Hafði áhyggjur af erlendum ferðamönnum sem reyndu að bjarga grindhval Sighvatur Jónsson skrifar 13. ágúst 2019 14:30 Grindhvalir í Kolgrafarfirði árið 2018. Vísir/Vilhelm Erlendir ferðamenn reyndu að bjarga grindhval við erfiðar aðstæður í fjörunni við Ólafsvík í gærkvöldi. Björgunarsveitarmenn voru kallaðir á vettvang og tókst að bjarga öðrum hval af tveimur sem festust í fjörunni. Bæjarstjórinn í Snæfellsbæ segist hugsi yfir því hvort skynsamlegra sé að aflífa hval í stað þess að reyna tímafreka björgun. Um hundrað grindhvalir sáust skammt frá landi við Ólafsvík í gærkvöldi. Kristinn Jónasson, bæjarstjóri í Snæfellsbæ, sá þegar fjórir hvalir komu upp í fjöruna. Hann segir að strax hafi tekist að koma þremur hvölum út aftur. Kristinn hafði meiri áhyggjur af erlendum ferðamönnum sem reyndu að bjarga fjórða hvalnum. „Svo var þarna einn [hvalur] sem þeir voru með í hátt í klukkutíma í öldugangi sem hefur verið allt upp í þrjá metra í ísköldum sjónum. Ég hafði miklar áhyggjur af þeim, að þeir myndu forkælast við að gera þetta.“Voru þetta margir ferðamenn? „Ég sá sex sem voru í sjónum. Svo fylgdust fleiri með, líka heimamenn. En maður veltir oft fyrir sér hvað sé skynsamlegast að gera þegar staðan er orðin svona. Hvort það sé betra að aflífa dýrið strax í stað þess að láta það hveljast svona lengi í fjörunni, að reyna svona lengi að bjarga því. Ég varð svolítið hugsi eftir þetta,“ segir Kristinn. Björgunarsveitin Lífsbjörg var kölluð á vettvang. Helgi Már Bjarnason, formaður Lífsbjargar, segir að tveir hvalir hafi verið í fjörunni þegar 14 björgunarsveitarmenn komu á svæðið. Tekist hafi að losa annan hvalinn, hinn ekki. Kristinn bæjarstjóri keyrði um fjöruna aftur í morgun. „Það er eins og það hafi tekist að koma henni [hvalavöðunni] á haf út. Svo getur vel verið að hún birtist á Barðaströnd eða upp í fjöru, maður veit það ekki.“ Kristinn Jónasson, bæjarstjóri í Snæfellsbæ, segir að hvalrekinn hafi verið tilkynntur til Hafrannsóknastofnunar. Það er á ábyrgð landeigenda að fjarlægja hræið, það verði gert í framhaldi, en fjaran er í landi Snæfellsbæjar. Dýr Ferðamennska á Íslandi Snæfellsbær Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Fleiri fréttir Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Sjá meira
Erlendir ferðamenn reyndu að bjarga grindhval við erfiðar aðstæður í fjörunni við Ólafsvík í gærkvöldi. Björgunarsveitarmenn voru kallaðir á vettvang og tókst að bjarga öðrum hval af tveimur sem festust í fjörunni. Bæjarstjórinn í Snæfellsbæ segist hugsi yfir því hvort skynsamlegra sé að aflífa hval í stað þess að reyna tímafreka björgun. Um hundrað grindhvalir sáust skammt frá landi við Ólafsvík í gærkvöldi. Kristinn Jónasson, bæjarstjóri í Snæfellsbæ, sá þegar fjórir hvalir komu upp í fjöruna. Hann segir að strax hafi tekist að koma þremur hvölum út aftur. Kristinn hafði meiri áhyggjur af erlendum ferðamönnum sem reyndu að bjarga fjórða hvalnum. „Svo var þarna einn [hvalur] sem þeir voru með í hátt í klukkutíma í öldugangi sem hefur verið allt upp í þrjá metra í ísköldum sjónum. Ég hafði miklar áhyggjur af þeim, að þeir myndu forkælast við að gera þetta.“Voru þetta margir ferðamenn? „Ég sá sex sem voru í sjónum. Svo fylgdust fleiri með, líka heimamenn. En maður veltir oft fyrir sér hvað sé skynsamlegast að gera þegar staðan er orðin svona. Hvort það sé betra að aflífa dýrið strax í stað þess að láta það hveljast svona lengi í fjörunni, að reyna svona lengi að bjarga því. Ég varð svolítið hugsi eftir þetta,“ segir Kristinn. Björgunarsveitin Lífsbjörg var kölluð á vettvang. Helgi Már Bjarnason, formaður Lífsbjargar, segir að tveir hvalir hafi verið í fjörunni þegar 14 björgunarsveitarmenn komu á svæðið. Tekist hafi að losa annan hvalinn, hinn ekki. Kristinn bæjarstjóri keyrði um fjöruna aftur í morgun. „Það er eins og það hafi tekist að koma henni [hvalavöðunni] á haf út. Svo getur vel verið að hún birtist á Barðaströnd eða upp í fjöru, maður veit það ekki.“ Kristinn Jónasson, bæjarstjóri í Snæfellsbæ, segir að hvalrekinn hafi verið tilkynntur til Hafrannsóknastofnunar. Það er á ábyrgð landeigenda að fjarlægja hræið, það verði gert í framhaldi, en fjaran er í landi Snæfellsbæjar.
Dýr Ferðamennska á Íslandi Snæfellsbær Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Fleiri fréttir Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Sjá meira