Falsfréttir aftur komnar á kreik Ari Brynjólfsson skrifar 15. ágúst 2019 06:00 Falsfréttunum sem um ræðir fylgja iðulega þekkt andlit. Skjáskot Falsfréttir sem kenndar eru við „Viðskiptabaðið“ eru aftur komnar í umferð á Facebook-síðum Íslendinga. Um er að ræða svindl þar sem settar eru fram ævintýralegar fullyrðingar í nafni þekktra Íslendinga og fólk svo hvatt til að skrá sig til að þéna háar upphæðir í viðskiptum með rafmyntina Bitcoin. Fjöldi þjóðþekktra Íslendinga er sagður hafa hagnast mikið með Bitcoin, þar á meðal Ólafur Jóhann Ólafsson, Björgólfur Thor Björgólfsson og Skúli Mogensen. Oftar en ekki er látið líta út eins og þeir hafi verið í viðtali í Kastljósi að ræða Bitcoin. Ein falsfréttin segir að Ástþór Magnússon hafi fjárfest 150 milljónum í fyrirtæki sem notar sjálfvirkt rafmyntarmiðlunarforrit sem kallast Bitcoin Billionaire. „Um hreinan uppspuna er að ræða og tengist ég þessum aðilum eða þessu fyrirtæki ekki á nokkurn hátt hvorki fyrr né síðar,“ segir Ásþór í yfirlýsingu. Hefur hann óskað eftir aðstoð lögreglu við að upplýsa málið og stöðva birtingu þeirra. Fyrirtækið sem hefur samband við fólk sem skráir sig heitir Trade Capital og er starfrækt í Genf í Sviss. Sá sem svarar í símann í Sviss vildi ekki gefa upp tengsl fyrirtækisins við falsfréttirnar sem deilt er á íslensku eða ræða hvaða þjónustu fyrirtækið veitir. Vefsíðan sem hýsir „Viðskiptabaðið“ er skráð í eigu Lozareo Group sem er til húsa í Edinborg, nánar tiltekið sömu byggingu og stórverslunin Primark, ásamt meira en 1.600 öðrum fyrirtækjum. Eigandi Lozareo Group er Úsbeki að nafni Zafar Mavlyanov. „Fólk þarf að passa sig að vera alls ekki að kaupa Bitcoin í gegnum auglýsingar á Facebook,“ segir Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna. „Það er svo mikið drasl á sveimi á Facebook og fólk þarf alltaf að vera vakandi þegar það er beðið um að gefa persónuupplýsingar og sérstaklega kortaupplýsingar. Það er alls engin gæðatrygging að fyrirtæki auglýsi á Facebook.“ Brynhildur segir að þessar auglýsingar, sem hún sjálf rekst á reglulega á Facebook, sýni að fyrirtækið sé ekki að standa sig í að koma í veg fyrir svindl og falsfréttir. „Það virðist ekki skipta neinu máli þó maður tilkynni svona ruglfréttir ítrekað. Facebook virðist ekki ráða við að stöðva svona lagað og reyndar hefur fyrirtækið beinlínis dregið lappirnar í mörgum tilfellum eins og dæmin sanna. Fólk þarf að vera sérstaklega gagnrýnið þegar það verslar á netinu og láta allt eiga sig sem lítur út fyrir að vera of gott til að vera satt.“ Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Tækni Tengdar fréttir Skáldað viðtal við Ólaf Jóhann leppur fyrir netsvindl Óþekktir svikahrappar höfðu hundruð þúsunda króna af íslenskri konu, sem féll fyrir gerviútgáfu af íslenskri fréttasíðu. 31. maí 2019 22:00 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Sjá meira
Falsfréttir sem kenndar eru við „Viðskiptabaðið“ eru aftur komnar í umferð á Facebook-síðum Íslendinga. Um er að ræða svindl þar sem settar eru fram ævintýralegar fullyrðingar í nafni þekktra Íslendinga og fólk svo hvatt til að skrá sig til að þéna háar upphæðir í viðskiptum með rafmyntina Bitcoin. Fjöldi þjóðþekktra Íslendinga er sagður hafa hagnast mikið með Bitcoin, þar á meðal Ólafur Jóhann Ólafsson, Björgólfur Thor Björgólfsson og Skúli Mogensen. Oftar en ekki er látið líta út eins og þeir hafi verið í viðtali í Kastljósi að ræða Bitcoin. Ein falsfréttin segir að Ástþór Magnússon hafi fjárfest 150 milljónum í fyrirtæki sem notar sjálfvirkt rafmyntarmiðlunarforrit sem kallast Bitcoin Billionaire. „Um hreinan uppspuna er að ræða og tengist ég þessum aðilum eða þessu fyrirtæki ekki á nokkurn hátt hvorki fyrr né síðar,“ segir Ásþór í yfirlýsingu. Hefur hann óskað eftir aðstoð lögreglu við að upplýsa málið og stöðva birtingu þeirra. Fyrirtækið sem hefur samband við fólk sem skráir sig heitir Trade Capital og er starfrækt í Genf í Sviss. Sá sem svarar í símann í Sviss vildi ekki gefa upp tengsl fyrirtækisins við falsfréttirnar sem deilt er á íslensku eða ræða hvaða þjónustu fyrirtækið veitir. Vefsíðan sem hýsir „Viðskiptabaðið“ er skráð í eigu Lozareo Group sem er til húsa í Edinborg, nánar tiltekið sömu byggingu og stórverslunin Primark, ásamt meira en 1.600 öðrum fyrirtækjum. Eigandi Lozareo Group er Úsbeki að nafni Zafar Mavlyanov. „Fólk þarf að passa sig að vera alls ekki að kaupa Bitcoin í gegnum auglýsingar á Facebook,“ segir Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna. „Það er svo mikið drasl á sveimi á Facebook og fólk þarf alltaf að vera vakandi þegar það er beðið um að gefa persónuupplýsingar og sérstaklega kortaupplýsingar. Það er alls engin gæðatrygging að fyrirtæki auglýsi á Facebook.“ Brynhildur segir að þessar auglýsingar, sem hún sjálf rekst á reglulega á Facebook, sýni að fyrirtækið sé ekki að standa sig í að koma í veg fyrir svindl og falsfréttir. „Það virðist ekki skipta neinu máli þó maður tilkynni svona ruglfréttir ítrekað. Facebook virðist ekki ráða við að stöðva svona lagað og reyndar hefur fyrirtækið beinlínis dregið lappirnar í mörgum tilfellum eins og dæmin sanna. Fólk þarf að vera sérstaklega gagnrýnið þegar það verslar á netinu og láta allt eiga sig sem lítur út fyrir að vera of gott til að vera satt.“
Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Tækni Tengdar fréttir Skáldað viðtal við Ólaf Jóhann leppur fyrir netsvindl Óþekktir svikahrappar höfðu hundruð þúsunda króna af íslenskri konu, sem féll fyrir gerviútgáfu af íslenskri fréttasíðu. 31. maí 2019 22:00 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Sjá meira
Skáldað viðtal við Ólaf Jóhann leppur fyrir netsvindl Óþekktir svikahrappar höfðu hundruð þúsunda króna af íslenskri konu, sem féll fyrir gerviútgáfu af íslenskri fréttasíðu. 31. maí 2019 22:00