„Algjör upplausn í breskum stjórnmálum“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 28. ágúst 2019 21:30 Elísabet Englandsdrottning hefur fallist á beiðni Boris Johnson, forsætisráðherra, um frestun þingfunda. Prófessor í stjórnmálafræði segir algjöra upplausn ríkja í breskum stjórnmálum. Málið sé fordæmalaust þar sem stjórnmálamenn hafi ekki áður notað úrræðið til þess að koma fram sínum vilja. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, óskaði eftir því við Elísabetu Englandsdrottningu þingi yrði frestað í september, aðeins nokkrum dögum eftir að það kemur saman. Drottningin féllst á beiðnina og verður þingi frestað á milli 9. til 12. september og kemur þá ekki aftur saman fyrr en 14. október. Sagði Johnson þetta gert til að vinna að stefnumálum nýrrar ríkisstjórnar sem þá verði kynnt í ræðu drottningar. „Við þurfum að leggja fram ný og mikilvæg lagafrumvörp. Þess vegna þarf drottningin að halda ræðu þann 14. október,“ segir Johnson. Það þykir hins vegar nokkuð augljóst að þetta sé gert til að koma í veg fyrir að þingið geti stöðvað eða haft áhrif á samningslausa útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. „Forsætisráðherrann ráðskast með lýðræði okkar í þeim tilgangi að þvinga fram útgöngu úr ESB án samnings,“ segir Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins. Boðað var til mótmæla fyrir utan þinghúsið í dag og þegar hafa safnast yfir 600.000 undirskriftir þar sem aðgerðinni er mótmælt. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði segir aðstæðurnar fordæmalausar. „Það er alveg augljóst að forsætisráðherrann beitir þessari aðferð til þess að koma sínum vilja fram og stöðva þá hið lýðræðislega aðhald sem þinginu er ætlað að veita. Það er allavega algjör upplausn í breskum stjórnmálum,“ segir Eiríkur. Líklegt sé að vantrauststillaga verði lögð fram. „Forseti þings, sem ákveður það hvort hægt sé að taka mál strax fyrir og setur það þá inn á dagskrá, hann hefur lýst þessari aðferð í dag sem algjöru hneyksli þannig að ég myndi halda að sú tillaga kæmi strax til afgreiðslu.“ Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Bretadrottning samþykkti beiðni Boris Elísabet Bretlandsdrottning hefur samþykkt beiðni Boris Johnson forsætisráðherra um að fresta þingfundum aðeins nokkrum dögum eftir að það kemur saman og örfáum vikum áður en Bretland gengur úr Evrópusambandinu. 28. ágúst 2019 15:51 Ákvörðun Boris Johnson um að fresta þingfundum líkt við valdarán Sú ákvörðun Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands og formanns Íhaldsflokksins, um fresta þingfundum hefur verið sætt mikilli gagnrýni í dag og er óhætt að segja að stjórnarandstaðan á breska þinginu sé bálreið vegna málsins. 28. ágúst 2019 20:00 Fer fram á að þingfundum verði frestað: „Svartur blettur í sögu bresks lýðræðis“ Nýskipuð ríkisstjórn Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands mun fara fram á að Elísabet II. Englandsdrottning fresti þingfundum einungis örfáum dögum eftir þingið kemur saman að nýju eftir sumarfrí. 28. ágúst 2019 09:40 Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Fleiri fréttir Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sjá meira
Elísabet Englandsdrottning hefur fallist á beiðni Boris Johnson, forsætisráðherra, um frestun þingfunda. Prófessor í stjórnmálafræði segir algjöra upplausn ríkja í breskum stjórnmálum. Málið sé fordæmalaust þar sem stjórnmálamenn hafi ekki áður notað úrræðið til þess að koma fram sínum vilja. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, óskaði eftir því við Elísabetu Englandsdrottningu þingi yrði frestað í september, aðeins nokkrum dögum eftir að það kemur saman. Drottningin féllst á beiðnina og verður þingi frestað á milli 9. til 12. september og kemur þá ekki aftur saman fyrr en 14. október. Sagði Johnson þetta gert til að vinna að stefnumálum nýrrar ríkisstjórnar sem þá verði kynnt í ræðu drottningar. „Við þurfum að leggja fram ný og mikilvæg lagafrumvörp. Þess vegna þarf drottningin að halda ræðu þann 14. október,“ segir Johnson. Það þykir hins vegar nokkuð augljóst að þetta sé gert til að koma í veg fyrir að þingið geti stöðvað eða haft áhrif á samningslausa útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. „Forsætisráðherrann ráðskast með lýðræði okkar í þeim tilgangi að þvinga fram útgöngu úr ESB án samnings,“ segir Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins. Boðað var til mótmæla fyrir utan þinghúsið í dag og þegar hafa safnast yfir 600.000 undirskriftir þar sem aðgerðinni er mótmælt. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði segir aðstæðurnar fordæmalausar. „Það er alveg augljóst að forsætisráðherrann beitir þessari aðferð til þess að koma sínum vilja fram og stöðva þá hið lýðræðislega aðhald sem þinginu er ætlað að veita. Það er allavega algjör upplausn í breskum stjórnmálum,“ segir Eiríkur. Líklegt sé að vantrauststillaga verði lögð fram. „Forseti þings, sem ákveður það hvort hægt sé að taka mál strax fyrir og setur það þá inn á dagskrá, hann hefur lýst þessari aðferð í dag sem algjöru hneyksli þannig að ég myndi halda að sú tillaga kæmi strax til afgreiðslu.“
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Bretadrottning samþykkti beiðni Boris Elísabet Bretlandsdrottning hefur samþykkt beiðni Boris Johnson forsætisráðherra um að fresta þingfundum aðeins nokkrum dögum eftir að það kemur saman og örfáum vikum áður en Bretland gengur úr Evrópusambandinu. 28. ágúst 2019 15:51 Ákvörðun Boris Johnson um að fresta þingfundum líkt við valdarán Sú ákvörðun Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands og formanns Íhaldsflokksins, um fresta þingfundum hefur verið sætt mikilli gagnrýni í dag og er óhætt að segja að stjórnarandstaðan á breska þinginu sé bálreið vegna málsins. 28. ágúst 2019 20:00 Fer fram á að þingfundum verði frestað: „Svartur blettur í sögu bresks lýðræðis“ Nýskipuð ríkisstjórn Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands mun fara fram á að Elísabet II. Englandsdrottning fresti þingfundum einungis örfáum dögum eftir þingið kemur saman að nýju eftir sumarfrí. 28. ágúst 2019 09:40 Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Fleiri fréttir Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sjá meira
Bretadrottning samþykkti beiðni Boris Elísabet Bretlandsdrottning hefur samþykkt beiðni Boris Johnson forsætisráðherra um að fresta þingfundum aðeins nokkrum dögum eftir að það kemur saman og örfáum vikum áður en Bretland gengur úr Evrópusambandinu. 28. ágúst 2019 15:51
Ákvörðun Boris Johnson um að fresta þingfundum líkt við valdarán Sú ákvörðun Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands og formanns Íhaldsflokksins, um fresta þingfundum hefur verið sætt mikilli gagnrýni í dag og er óhætt að segja að stjórnarandstaðan á breska þinginu sé bálreið vegna málsins. 28. ágúst 2019 20:00
Fer fram á að þingfundum verði frestað: „Svartur blettur í sögu bresks lýðræðis“ Nýskipuð ríkisstjórn Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands mun fara fram á að Elísabet II. Englandsdrottning fresti þingfundum einungis örfáum dögum eftir þingið kemur saman að nýju eftir sumarfrí. 28. ágúst 2019 09:40