Sex ráð til unga fólksins sem vill breyta heiminum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. ágúst 2019 14:47 Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir á ábyrgð hvers og eins að gera eitthvað í málunum. Fréttablaðið/Auðunn Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur, sem látið hefur til sín taka í umræðu um loftslagsmál undanfarin misseri, hefur tekið saman ráð til fólks sem vill breyta heiminum til hins betra. Segir hann ráðin ekki síst eiga erindi við ungu kynslóðina sem munu erfa jörðina og láti sig eðlilega loftslagsmálin varða. Ráðleggingar Einars koma ekki úr lausu lofti. Til umræðu hefur verið að minnka neyslu dýraafurða í skólamötuneytum landsins og óhætt að segja að skiptar skoðanir séu á þeim hugmyndum. Unglingar höfðu á orði í kvöldfréttum RÚV í gær að þeir væru alveg tilbúnir að draga úr kjöt- og fiskáti í loftslagsskyni. „Það er allt gott og blessað en hér koma með nokkur ráð til viðbótar sem eru jafnvel enn áhrifaríkari, ekki síst fyrir yngri kynslóðir landsins sem láta loftslagmálin sig eðlilega miklu varða.“ Hann segir margt hægt að gera í daglega lífinu og ekki eftir neinu að bíða. Þar gildi ábyrgð hvers og eins og meðvitund um það sem raunverulega skipti máli í glímunni við loftslagsvandann. Ráð Einars má sjá hér að neðan en þau hafa vakið mikla athygli á Facebook og eru í mikilli dreifingu.Einar hvetur unga fólkið til að ganga, hjóla eða taka strætó í skólann.Vísir/Kolbeinn Tumi1. Sleppa því að láta keyra sig í skólann. Ganga eða hjóla alla 180 daga skólaársins. Einnig í frístundir eða nota strætó eða tómstundabílinn. Með því sparast á að giska 15-25 milljónir ekinna km í Reykjavík árlega.Einar hvetur unga fólkið til að kaupa minna af fötum, skóm og halda lengur í raftæki sín.vísir/ebg2. Kaupa minna af nýjum fötum og skóm. Nýta lengur, skiptast á og kaupa notað. Halda lengur í snjallsímann sinn og önnur persónuleg tæki.Einar hvetur unga fólkið til að hætta að kaupa innflutta drykki á borð við Nocco og gos.Vísir3. Hætta að kaupa drykki sem að stofni til eru innflutt vatn. Það á við um Nocco, erlenda orkudrykki, safa, gosvatn og aðra sem skilja eftir sig stórt kolefnisspor í flutningum.Einar hvetur unga fólkið til að draga úr ferðalögum til útlanda með flugvélum.Vísir/vilhelm4. Neita sér um flugferðir til útlanda. Kannski óþarfa naumhyggja að sleppa alveg að fljúga eins og Greta Thunberg. Fljúga kannski einu sinni á ári og þá frekar styttri ferðir.Klárum af diskunum okkar og verum meðvituð um að kaupa ekki of mikinn mat sem endar svo í ruslinu.Vísir/Getty5. Nýta vel allan mat og venja sig við að klára alltaf af disknum sínum. Vera meðvitaður um matarsóun þegar keyptar eru pizzur, ís, snakk, gos eða annar matur.Tré binda kolefni úr andrúmsloftinu.Vísir/Getty6. Spara fyrir kolefnisbindingu. T.d geta nemendafélög tekið sig saman og plantað trjám með skógræktarfélögum eða annað sem að einnig dregur koltvísýringinn út úr lofthjúpnum. Börn og uppeldi Loftslagsmál Umhverfismál Vegan Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur, sem látið hefur til sín taka í umræðu um loftslagsmál undanfarin misseri, hefur tekið saman ráð til fólks sem vill breyta heiminum til hins betra. Segir hann ráðin ekki síst eiga erindi við ungu kynslóðina sem munu erfa jörðina og láti sig eðlilega loftslagsmálin varða. Ráðleggingar Einars koma ekki úr lausu lofti. Til umræðu hefur verið að minnka neyslu dýraafurða í skólamötuneytum landsins og óhætt að segja að skiptar skoðanir séu á þeim hugmyndum. Unglingar höfðu á orði í kvöldfréttum RÚV í gær að þeir væru alveg tilbúnir að draga úr kjöt- og fiskáti í loftslagsskyni. „Það er allt gott og blessað en hér koma með nokkur ráð til viðbótar sem eru jafnvel enn áhrifaríkari, ekki síst fyrir yngri kynslóðir landsins sem láta loftslagmálin sig eðlilega miklu varða.“ Hann segir margt hægt að gera í daglega lífinu og ekki eftir neinu að bíða. Þar gildi ábyrgð hvers og eins og meðvitund um það sem raunverulega skipti máli í glímunni við loftslagsvandann. Ráð Einars má sjá hér að neðan en þau hafa vakið mikla athygli á Facebook og eru í mikilli dreifingu.Einar hvetur unga fólkið til að ganga, hjóla eða taka strætó í skólann.Vísir/Kolbeinn Tumi1. Sleppa því að láta keyra sig í skólann. Ganga eða hjóla alla 180 daga skólaársins. Einnig í frístundir eða nota strætó eða tómstundabílinn. Með því sparast á að giska 15-25 milljónir ekinna km í Reykjavík árlega.Einar hvetur unga fólkið til að kaupa minna af fötum, skóm og halda lengur í raftæki sín.vísir/ebg2. Kaupa minna af nýjum fötum og skóm. Nýta lengur, skiptast á og kaupa notað. Halda lengur í snjallsímann sinn og önnur persónuleg tæki.Einar hvetur unga fólkið til að hætta að kaupa innflutta drykki á borð við Nocco og gos.Vísir3. Hætta að kaupa drykki sem að stofni til eru innflutt vatn. Það á við um Nocco, erlenda orkudrykki, safa, gosvatn og aðra sem skilja eftir sig stórt kolefnisspor í flutningum.Einar hvetur unga fólkið til að draga úr ferðalögum til útlanda með flugvélum.Vísir/vilhelm4. Neita sér um flugferðir til útlanda. Kannski óþarfa naumhyggja að sleppa alveg að fljúga eins og Greta Thunberg. Fljúga kannski einu sinni á ári og þá frekar styttri ferðir.Klárum af diskunum okkar og verum meðvituð um að kaupa ekki of mikinn mat sem endar svo í ruslinu.Vísir/Getty5. Nýta vel allan mat og venja sig við að klára alltaf af disknum sínum. Vera meðvitaður um matarsóun þegar keyptar eru pizzur, ís, snakk, gos eða annar matur.Tré binda kolefni úr andrúmsloftinu.Vísir/Getty6. Spara fyrir kolefnisbindingu. T.d geta nemendafélög tekið sig saman og plantað trjám með skógræktarfélögum eða annað sem að einnig dregur koltvísýringinn út úr lofthjúpnum.
Börn og uppeldi Loftslagsmál Umhverfismál Vegan Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira