fyrir nánast ekkert. Samtökin ’78 voru stofnuð árið 1978 og eru því orðin 41 árs. Samtökin starfa allt árið um kring og eru markmið þeirra og stefna enn þau sömu og við stofnun, að hinsegin fólk njóti fullra félagslegra og lagalegra réttinda og sé sýnilegt í íslensku samfélagi. Samtökin ’78 hafa verið rekin af sjálfboðaliðum nær alla tíð og opinberu fé var ekki að skipta fyrr en fyrir um áratug. Af þessum sökum var lítið svigrúm til þeirra uppbyggingar sem nauðsynleg er félaga- og mannréttindasamtökum á borð við Samtökin ’78. Í dag eru starfsmenn Samtakanna þrír auk sjö ráðgjafa í verktakavinnu. Í samvinnu við Reykjarvíkurborg reka Samtökin einnig félagsmiðstöð fyrir ungmenni. Þó margt hafi áunnist á undanförnum áratug eru enn mörg verkefni sem vinna þarf í sjálfboðavinnu. Það sem fjármagnað er að hluta með samningum er ráðgjöf til hinsegin fólks, fræðsla til skóla og opinberra stofnanna og hluti starfs félagsmiðstöðvarinnar. Það sem Samtökin þurfa sjálf að fjármagna eru mörg og mikilvæg verkefni, og í raun mun fleiri en samtökin geta nú sinnt. Þau verkefni sem eru vanfjármögnuð eða aðeins fjármögnuð að litlum hluta eru ærin og mörg. Þar má nefna þróun hinsegin vinnustaðastuðuls fyrir fyrirtæki, fræðslustarfsemi innan lögreglunnar, ráðgjöf til hinsegin fólks sem leitar að alþjóðlegri vernd, útgáfa fræðsluefnis og myndefnis, þýðingar á erlendu efni, ráðgjöf í ættleiðingarmálum, lögfræðiráðgjöf, þróun alþjóðastefnu, fjölgun ráðgjafahópa og kynheilbrigðismál. Við viljum efla rannsóknir á stöðu hinsegin fólks, efla listir og menningu hinsegin fólks, skrá og gefa út sögu Samtakanna og hinsegin fólks á Íslandi, styrkja alþjóðastarf og þá sérstaklega við norðurlöndin. Auk alls þessa er allt viðhald húsnæðis og rekstur þess, rekstur félagsheimilis, og fleira, og fleira. Verkefni Samtakanna eru fjölbreytt og oft viðkvæm, því þarf að standa rétt og faglega að verki svo Samtökin geti fjárfest til framtíðar. Það fé sem kemur inn frá hinu opinbera eru bara dropi í hinsegin hafið. Í þessari viku opnuðu Samtökin fyrir skráningar Regnbogavina. Regnbogavinir eru þau sem skrá sig sem mánaðarlegir styrktaraðilar og styrkja þannig Samtökin allt árið um kring. Það er félagasamtökum eins og Samtökunum ‘78 mikilvægt að vera fjárhagslega sjálfstæð og að þurfa ekki einungis að reiða sig á opinbert fé sem bundið er í þjónustusamninga. Það hefur aldrei verið jafneinfalt að styrkja starf Samtakanna ‘78. Allar upplýsingar má finna á forsíðu www.samtokin78.isSýndu stuðning í verki. Vertu Regnbogavinur.Höfundur er framkvæmdastjóri Samtakanna '78. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Daníel E. Arnarsson Hinsegin Mest lesið „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Sjá meira
Nú standa Hinsegin dagar yfir og fagnar hátíðin tuttugu ára afmæli í ár. Fyrsta hátíðin var haldin árið 1999 í fámenni á Ingólfstorgi og ári síðar fór fyrsta gleðigangan niður Laugarveg, en í dag er þessi hátíð stærsta og fjölmennasta hátíð landsins. Hinsegin dagar hafa engan launaðan starfsmann og er öll hátíðin drifin áfram af sjálfboðaliðum, en það virðist vera ákveðið leiðarstef þegar kemur að baráttu hinsegin fólks að öll vinna sé unnin ókeypis eða fyrir nánast ekkert. Samtökin ’78 voru stofnuð árið 1978 og eru því orðin 41 árs. Samtökin starfa allt árið um kring og eru markmið þeirra og stefna enn þau sömu og við stofnun, að hinsegin fólk njóti fullra félagslegra og lagalegra réttinda og sé sýnilegt í íslensku samfélagi. Samtökin ’78 hafa verið rekin af sjálfboðaliðum nær alla tíð og opinberu fé var ekki að skipta fyrr en fyrir um áratug. Af þessum sökum var lítið svigrúm til þeirra uppbyggingar sem nauðsynleg er félaga- og mannréttindasamtökum á borð við Samtökin ’78. Í dag eru starfsmenn Samtakanna þrír auk sjö ráðgjafa í verktakavinnu. Í samvinnu við Reykjarvíkurborg reka Samtökin einnig félagsmiðstöð fyrir ungmenni. Þó margt hafi áunnist á undanförnum áratug eru enn mörg verkefni sem vinna þarf í sjálfboðavinnu. Það sem fjármagnað er að hluta með samningum er ráðgjöf til hinsegin fólks, fræðsla til skóla og opinberra stofnanna og hluti starfs félagsmiðstöðvarinnar. Það sem Samtökin þurfa sjálf að fjármagna eru mörg og mikilvæg verkefni, og í raun mun fleiri en samtökin geta nú sinnt. Þau verkefni sem eru vanfjármögnuð eða aðeins fjármögnuð að litlum hluta eru ærin og mörg. Þar má nefna þróun hinsegin vinnustaðastuðuls fyrir fyrirtæki, fræðslustarfsemi innan lögreglunnar, ráðgjöf til hinsegin fólks sem leitar að alþjóðlegri vernd, útgáfa fræðsluefnis og myndefnis, þýðingar á erlendu efni, ráðgjöf í ættleiðingarmálum, lögfræðiráðgjöf, þróun alþjóðastefnu, fjölgun ráðgjafahópa og kynheilbrigðismál. Við viljum efla rannsóknir á stöðu hinsegin fólks, efla listir og menningu hinsegin fólks, skrá og gefa út sögu Samtakanna og hinsegin fólks á Íslandi, styrkja alþjóðastarf og þá sérstaklega við norðurlöndin. Auk alls þessa er allt viðhald húsnæðis og rekstur þess, rekstur félagsheimilis, og fleira, og fleira. Verkefni Samtakanna eru fjölbreytt og oft viðkvæm, því þarf að standa rétt og faglega að verki svo Samtökin geti fjárfest til framtíðar. Það fé sem kemur inn frá hinu opinbera eru bara dropi í hinsegin hafið. Í þessari viku opnuðu Samtökin fyrir skráningar Regnbogavina. Regnbogavinir eru þau sem skrá sig sem mánaðarlegir styrktaraðilar og styrkja þannig Samtökin allt árið um kring. Það er félagasamtökum eins og Samtökunum ‘78 mikilvægt að vera fjárhagslega sjálfstæð og að þurfa ekki einungis að reiða sig á opinbert fé sem bundið er í þjónustusamninga. Það hefur aldrei verið jafneinfalt að styrkja starf Samtakanna ‘78. Allar upplýsingar má finna á forsíðu www.samtokin78.isSýndu stuðning í verki. Vertu Regnbogavinur.Höfundur er framkvæmdastjóri Samtakanna '78.
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun