Mágkonan barði allt að utan til að vara við eldunum Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. ágúst 2019 22:15 Eldarnir á Gran Canaria hafa reynst slökkviliði erfiðir vegna mikils hita og óhagstæðrar vindáttar. Íslensk kona sem búsett er á eyjunni Gran Canaria á Kanaríeyjum, þar sem miklir gróðureldar hafa geisað síðustu daga, neyddist til að yfirgefa sumarbústað sinn og eiginmanns síns í nótt vegna eldanna. Hún segir að það hafi komið sér á óvart hversu hratt eldarnir hafi breitt úr sér. Þá hafi það verið afar óhugnanlegt að vakna upp um miðja nótt og sjá logana í næsta nágrenni við bústaðinn. Um þúsund manns hafa neyðst til að flýja heimili sín á Gran Canaria vegna eldanna. Um 850 þúsund manns eru búsettir á eyjunni, þar af nokkur fjöldi Íslendinga. Eldarnir hafa reynst slökkviliði erfiðir vegna mikils hita og óhagstæðrar vindáttar. Talið er að þeir hafi kviknað vegna gáleysis manns sem fór ógætilega með logsuðutæki.Elín Ágústsdóttir Finnbogadóttir.Mynd/AðsendElín Ágústsdóttir Finnbogadóttir hefur búið á Kanaríeyjum í rúm 40 ár ásamt eiginmanni sínum, sem er uppalinn á eyjunum. Hjónin eru búsett á Ensku ströndinni á suðurhluta Gran Canaria en voru í sumarbústað í grennd við bæinn Juncalillo á norðvesturhluta eyjarinnar þegar þeim var gert að yfirgefa híbýli sín í nótt. Elín segist í samtali við Vísi hafa orðið fyrst vör við eldana um hádegisbil í gær þegar hún kom auga á mikinn reyk í grennd við sumarbústaðinn. „Síðan ágerðist þetta. Við erum með stíflu rétt hjá okkur sem þyrlurnar sækja vatn í,“ segir Elín. „Okkur datt ekki í hug að þetta yrði svona svakalega mikið.“ Þá hafi litið út fyrir að slökkviliðsmenn væru að ná tökum á eldinum í gærkvöldi. Það hafðist þó ekki, einkum vegna mikils vinds og óhagstæðrar vindáttar. Elín fór í háttinn um klukkan eitt í gærkvöldi, nokkuð óróleg, en mun fleiri eru á svæðinu en ella vegna hátíðahalda. „Síðan var allt barið að utan hjá mér klukkan tvö og þá var það mágkona mín. Hún sagði að eldurinn væri kominn í kirkjuna í Juncalillo og að lögreglan óskaði eftir því að allir yfirgæfu svæðið.“Þessa mynd tók Elín af eldunum þegar þau hjónin voru á leið heim til sín í nótt.Mynd/AðsendÞau hjónin hafi því haldið tafarlaust af stað heim en Elín leggur áherslu á að þau hafi aldrei verið í hættu. „Þetta var óhugnanlegt. Ég vil nú samt ekki gera þetta of dramatískt enda vorum við ekki í neinni hættu.“ Hún heldur jafnframt að bústaður þeirra eigi ekki á hættu að verða eldinum að bráð, enda passi þau vel að þurr gróður safnist ekki saman umhverfis hann.En þurftu þau hjónin að skila eitthvað eftir sem var þeim kært?„Já, kettina okkar. Við eigum einn persakött sem heitir Bartolo, ég kalla hann stundum prinsinn minn, hann fer alltaf með okkur á milli, fram og til baka. Hinir tveir ganga lausir upp frá en þeir eiga allir að vera í lagi. Svo erum við líka með ávaxta- og blómarækt.“Þyrla sækir vatn til slökkvistarfs í stíflu í grennd við sumarbústað Elínar.Mynd/AðsendSveinn H. Guðmarsson, fjölmiðlafulltrúi utanríkisráðuneytisins, sagði í samtali við fréttastofu í dag að ráðuneytinu hefði ekki borist beiðni um aðstoð. Hún verði veitt verði þess óskað. Þá sagði Þórunn Reynisdóttir forstjóri ferðaskrifstofunnar Úrvals útsýnar að eldarnir muni hvorki hafa áhrif á farþega né flugumferð og gætt sé vel að öryggi íslenskra ferðamanna á Kanaríeyjum. Skógareldar Spánn Tengdar fréttir Eldar geisa á Kanaríeyjum Miklir skógareldar geisa á annarri fjölmennustu eyju Kanarí, Gran Canaria. 11. ágúst 2019 15:44 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Sjá meira
