Lykill að hamingju Sif Sigmarsdóttir skrifar 10. ágúst 2019 08:30 Sumarið líður senn undir lok. Haustið gengur í garð sem óskrifað blað og angan af nýydduðum blýöntum. Ný árstíð, nýtt upphaf, fögur fyrirheit; tékklisti yfir skref í átt að hamingju og heilbrigði. En hvar skal byrja? Ekki vandamál. Samtíminn er með hamingjuna á heilanum, velferð sálar og líkama. Svörin láta ekki á sér standa. Lifa og njóta. Maður verður að lifa og njóta. Því ef maður er ekki að njóta er maður ekki að lifa. Og við lifum jú bara einu sinni. Hverjum degi skal lifað eins og hann sé sá síðasti. Þú þarft að gera hluti. Ganga á fjöll, lesa bók, hlaupa maraþon og skrá þig á námskeið. Ferðast. Helst til Balí. Eða Víetnam. Þú þarft að gera þér glaðan dag og gera það gott. Gera, gera, gera. Gera betur í dag en í gær. En okkur þarf líka að leiðast. Það er gott fyrir hugann að gera ekki neitt. Iðjuleysi er uppspretta hugmyndanna. Það er aðeins í tóminu sem eitthvað verður til. Maður verður að vera frjór. Og fyndinn. Segja brandara á Facebook. Hvað gerði Sigmundur Davíð í dag? Upp með símann. Nei, niður með símann. Það er ekki hollt að sitja lengi. Og ekki flott að vera sófakartafla. Gott er að ganga. Ganga rösklega. Ná hjartslættinum upp. Upp, upp, upp. Upp í 150 slög á mínútu. Upp, upp mín sál og allt mitt geð. Upp, upp mitt hjarta og – Nei, stopp, stopp, stopp. Það þarf að staldra við og þefa af rósunum. Fara sér hægt og dvelja í andartakinu. Andartakið er allt. Hitt er aðeins eftirsókn eftir vindi. Anda inn, anda út. Hvað á að hafa í kvöldmatinn? Nei! Ekki klúðra núvitundinni. Verð að fara á námskeið í hugleiðslu. Bæti því á tékklistann á meðan ég lifi í núinu. Því ekki má gleyma framtíðinni. Það þarf að gera plön. Setja sér markmið. Þú nærð ekki til tunglsins nema þú setjir markið á stjörnurnar. Það er uppbókað til Víetnam. Ætli Richard Branson sé farinn að bjóða upp á ferðir út í geim? Úps, andartakið; ekki gleyma að vera, vera hér og nú og að njóta þess smáa. Leika við börnin. Byggja úr Legó. En ég þoli ekki Legó. Það gengur ekki. Þú verður að njóta. Það eru forréttindi að eiga börn. Og Legó. Það er ekki nóg að kubba heldur verður þér að finnast það gaman. Gaman, gaman, njóta, njóta. Og ekki gleyma sjálfri þér. Maður verður að rækta garðinn sinn. Hamingjusöm móðir, hamingjusöm börn. Mikilvægt er að leyfa sér að fara í ræktina, saumaklúbbinn, hugleiðslunámskeiðið, bókaklúbbinn, klippingu og litun, hitta vinkonurnar á „happy hour“, brosa, taka sjálfu, setja hana á Facebook: „Sjáið, ég er að lifa og njóta“. Gera, gera, gera. Því að gera er að vera – vera til. Ég er það sem ég geri. En ég er líka það sem ég borða. Verður að vera heimalagað. Hver vill vera gangandi jurtafita, hert, í bland við E-334. Skræla, saxa, brytja, blanda, baka, borða – en ekki of mikið. En líka leyfa sér – en ekki of mikið. Vera góð við sjálfa sig – en ekki of mikið. Allt er gott í hófi – Er hóf gott í hófi? Lifa og upplifa, gera og leiðast, berast með straumnum, stefna til stjarnanna, lifa í núinu, setja sér markmið, kokteill á hamingjustund, leika með Legó, saxa lauk, hamingjutár, anda, súrefni er frumefni lífsins. Og annað sem þarf að gera: Sofa. Við verðum að sofa. Mikið. Rannsóknir sýna það. Sálin hleðst í svefni. Og þar höfum við lykilinn að hamingjunni: Gera allt, gera ekki neitt. Fara sér hratt, fara sér hægt. Standa kyrr, stefna til tunglsins. Standa í stað, alla leið til stjarnanna. Sinna sér, sinna öðrum. Vera hér og vera þar, alls staðar og hvergi, vakin og sofin, gera og lifa og njóta. Sagt er að lífið sé það sem hendir okkur á meðan við erum upptekin við að gera aðrar áætlanir. Getur verið að hamingjuna sé að finna í glufunum milli þeirra stunda sem við erum upptekin við að leita hennar? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Sumarið líður senn undir lok. Haustið gengur í garð sem óskrifað blað og angan af nýydduðum blýöntum. Ný árstíð, nýtt upphaf, fögur fyrirheit; tékklisti yfir skref í átt að hamingju og heilbrigði. En hvar skal byrja? Ekki vandamál. Samtíminn er með hamingjuna á heilanum, velferð sálar og líkama. Svörin láta ekki á sér standa. Lifa og njóta. Maður verður að lifa og njóta. Því ef maður er ekki að njóta er maður ekki að lifa. Og við lifum jú bara einu sinni. Hverjum degi skal lifað eins og hann sé sá síðasti. Þú þarft að gera hluti. Ganga á fjöll, lesa bók, hlaupa maraþon og skrá þig á námskeið. Ferðast. Helst til Balí. Eða Víetnam. Þú þarft að gera þér glaðan dag og gera það gott. Gera, gera, gera. Gera betur í dag en í gær. En okkur þarf líka að leiðast. Það er gott fyrir hugann að gera ekki neitt. Iðjuleysi er uppspretta hugmyndanna. Það er aðeins í tóminu sem eitthvað verður til. Maður verður að vera frjór. Og fyndinn. Segja brandara á Facebook. Hvað gerði Sigmundur Davíð í dag? Upp með símann. Nei, niður með símann. Það er ekki hollt að sitja lengi. Og ekki flott að vera sófakartafla. Gott er að ganga. Ganga rösklega. Ná hjartslættinum upp. Upp, upp, upp. Upp í 150 slög á mínútu. Upp, upp mín sál og allt mitt geð. Upp, upp mitt hjarta og – Nei, stopp, stopp, stopp. Það þarf að staldra við og þefa af rósunum. Fara sér hægt og dvelja í andartakinu. Andartakið er allt. Hitt er aðeins eftirsókn eftir vindi. Anda inn, anda út. Hvað á að hafa í kvöldmatinn? Nei! Ekki klúðra núvitundinni. Verð að fara á námskeið í hugleiðslu. Bæti því á tékklistann á meðan ég lifi í núinu. Því ekki má gleyma framtíðinni. Það þarf að gera plön. Setja sér markmið. Þú nærð ekki til tunglsins nema þú setjir markið á stjörnurnar. Það er uppbókað til Víetnam. Ætli Richard Branson sé farinn að bjóða upp á ferðir út í geim? Úps, andartakið; ekki gleyma að vera, vera hér og nú og að njóta þess smáa. Leika við börnin. Byggja úr Legó. En ég þoli ekki Legó. Það gengur ekki. Þú verður að njóta. Það eru forréttindi að eiga börn. Og Legó. Það er ekki nóg að kubba heldur verður þér að finnast það gaman. Gaman, gaman, njóta, njóta. Og ekki gleyma sjálfri þér. Maður verður að rækta garðinn sinn. Hamingjusöm móðir, hamingjusöm börn. Mikilvægt er að leyfa sér að fara í ræktina, saumaklúbbinn, hugleiðslunámskeiðið, bókaklúbbinn, klippingu og litun, hitta vinkonurnar á „happy hour“, brosa, taka sjálfu, setja hana á Facebook: „Sjáið, ég er að lifa og njóta“. Gera, gera, gera. Því að gera er að vera – vera til. Ég er það sem ég geri. En ég er líka það sem ég borða. Verður að vera heimalagað. Hver vill vera gangandi jurtafita, hert, í bland við E-334. Skræla, saxa, brytja, blanda, baka, borða – en ekki of mikið. En líka leyfa sér – en ekki of mikið. Vera góð við sjálfa sig – en ekki of mikið. Allt er gott í hófi – Er hóf gott í hófi? Lifa og upplifa, gera og leiðast, berast með straumnum, stefna til stjarnanna, lifa í núinu, setja sér markmið, kokteill á hamingjustund, leika með Legó, saxa lauk, hamingjutár, anda, súrefni er frumefni lífsins. Og annað sem þarf að gera: Sofa. Við verðum að sofa. Mikið. Rannsóknir sýna það. Sálin hleðst í svefni. Og þar höfum við lykilinn að hamingjunni: Gera allt, gera ekki neitt. Fara sér hratt, fara sér hægt. Standa kyrr, stefna til tunglsins. Standa í stað, alla leið til stjarnanna. Sinna sér, sinna öðrum. Vera hér og vera þar, alls staðar og hvergi, vakin og sofin, gera og lifa og njóta. Sagt er að lífið sé það sem hendir okkur á meðan við erum upptekin við að gera aðrar áætlanir. Getur verið að hamingjuna sé að finna í glufunum milli þeirra stunda sem við erum upptekin við að leita hennar?
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar