Móðir tilkynnti sig til barnaverndar Kristinn Haukur Guðnason skrifar 28. ágúst 2019 06:00 Barnaverndarstofa Fréttablaðið/Pjetur Frá því að ellefu ára dóttir Birnu Markúsdóttur greindist með ADHD fyrir fimm árum hefur hún beðið eftir að kerfið veiti stúlkunni þá þjónustu sem hún þarfnast nauðsynlega. „Hún þarf mikla þjónustu og sum hegðunin kemur ekki fram í skólanum. Við upplifðum og upplifum það sterklega að ekki hafi verið hlustað á okkur fyrr en við hittum sérfræðing í tengslameðferð á BUGL,“ segir Birna sem fann strax að greiningin væri ekki tekin nógu alvarlega til að dóttir hennar fengi viðeigandi aðstoð innan skólans og félagsmálakerfisins. Mál stúlkunnar hefur verið inni á borði hjá Reykjavíkurborg þegar fjölskyldan bjó þar, síðar hjá Hafnarfjarðarbæ, Þroska- og hegðunarstöð og nú hjá BUGL. „Kerfið er bæði tyrfið og hægfara. Við erum sífellt send á milli staða, förum á marga fundi og látin bíða þótt við séum algjörlega komin í þrot,“ segir Birna sem að lokum greip til þess örþrifaráðs að tilkynna fjölskylduna sjálf til barnaverndar.Birna Markúsdóttir„Til að fá aðstoð fyrir dóttur okkar og taka okkur fjölskylduna til meðferðar áður en allt myndi springa.“ Hún bætir við að sex mánuðum eftir að málið barst fjölskyldu- og skólaþjónustu Hafnarfjarðar hafi starfsmaður þar sent skriflega tilkynningu til barnaverndar. Birna segir þetta hafa verið gert með samþykki og vilja hennar og fjölskyldunnar. „Ef ég hefði vitað að ég gæti sjálf tilkynnt mig til barnaverndar þá hefði ég gert það miklu fyrr, mér var ekki kunnugt um að það væri mögulegt. Það er ekki beint það fyrsta sem maður hugsar um sem foreldri. Að tilkynna sig.“ Ástæðurnar sem gefnar eru upp fyrir töfunum eru mannekla, sumarfrí, biðlistar og fleira. Birna er þroskaþjálfi og hefur unnið að réttindamálum fullorðins fólk með fötlun og undrast hve erfitt er að fá hjálp fyrir börn í mikilli vanlíðan. „Ég finn fyrir því að fólk er viljugt til að hjálpa en kerfið sjálft er vandamálið,“ segir Birna en hún og framkvæmdastjóri Sjónarhóls ræða einnig baráttu foreldra barna með vanda við Fréttablaðið.is í dag. Barnavernd Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Hafnarfjörður Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Fleiri fréttir Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Sjá meira
Frá því að ellefu ára dóttir Birnu Markúsdóttur greindist með ADHD fyrir fimm árum hefur hún beðið eftir að kerfið veiti stúlkunni þá þjónustu sem hún þarfnast nauðsynlega. „Hún þarf mikla þjónustu og sum hegðunin kemur ekki fram í skólanum. Við upplifðum og upplifum það sterklega að ekki hafi verið hlustað á okkur fyrr en við hittum sérfræðing í tengslameðferð á BUGL,“ segir Birna sem fann strax að greiningin væri ekki tekin nógu alvarlega til að dóttir hennar fengi viðeigandi aðstoð innan skólans og félagsmálakerfisins. Mál stúlkunnar hefur verið inni á borði hjá Reykjavíkurborg þegar fjölskyldan bjó þar, síðar hjá Hafnarfjarðarbæ, Þroska- og hegðunarstöð og nú hjá BUGL. „Kerfið er bæði tyrfið og hægfara. Við erum sífellt send á milli staða, förum á marga fundi og látin bíða þótt við séum algjörlega komin í þrot,“ segir Birna sem að lokum greip til þess örþrifaráðs að tilkynna fjölskylduna sjálf til barnaverndar.Birna Markúsdóttir„Til að fá aðstoð fyrir dóttur okkar og taka okkur fjölskylduna til meðferðar áður en allt myndi springa.“ Hún bætir við að sex mánuðum eftir að málið barst fjölskyldu- og skólaþjónustu Hafnarfjarðar hafi starfsmaður þar sent skriflega tilkynningu til barnaverndar. Birna segir þetta hafa verið gert með samþykki og vilja hennar og fjölskyldunnar. „Ef ég hefði vitað að ég gæti sjálf tilkynnt mig til barnaverndar þá hefði ég gert það miklu fyrr, mér var ekki kunnugt um að það væri mögulegt. Það er ekki beint það fyrsta sem maður hugsar um sem foreldri. Að tilkynna sig.“ Ástæðurnar sem gefnar eru upp fyrir töfunum eru mannekla, sumarfrí, biðlistar og fleira. Birna er þroskaþjálfi og hefur unnið að réttindamálum fullorðins fólk með fötlun og undrast hve erfitt er að fá hjálp fyrir börn í mikilli vanlíðan. „Ég finn fyrir því að fólk er viljugt til að hjálpa en kerfið sjálft er vandamálið,“ segir Birna en hún og framkvæmdastjóri Sjónarhóls ræða einnig baráttu foreldra barna með vanda við Fréttablaðið.is í dag.
Barnavernd Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Hafnarfjörður Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Fleiri fréttir Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?