Mágkonan barði allt að utan til að vara við eldunum Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. ágúst 2019 22:15 Eldarnir á Gran Canaria hafa reynst slökkviliði erfiðir vegna mikils hita og óhagstæðrar vindáttar. Íslensk kona sem búsett er á eyjunni Gran Canaria á Kanaríeyjum, þar sem miklir gróðureldar hafa geisað síðustu daga, neyddist til að yfirgefa sumarbústað sinn og eiginmanns síns í nótt vegna eldanna. Hún segir að það hafi komið sér á óvart hversu hratt eldarnir hafi breitt úr sér. Þá hafi það verið afar óhugnanlegt að vakna upp um miðja nótt og sjá logana í næsta nágrenni við bústaðinn. Um þúsund manns hafa neyðst til að flýja heimili sín á Gran Canaria vegna eldanna. Um 850 þúsund manns eru búsettir á eyjunni, þar af nokkur fjöldi Íslendinga. Eldarnir hafa reynst slökkviliði erfiðir vegna mikils hita og óhagstæðrar vindáttar. Talið er að þeir hafi kviknað vegna gáleysis manns sem fór ógætilega með logsuðutæki.Elín Ágústsdóttir Finnbogadóttir.Mynd/AðsendElín Ágústsdóttir Finnbogadóttir hefur búið á Kanaríeyjum í rúm 40 ár ásamt eiginmanni sínum, sem er uppalinn á eyjunum. Hjónin eru búsett á Ensku ströndinni á suðurhluta Gran Canaria en voru í sumarbústað í grennd við bæinn Juncalillo á norðvesturhluta eyjarinnar þegar þeim var gert að yfirgefa híbýli sín í nótt. Elín segist í samtali við Vísi hafa orðið fyrst vör við eldana um hádegisbil í gær þegar hún kom auga á mikinn reyk í grennd við sumarbústaðinn. „Síðan ágerðist þetta. Við erum með stíflu rétt hjá okkur sem þyrlurnar sækja vatn í,“ segir Elín. „Okkur datt ekki í hug að þetta yrði svona svakalega mikið.“ Þá hafi litið út fyrir að slökkviliðsmenn væru að ná tökum á eldinum í gærkvöldi. Það hafðist þó ekki, einkum vegna mikils vinds og óhagstæðrar vindáttar. Elín fór í háttinn um klukkan eitt í gærkvöldi, nokkuð óróleg, en mun fleiri eru á svæðinu en ella vegna hátíðahalda. „Síðan var allt barið að utan hjá mér klukkan tvö og þá var það mágkona mín. Hún sagði að eldurinn væri kominn í kirkjuna í Juncalillo og að lögreglan óskaði eftir því að allir yfirgæfu svæðið.“Þessa mynd tók Elín af eldunum þegar þau hjónin voru á leið heim til sín í nótt.Mynd/AðsendÞau hjónin hafi því haldið tafarlaust af stað heim en Elín leggur áherslu á að þau hafi aldrei verið í hættu. „Þetta var óhugnanlegt. Ég vil nú samt ekki gera þetta of dramatískt enda vorum við ekki í neinni hættu.“ Hún heldur jafnframt að bústaður þeirra eigi ekki á hættu að verða eldinum að bráð, enda passi þau vel að þurr gróður safnist ekki saman umhverfis hann.En þurftu þau hjónin að skila eitthvað eftir sem var þeim kært?„Já, kettina okkar. Við eigum einn persakött sem heitir Bartolo, ég kalla hann stundum prinsinn minn, hann fer alltaf með okkur á milli, fram og til baka. Hinir tveir ganga lausir upp frá en þeir eiga allir að vera í lagi. Svo erum við líka með ávaxta- og blómarækt.“Þyrla sækir vatn til slökkvistarfs í stíflu í grennd við sumarbústað Elínar.Mynd/AðsendSveinn H. Guðmarsson, fjölmiðlafulltrúi utanríkisráðuneytisins, sagði í samtali við fréttastofu í dag að ráðuneytinu hefði ekki borist beiðni um aðstoð. Hún verði veitt verði þess óskað. Þá sagði Þórunn Reynisdóttir forstjóri ferðaskrifstofunnar Úrvals útsýnar að eldarnir muni hvorki hafa áhrif á farþega né flugumferð og gætt sé vel að öryggi íslenskra ferðamanna á Kanaríeyjum. Skógareldar Spánn Tengdar fréttir Eldar geisa á Kanaríeyjum Miklir skógareldar geisa á annarri fjölmennustu eyju Kanarí, Gran Canaria. 11. ágúst 2019 15:44 Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Erlent Fleiri fréttir Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Sjá meira
Íslensk kona sem búsett er á eyjunni Gran Canaria á Kanaríeyjum, þar sem miklir gróðureldar hafa geisað síðustu daga, neyddist til að yfirgefa sumarbústað sinn og eiginmanns síns í nótt vegna eldanna. Hún segir að það hafi komið sér á óvart hversu hratt eldarnir hafi breitt úr sér. Þá hafi það verið afar óhugnanlegt að vakna upp um miðja nótt og sjá logana í næsta nágrenni við bústaðinn. Um þúsund manns hafa neyðst til að flýja heimili sín á Gran Canaria vegna eldanna. Um 850 þúsund manns eru búsettir á eyjunni, þar af nokkur fjöldi Íslendinga. Eldarnir hafa reynst slökkviliði erfiðir vegna mikils hita og óhagstæðrar vindáttar. Talið er að þeir hafi kviknað vegna gáleysis manns sem fór ógætilega með logsuðutæki.Elín Ágústsdóttir Finnbogadóttir.Mynd/AðsendElín Ágústsdóttir Finnbogadóttir hefur búið á Kanaríeyjum í rúm 40 ár ásamt eiginmanni sínum, sem er uppalinn á eyjunum. Hjónin eru búsett á Ensku ströndinni á suðurhluta Gran Canaria en voru í sumarbústað í grennd við bæinn Juncalillo á norðvesturhluta eyjarinnar þegar þeim var gert að yfirgefa híbýli sín í nótt. Elín segist í samtali við Vísi hafa orðið fyrst vör við eldana um hádegisbil í gær þegar hún kom auga á mikinn reyk í grennd við sumarbústaðinn. „Síðan ágerðist þetta. Við erum með stíflu rétt hjá okkur sem þyrlurnar sækja vatn í,“ segir Elín. „Okkur datt ekki í hug að þetta yrði svona svakalega mikið.“ Þá hafi litið út fyrir að slökkviliðsmenn væru að ná tökum á eldinum í gærkvöldi. Það hafðist þó ekki, einkum vegna mikils vinds og óhagstæðrar vindáttar. Elín fór í háttinn um klukkan eitt í gærkvöldi, nokkuð óróleg, en mun fleiri eru á svæðinu en ella vegna hátíðahalda. „Síðan var allt barið að utan hjá mér klukkan tvö og þá var það mágkona mín. Hún sagði að eldurinn væri kominn í kirkjuna í Juncalillo og að lögreglan óskaði eftir því að allir yfirgæfu svæðið.“Þessa mynd tók Elín af eldunum þegar þau hjónin voru á leið heim til sín í nótt.Mynd/AðsendÞau hjónin hafi því haldið tafarlaust af stað heim en Elín leggur áherslu á að þau hafi aldrei verið í hættu. „Þetta var óhugnanlegt. Ég vil nú samt ekki gera þetta of dramatískt enda vorum við ekki í neinni hættu.“ Hún heldur jafnframt að bústaður þeirra eigi ekki á hættu að verða eldinum að bráð, enda passi þau vel að þurr gróður safnist ekki saman umhverfis hann.En þurftu þau hjónin að skila eitthvað eftir sem var þeim kært?„Já, kettina okkar. Við eigum einn persakött sem heitir Bartolo, ég kalla hann stundum prinsinn minn, hann fer alltaf með okkur á milli, fram og til baka. Hinir tveir ganga lausir upp frá en þeir eiga allir að vera í lagi. Svo erum við líka með ávaxta- og blómarækt.“Þyrla sækir vatn til slökkvistarfs í stíflu í grennd við sumarbústað Elínar.Mynd/AðsendSveinn H. Guðmarsson, fjölmiðlafulltrúi utanríkisráðuneytisins, sagði í samtali við fréttastofu í dag að ráðuneytinu hefði ekki borist beiðni um aðstoð. Hún verði veitt verði þess óskað. Þá sagði Þórunn Reynisdóttir forstjóri ferðaskrifstofunnar Úrvals útsýnar að eldarnir muni hvorki hafa áhrif á farþega né flugumferð og gætt sé vel að öryggi íslenskra ferðamanna á Kanaríeyjum.
Skógareldar Spánn Tengdar fréttir Eldar geisa á Kanaríeyjum Miklir skógareldar geisa á annarri fjölmennustu eyju Kanarí, Gran Canaria. 11. ágúst 2019 15:44 Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Erlent Fleiri fréttir Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Sjá meira
Eldar geisa á Kanaríeyjum Miklir skógareldar geisa á annarri fjölmennustu eyju Kanarí, Gran Canaria. 11. ágúst 2019 15:44