Hugleiðing um mögulega rökvillu Ástþór Ólafsson skrifar 14. ágúst 2019 13:35 Núna á næstunni byrjar skólaárið á ný og ein af mikilvægastu stéttum þjóðfélagsins kemur sér fyrir í sínum hefðbundnu stellingum. Ég er að sjálfsögðu að tala um kennara sem ráðast á verkefnið endurnærð eftir sumarfríið og tilbúin að takast á við krefjandi, erfiðan og skemmtilegan vetur. Einstaklingarnir sem hugsa um framtíðina og reyna að skapa henni hæfni, þrautsegju og getu til að takast á við nútíðina sem framtíðina. Ég ætla ekki að hafa mörg orð um hversu mikilvæg starfsgrein kennarar eru að þessu, heldur velta upp þeirri hugsun í tengslum við að fá borgað fyrir hæfni eða heppni. Í bók sem sálfræðingurinn Daniel Kahneman gaf út og ber heitið „Thinking, Fast and Slow“. Fer hann yfir rannsókn sem var framkvæmd af honum sjálfum þar sem verðbréfa viðskipti voru skoðuð og fannst honum áhugavert að skilja betur hvert væri eðli starfsumhverfisins með tillit til dómgreindar varðandi heppni eða hæfni. Fyrirfram var spáð að hæfni væri ríkjandi þáttur, enda þurfa menn að vera nokkuð vel að sér búnir til að skilja hegðun talna undir þeim skilmerkjum að geta selt verðbréf og komið þeim á réttann og viðeigandi staði, enda um flókin líkön að ræða. En eftir að gögnin voru skoðuð nánar með ítarlegum hætti kom í ljós að nær meira en helmingur af þeim starfsmönnum sem seldu verðbréf létu heppni ráða ferðinni, þannig það var heppni sem var drifkrafturinn ekki hæfni. Í þessu samhengi er erfitt að streitast ekki á móti því að yfirfæra þetta ekki á kennarastéttina sem vissulega hefur verið staðfest með rannsóknum og námsárangri hjá nemendum, að hæfni kennara sé ástæðan af hverju nemendur koma sér með góðum og tilheyrandi hætti út í samfélagið hvort sem horft er á náms, sál- eða félagsþroska. Í framhaldi er án efa ekki erfitt að velta því fyrir sér að einstaklingar sem vinna út frá heppni í veðbréfa viðskiptum séu að fá hærri laun en kennara sem vinna út frá hæfni sinni. Við getum rétt ímyndað okkur ef kennarar myndu vinna út frá heppni og myndu mæta í vinnuna með það hugarfar að heppni er eina sem ræður að lokum. Að nemendurnir væru verðbréfavísistala og unnið væri með þá af handófskenndum hætti. Við værum sennilega ekki með marga samfélagsþegna sem gætu þjónað á markvissan og skilvirkan hátt og haldið áfram að þróa okkar þjóðfélag að sterku velferðarríki, sennilega enginn verðbréfasali til eða jújú aðeins þeir sterkur lifa af eins og félagslegur Darwinismi heldur fram, ákveðin skynvilla þar á ferð hvað varðar samhengi en nóg um það. En til að glöggva sig en meira á þessu öllu saman, er talað um í bókina hans Kahneman að verðbréfa viðskipti tapi gríðarlegum miklum fjármunum sem við samfélagið gerum okkur ekki grein fyrir á hverjum tímapunkti fyrir sig og sé þessi ávinningur í engu samræmi við það sem fer til spillis . Á sama tíma eru kennarar stanlaust að auka þjóðfélagið sem um munar og lítið í taprekstri. Gefum okkur tíma að hugleiða þetta á meðan að kennarar eru að hefja sín störf en samt ekki með hröðum hætti heldur hægum og leyfum þessu að sökkva djupt ofan í okkar sjálfs- og siðferðisvitund. Höfundur er tilvonandi grunnskólakennari og seigluráðgjafi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Ástþór Ólafsson Mest lesið Við getum gert betur Einar Bárðarson Skoðun Umhverfisráðherra á réttri leið Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Einföldun stjórnsýslu sem snerist upp í andhverfu sína Pétur Halldórsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Núna á næstunni byrjar skólaárið á ný og ein af mikilvægastu stéttum þjóðfélagsins kemur sér fyrir í sínum hefðbundnu stellingum. Ég er að sjálfsögðu að tala um kennara sem ráðast á verkefnið endurnærð eftir sumarfríið og tilbúin að takast á við krefjandi, erfiðan og skemmtilegan vetur. Einstaklingarnir sem hugsa um framtíðina og reyna að skapa henni hæfni, þrautsegju og getu til að takast á við nútíðina sem framtíðina. Ég ætla ekki að hafa mörg orð um hversu mikilvæg starfsgrein kennarar eru að þessu, heldur velta upp þeirri hugsun í tengslum við að fá borgað fyrir hæfni eða heppni. Í bók sem sálfræðingurinn Daniel Kahneman gaf út og ber heitið „Thinking, Fast and Slow“. Fer hann yfir rannsókn sem var framkvæmd af honum sjálfum þar sem verðbréfa viðskipti voru skoðuð og fannst honum áhugavert að skilja betur hvert væri eðli starfsumhverfisins með tillit til dómgreindar varðandi heppni eða hæfni. Fyrirfram var spáð að hæfni væri ríkjandi þáttur, enda þurfa menn að vera nokkuð vel að sér búnir til að skilja hegðun talna undir þeim skilmerkjum að geta selt verðbréf og komið þeim á réttann og viðeigandi staði, enda um flókin líkön að ræða. En eftir að gögnin voru skoðuð nánar með ítarlegum hætti kom í ljós að nær meira en helmingur af þeim starfsmönnum sem seldu verðbréf létu heppni ráða ferðinni, þannig það var heppni sem var drifkrafturinn ekki hæfni. Í þessu samhengi er erfitt að streitast ekki á móti því að yfirfæra þetta ekki á kennarastéttina sem vissulega hefur verið staðfest með rannsóknum og námsárangri hjá nemendum, að hæfni kennara sé ástæðan af hverju nemendur koma sér með góðum og tilheyrandi hætti út í samfélagið hvort sem horft er á náms, sál- eða félagsþroska. Í framhaldi er án efa ekki erfitt að velta því fyrir sér að einstaklingar sem vinna út frá heppni í veðbréfa viðskiptum séu að fá hærri laun en kennara sem vinna út frá hæfni sinni. Við getum rétt ímyndað okkur ef kennarar myndu vinna út frá heppni og myndu mæta í vinnuna með það hugarfar að heppni er eina sem ræður að lokum. Að nemendurnir væru verðbréfavísistala og unnið væri með þá af handófskenndum hætti. Við værum sennilega ekki með marga samfélagsþegna sem gætu þjónað á markvissan og skilvirkan hátt og haldið áfram að þróa okkar þjóðfélag að sterku velferðarríki, sennilega enginn verðbréfasali til eða jújú aðeins þeir sterkur lifa af eins og félagslegur Darwinismi heldur fram, ákveðin skynvilla þar á ferð hvað varðar samhengi en nóg um það. En til að glöggva sig en meira á þessu öllu saman, er talað um í bókina hans Kahneman að verðbréfa viðskipti tapi gríðarlegum miklum fjármunum sem við samfélagið gerum okkur ekki grein fyrir á hverjum tímapunkti fyrir sig og sé þessi ávinningur í engu samræmi við það sem fer til spillis . Á sama tíma eru kennarar stanlaust að auka þjóðfélagið sem um munar og lítið í taprekstri. Gefum okkur tíma að hugleiða þetta á meðan að kennarar eru að hefja sín störf en samt ekki með hröðum hætti heldur hægum og leyfum þessu að sökkva djupt ofan í okkar sjálfs- og siðferðisvitund. Höfundur er tilvonandi grunnskólakennari og seigluráðgjafi
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar