Ákvörðun dómsmálaráðherra hefur kostað ríkið tugi milljóna króna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. ágúst 2019 13:41 Sigríður Á. Andersen sagði af sér sem dómsmálaráðherra vegna málsins. Vísir/Vilhelm Kostnaður íslenska ríkisins vegna skipunar dómara í Landsrétt nemur tugum milljóna króna. Þegar hafa verið greiddar 24 milljónir króna, ógreiddur kostnaður nemur tæpum tíu milljónum króna og er ekki talinn með kostnaður á undirbúningsstigi, til dæmis laun til aðila sem sátu í hæfnisnefnd. Þetta kemur fram í svari Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur dómsmálaráðherra við fyrirspurn Helgu Völu Helgadóttur, þingmanns Samfylkingarinnar. Helga Vala spurðist fyrir um málið þann 25. mars og er svar ráðherra birt á vef Alþingis í dag. Kostnaðurinn fólst í 9,5 milljóna króna greiðslu vegna aðkeyptrar lögmannsþjónustu vegna bótamála Ástráðs Haraldssonar og Jóhannesar Rúnars Jóhannssonar gegn íslenska ríkinu. Ástráður og Jóhannes Rúnar voru meðal hinna fjögurra sem Sigríður Á. Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra, skipti út af lista hæfisnefndar. Málskostnaður í málum fyrrnefndra tveggja umsækjenda var 3,6 milljónir króna. Við bættust 1,2 milljónir í málum Jóns Höskuldssonar og Eiríks Jónssonar, sem sömuleiðis var skipt út af listanum, og rúmlega 500 þúsund króna kostnaður vegna áfrýjunar þeirra máls til Landsréttar. Þá þarf ríkið að greiða 15 þúsund evrur, um tvær milljónir króna, vegna máls sem íslenska ríkið tapaði fyrir Landsrétti. Um var að ræða mál manns sem dæmdur var í Landsrétti en Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, verjandi mannsins, taldi ekki mark takandi á dómi Landsréttar þar sem hann hefði verið ólöglega skipaður. Á það féllst Mannréttindadómstóllinn en ríkið skaut málinu til yfirdeildar dómstólsins og eru milljónirnar tvær því ógreiddar að svo stöddu. Miskabætur eða sáttagreiðslur í málum fyrrnefndra fjögurra nema á fjórðu milljón króna en um var að ræða sátt. Þá eru ógreiddar skaðabætur til Jóns Höskuldssonar fjórar milljónir króna auk þess sem mál Eiríks sæti áfrýjun en skaðabótakrafa var viðurkennd fyrir héraðsdómi. Sérfræðiráðgjöf til forsætisráðuneytis og dómsmálaráðuneytis námu samanlagt 4,4 milljónum króna. Þýðing á dómi Mannréttindadómstólsins kostaði 1,1 milljón króna. „Hér er ótalinn kostnaður af starfi dómnefndar um hæfni umsækjenda um embætti dómara og starfsmanns hennar, kostnaður vegna auglýsinga og annar slíkur kostnaður sem til féll á undirbúningsstigi,“ segir í svari ráðherra. „Samantekið er heildarkostnaður sem íslenska ríkið hefur þegar greitt vegna skipunar dómara við Landsrétt, og talinn er upp í fyrirspurn þessari, 23.396.931 kr. Til viðbótar er ógreiddur dæmdur málskostnaður og bætur fyrir íslenskum dómstólum að upphæð 7.500.000 kr. þar sem umrædd mál sæta áfrýjun. Þá er ógreiddur dæmdur málskostnaður fyrir Mannréttindadómstól Evrópu, 15.000 evrur, þar sem óskað hefur verið eftir því að yfirdeild taki málið til endurskoðunar.“ Dómstólar Landsréttarmálið Stjórnsýsla Tengdar fréttir Úr fallsæti hjá hæfnisnefnd í dómarasæti hjá ráðherra Breyting Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra á tillögum hæfnisnefndar um skipan dómara í Landsrétt er umdeild en flaug í gegnum Alþingi mínútu fyrir þinglok. 2. júní 2017 13:15 Sér tvo kosti í stöðunni varðandi nýjan dómsmálaráðherra Annars vegar að annar ráðherra taki við skyldum ráðherra eða nýr ráðherra komi úr hópi þingmanna Sjálfstæðisflokksins, segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. 13. mars 2019 15:55 Sérfræðingar í dómsmálaráðuneytinu vöruðu Sigríði við Íslenska ríkið gæti þurft að greiða á annað hundruð milljón krónur í skaðabætur vegna ákvörðunar dómsmálaráðherra. 22. janúar 2018 10:46 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Fleiri fréttir Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Sjá meira
