Sleit krossband og spilar ekki með Lakers liðinu á tímabilinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. ágúst 2019 17:15 DeMarcus Cousins. Getty/Vaughn Ridley Það hafa fáir körfuboltamenn í NBA-deildinni verið óheppnari síðustu ár en maður að nafni DeMarcus Cousins. DeMarcus Cousins samdi á dögunum við lið Los Angeles Lakers til eins árs en mun líklega ekki spila með félaginu á komandi leiktíð. Í gær kom nefnilega í ljós að DeMarcus Cousins hafði slitið krossband í vinstra hné á æfingu. Hinn 29 ára miðherji var að undirbúa sig fyrir tímabilið en atvikið gerðis í Las Vegas. Þetta er þriðju alvarlegu meiðsli Cousins á síðustu átján mánuðum. Margir voru spenntir að sjá DeMarcus Cousins spila með þeim LeBron James og Anthony Davis en ekkert verður líklega af því.Lakers center DeMarcus Cousins has suffered a torn ACL in his left knee. https://t.co/eOO3SPo4US — Los Angeles Lakers (@Lakers) August 15, 2019 Þetta er því líka mikið áfall fyrir Los Angeles Lakers liðið sem taldi sig hafa dottið í lukkupottinn með því að semja við DeMarcus Cousins. DeMarcus Cousins hefur hins vegar lent í hverju áfallinu á fætur öðru. Hann var hjá Golden State Warriors á síðustu leiktíð en var þá að vinna sig til baka eftir hásinarslit. Hann meiddist síðan aftur í byrjun úrslitakeppninnar í apríl þegar hann sleit vöðva í læri. Cousins hafði aldrei áður spilað í úrslitakeppni og tók minni samning til að fá að upplifa það að verða meistari. Það tókst ekki því Golden Stata tapaði fyrir Toronto Raptors í lokaúrslitunum. Cousins náði að koma til baka eftir meiðslin en var ekki búinn að ná sér að fullu.NBA players around the league send their best wishes to DeMarcus Cousins pic.twitter.com/ckB4lYAdGm — ESPN (@espn) August 15, 2019DeMarcus Cousins var stórstjarna í NBA-deildinni þegar hann fór að meiðast en á níu ára ferli er hann með 21,2 stig, 10,9 fráköst og 3,2 stoðsendingar að meðaltali. Hann hóf ferilinn hjá Sacramento Kings en spilaði með New Orleans Pelicans þegar hann sleit hásin vorið 2018. NBA Mest lesið Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Sjá meira
Það hafa fáir körfuboltamenn í NBA-deildinni verið óheppnari síðustu ár en maður að nafni DeMarcus Cousins. DeMarcus Cousins samdi á dögunum við lið Los Angeles Lakers til eins árs en mun líklega ekki spila með félaginu á komandi leiktíð. Í gær kom nefnilega í ljós að DeMarcus Cousins hafði slitið krossband í vinstra hné á æfingu. Hinn 29 ára miðherji var að undirbúa sig fyrir tímabilið en atvikið gerðis í Las Vegas. Þetta er þriðju alvarlegu meiðsli Cousins á síðustu átján mánuðum. Margir voru spenntir að sjá DeMarcus Cousins spila með þeim LeBron James og Anthony Davis en ekkert verður líklega af því.Lakers center DeMarcus Cousins has suffered a torn ACL in his left knee. https://t.co/eOO3SPo4US — Los Angeles Lakers (@Lakers) August 15, 2019 Þetta er því líka mikið áfall fyrir Los Angeles Lakers liðið sem taldi sig hafa dottið í lukkupottinn með því að semja við DeMarcus Cousins. DeMarcus Cousins hefur hins vegar lent í hverju áfallinu á fætur öðru. Hann var hjá Golden State Warriors á síðustu leiktíð en var þá að vinna sig til baka eftir hásinarslit. Hann meiddist síðan aftur í byrjun úrslitakeppninnar í apríl þegar hann sleit vöðva í læri. Cousins hafði aldrei áður spilað í úrslitakeppni og tók minni samning til að fá að upplifa það að verða meistari. Það tókst ekki því Golden Stata tapaði fyrir Toronto Raptors í lokaúrslitunum. Cousins náði að koma til baka eftir meiðslin en var ekki búinn að ná sér að fullu.NBA players around the league send their best wishes to DeMarcus Cousins pic.twitter.com/ckB4lYAdGm — ESPN (@espn) August 15, 2019DeMarcus Cousins var stórstjarna í NBA-deildinni þegar hann fór að meiðast en á níu ára ferli er hann með 21,2 stig, 10,9 fráköst og 3,2 stoðsendingar að meðaltali. Hann hóf ferilinn hjá Sacramento Kings en spilaði með New Orleans Pelicans þegar hann sleit hásin vorið 2018.
NBA Mest lesið Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Sjá meira