Íslensk kona sem búsett er á eyjunni Gran Canaria á Kanaríeyjum, þar sem miklir gróðureldar hafa geisað síðustu daga, neyddist til að yfirgefa sumarbústað sinn og eiginmanns síns í nótt vegna eldanna. Hún segir að það hafi komið sér á óvart hversu hratt eldarnir hafi breitt úr sér. Þá hafi það verið afar óhugnanlegt að vakna upp um miðja nótt og sjá logana í næsta nágrenni við bústaðinn. Um þúsund manns hafa neyðst til að flýja heimili sín á Gran Canaria vegna eldanna. Um 850 þúsund manns eru búsettir á eyjunni, þar af nokkur fjöldi Íslendinga. Eldarnir hafa reynst slökkviliði erfiðir vegna mikils hita og óhagstæðrar vindáttar. Talið er að þeir hafi kviknað vegna gáleysis manns sem fór ógætilega með logsuðutæki.Elín Ágústsdóttir Finnbogadóttir.Mynd/AðsendElín Ágústsdóttir Finnbogadóttir hefur búið á Kanaríeyjum í rúm 40 ár ásamt eiginmanni sínum, sem er uppalinn á eyjunum. Hjónin eru búsett á Ensku ströndinni á suðurhluta Gran Canaria en voru í sumarbústað í grennd við bæinn Juncalillo á norðvesturhluta eyjarinnar þegar þeim var gert að yfirgefa híbýli sín í nótt. Elín segist í samtali við Vísi hafa orðið fyrst vör við eldana um hádegisbil í gær þegar hún kom auga á mikinn reyk í grennd við sumarbústaðinn. „Síðan ágerðist þetta. Við erum með stíflu rétt hjá okkur sem þyrlurnar sækja vatn í,“ segir Elín. „Okkur datt ekki í hug að þetta yrði svona svakalega mikið.“ Þá hafi litið út fyrir að slökkviliðsmenn væru að ná tökum á eldinum í gærkvöldi. Það hafðist þó ekki, einkum vegna mikils vinds og óhagstæðrar vindáttar. Elín fór í háttinn um klukkan eitt í gærkvöldi, nokkuð óróleg, en mun fleiri eru á svæðinu en ella vegna hátíðahalda. „Síðan var allt barið að utan hjá mér klukkan tvö og þá var það mágkona mín. Hún sagði að eldurinn væri kominn í kirkjuna í Juncalillo og að lögreglan óskaði eftir því að allir yfirgæfu svæðið.“Þessa mynd tók Elín af eldunum þegar þau hjónin voru á leið heim til sín í nótt.Mynd/AðsendÞau hjónin hafi því haldið tafarlaust af stað heim en Elín leggur áherslu á að þau hafi aldrei verið í hættu. „Þetta var óhugnanlegt. Ég vil nú samt ekki gera þetta of dramatískt enda vorum við ekki í neinni hættu.“ Hún heldur jafnframt að bústaður þeirra eigi ekki á hættu að verða eldinum að bráð, enda passi þau vel að þurr gróður safnist ekki saman umhverfis hann.En þurftu þau hjónin að skila eitthvað eftir sem var þeim kært?„Já, kettina okkar. Við eigum einn persakött sem heitir Bartolo, ég kalla hann stundum prinsinn minn, hann fer alltaf með okkur á milli, fram og til baka. Hinir tveir ganga lausir upp frá en þeir eiga allir að vera í lagi. Svo erum við líka með ávaxta- og blómarækt.“Þyrla sækir vatn til slökkvistarfs í stíflu í grennd við sumarbústað Elínar.Mynd/AðsendSveinn H. Guðmarsson, fjölmiðlafulltrúi utanríkisráðuneytisins, sagði í samtali við fréttastofu í dag að ráðuneytinu hefði ekki borist beiðni um aðstoð. Hún verði veitt verði þess óskað. Þá sagði Þórunn Reynisdóttir forstjóri ferðaskrifstofunnar Úrvals útsýnar að eldarnir muni hvorki hafa áhrif á farþega né flugumferð og gætt sé vel að öryggi íslenskra ferðamanna á Kanaríeyjum.
Skógareldar Spánn Tengdar fréttir Eldar geisa á Kanaríeyjum Miklir skógareldar geisa á annarri fjölmennustu eyju Kanarí, Gran Canaria. 11. ágúst 2019 15:44 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Sjá meira
Eldar geisa á Kanaríeyjum Miklir skógareldar geisa á annarri fjölmennustu eyju Kanarí, Gran Canaria. 11. ágúst 2019 15:44