Kostnaður íslenska ríkisins vegna skipunar dómara í Landsrétt nemur tugum milljóna króna. Þegar hafa verið greiddar 24 milljónir króna, ógreiddur kostnaður nemur tæpum tíu milljónum króna og er ekki talinn með kostnaður á undirbúningsstigi, til dæmis laun til aðila sem sátu í hæfnisnefnd. Þetta kemur fram í svari Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur dómsmálaráðherra við fyrirspurn Helgu Völu Helgadóttur, þingmanns Samfylkingarinnar. Helga Vala spurðist fyrir um málið þann 25. mars og er svar ráðherra birt á vef Alþingis í dag. Kostnaðurinn fólst í 9,5 milljóna króna greiðslu vegna aðkeyptrar lögmannsþjónustu vegna bótamála Ástráðs Haraldssonar og Jóhannesar Rúnars Jóhannssonar gegn íslenska ríkinu. Ástráður og Jóhannes Rúnar voru meðal hinna fjögurra sem Sigríður Á. Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra, skipti út af lista hæfisnefndar. Málskostnaður í málum fyrrnefndra tveggja umsækjenda var 3,6 milljónir króna. Við bættust 1,2 milljónir í málum Jóns Höskuldssonar og Eiríks Jónssonar, sem sömuleiðis var skipt út af listanum, og rúmlega 500 þúsund króna kostnaður vegna áfrýjunar þeirra máls til Landsréttar. Þá þarf ríkið að greiða 15 þúsund evrur, um tvær milljónir króna, vegna máls sem íslenska ríkið tapaði fyrir Landsrétti. Um var að ræða mál manns sem dæmdur var í Landsrétti en Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, verjandi mannsins, taldi ekki mark takandi á dómi Landsréttar þar sem hann hefði verið ólöglega skipaður. Á það féllst Mannréttindadómstóllinn en ríkið skaut málinu til yfirdeildar dómstólsins og eru milljónirnar tvær því ógreiddar að svo stöddu. Miskabætur eða sáttagreiðslur í málum fyrrnefndra fjögurra nema á fjórðu milljón króna en um var að ræða sátt. Þá eru ógreiddar skaðabætur til Jóns Höskuldssonar fjórar milljónir króna auk þess sem mál Eiríks sæti áfrýjun en skaðabótakrafa var viðurkennd fyrir héraðsdómi. Sérfræðiráðgjöf til forsætisráðuneytis og dómsmálaráðuneytis námu samanlagt 4,4 milljónum króna. Þýðing á dómi Mannréttindadómstólsins kostaði 1,1 milljón króna. „Hér er ótalinn kostnaður af starfi dómnefndar um hæfni umsækjenda um embætti dómara og starfsmanns hennar, kostnaður vegna auglýsinga og annar slíkur kostnaður sem til féll á undirbúningsstigi,“ segir í svari ráðherra. „Samantekið er heildarkostnaður sem íslenska ríkið hefur þegar greitt vegna skipunar dómara við Landsrétt, og talinn er upp í fyrirspurn þessari, 23.396.931 kr. Til viðbótar er ógreiddur dæmdur málskostnaður og bætur fyrir íslenskum dómstólum að upphæð 7.500.000 kr. þar sem umrædd mál sæta áfrýjun. Þá er ógreiddur dæmdur málskostnaður fyrir Mannréttindadómstól Evrópu, 15.000 evrur, þar sem óskað hefur verið eftir því að yfirdeild taki málið til endurskoðunar.“
Dómstólar Landsréttarmálið Stjórnsýsla Tengdar fréttir Úr fallsæti hjá hæfnisnefnd í dómarasæti hjá ráðherra Breyting Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra á tillögum hæfnisnefndar um skipan dómara í Landsrétt er umdeild en flaug í gegnum Alþingi mínútu fyrir þinglok. 2. júní 2017 13:15 Sér tvo kosti í stöðunni varðandi nýjan dómsmálaráðherra Annars vegar að annar ráðherra taki við skyldum ráðherra eða nýr ráðherra komi úr hópi þingmanna Sjálfstæðisflokksins, segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. 13. mars 2019 15:55 Sérfræðingar í dómsmálaráðuneytinu vöruðu Sigríði við Íslenska ríkið gæti þurft að greiða á annað hundruð milljón krónur í skaðabætur vegna ákvörðunar dómsmálaráðherra. 22. janúar 2018 10:46 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Fleiri fréttir Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Sjá meira
Úr fallsæti hjá hæfnisnefnd í dómarasæti hjá ráðherra Breyting Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra á tillögum hæfnisnefndar um skipan dómara í Landsrétt er umdeild en flaug í gegnum Alþingi mínútu fyrir þinglok. 2. júní 2017 13:15
Sér tvo kosti í stöðunni varðandi nýjan dómsmálaráðherra Annars vegar að annar ráðherra taki við skyldum ráðherra eða nýr ráðherra komi úr hópi þingmanna Sjálfstæðisflokksins, segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. 13. mars 2019 15:55
Sérfræðingar í dómsmálaráðuneytinu vöruðu Sigríði við Íslenska ríkið gæti þurft að greiða á annað hundruð milljón krónur í skaðabætur vegna ákvörðunar dómsmálaráðherra. 22. janúar 2018 10:46