KSÍ kannar stöðuna með VAR Hjörvar Ólafsson skrifar 28. ágúst 2019 07:30 VAR var tekið upp á Englandi fyrir þetta tímabil. Það hefur hlotið nokkra gagnrýni og við nokkra byrjunarörðugleika hefur verið að etja. NordicPhotos/Getty Það var líf og fjör í 18. umferð Pepsi Max deildar karla í knattspyrnu sem lauk á mánudagskvöldið síðastliðið. Eins og gengur og gerist settust menn á rökstóla á kaffistofum og ræddu ákvarðanir dómara leikjanna eftir að umferðinni lauk. Mest var rætt um þá ákvörðun Helga Mikaels Jónssonar og dómarateymis hans að dæma mark Stjörnumannsins Þorsteins Más Ragnarssonar af í leik liðsins gegn Val, leik sem ræður miklu um baráttu liðanna um að komast í Evrópudeildina á næstu leiktíð. Einn angi umræðunnar er sá hvort ekki sé nauðsynlegt að dómarar sem dæmi leiki í efstu deildum karla og kvenna í knattspyrnu hafi möguleika á að notast við myndbandsdómgæslu (VAR) við störf sín. Guðni Bergsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, KSÍ, segir vilja innan sambandsins til að innleiða kerfið hér á landi. Hins vegar verði að líta til þess að það sé kostnaðarsamt og aðkomu evrópska knattspyrnusambandsins, UEFA, þurfi til þess að slíkt verði mögulegt.VAR er möguleiki á Íslandi „Við erum að kanna það hjá KSÍ hvort einhver flötur sé á því að notast við VAR í deildarkeppninni hér heima. Málið er á frumstigi og við erum þessa stundina að meta hvað það myndi kosta að innleiða VAR. Þegar kostnaðurinn liggur fyrir verður farið í það að meta hvort það sé raunhæft fyrir deildarkeppni af stærðargráðu íslensku deildanna að notast við slíka tækni. Það er ekki mögulegt að setja neinn tímaramma um það hvenær hægt sé að búast við VAR hérlendis en málið verður skoðað í vetur með það í huga að taka kerfið upp næsta sumar,“ segir Guðni í samtali við Fréttablaðið. „Það er alveg ljóst að við þurfum fjárhagslegan stuðning frá UEFA til þess að þetta geti orðið að veruleika. Hvað þetta verkefni varðar eru lítil sem engin samlegðaráhrif af því að fara í samstarf við Norðurlöndin eða aðrar þjóðir. Þetta er enn nýtt af nálinni í heimsfótboltanum og skiptar skoðanir um hvernig til hefur tekist með framkvæmdina. Það hefur verið mismunandi eftir mótum og deildarkeppnum hvernig til hefur tekist. Til að mynda var ekki ánægja að öllu leyti með hvernig til tókst á HM kvenna í sumar og í Suður-Ameríkubikarnum. Þá hafa komið upp kvartanir um það hversu langan tíma taki að komast að niðurstöðu og hversu illa upplýstir áhorfendur séu um framvindu mála. Enska úrvalsdeildin er til að mynda bara nýfarin að notast við þessa tækni og við verðum að átta okkur á þeim mun sem er á fjárhagslegu bolmagni þeirrar deildar og deildanna hér heima til þess að bæta umgjörð leikjanna. Flestir eru hins vegar á því að VAR verði til þess að fækka röngum ákvörðunum og bæta fótboltann þannig að við verðum að fylgja þeirri þróun og af þeim sökum erum við að kanna málið,“ segir hann enn fremur um framtíðarhorfur hvað innleiðingu VAR snertir. Hefur ekki áhyggjur Þóroddur Hjaltalín, formaður dómaranefndar KSÍ, sagði í samtali við útvarpsþáttinn fótbolta.net á X-inu í lok júní fyrr í sumar að VAR væri möguleiki fyrir Pepsi Max deildina á næstu misserum. Þar kom fram í máli Þórodds að UEFA hefði þróað VAR-tækni þar sem þarf aðeins að lágmarki fjórar myndavélar en stórar útsendingar á Stöð 2 Sport eru vanalega með fimm myndavélar. Þóroddur segir aukinheldur í viðtalinu að hans skoðun sé sú að ekki sé heillavænlegt að taka upp séríslenskt VAR líkt og þekkist í handbolta og körfubolta hér á landi. Hann fór fyrr á þessu ári að ræða við UEFA því ferlið er langt og strangt. Það tekur marga mánuði að þjálfa upp VAR-dómara að sögn Þórodds en að hans mati verður VAR ekki tekið upp á Íslandi nema í samstarfi við rétthafa því það þarf að þjálfa upp tæknimenn, eins og dómara. Þá hafði Þóroddur einnig áhyggjur af því að íslenskir alþjóðlegir dómarar fái ekki verkefni þar sem VAR er í notkun sem útilokar þá frá stærri leikjum á alþjóðlegum vettvangi. Það þurfi reynslu og þekkingu til þess að geta dæmt leiki á hæsta gæðastigi þar sem VAR er notað. Guðni segir aftur á móti að hann hafi hvorki orðið þess var hjá UEFA að þeir þrýsti á að Ísland innleiði VAR í íslensku deildarkeppnina né að íslenskir dómarar fái ekki verkefni á vegum sambandsins vegna þess að ekki sé notast við VAR hér heima. Birtist í Fréttablaðinu KSÍ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Fótbolti Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen Fótbolti Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Fótbolti Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Sjá meira
Það var líf og fjör í 18. umferð Pepsi Max deildar karla í knattspyrnu sem lauk á mánudagskvöldið síðastliðið. Eins og gengur og gerist settust menn á rökstóla á kaffistofum og ræddu ákvarðanir dómara leikjanna eftir að umferðinni lauk. Mest var rætt um þá ákvörðun Helga Mikaels Jónssonar og dómarateymis hans að dæma mark Stjörnumannsins Þorsteins Más Ragnarssonar af í leik liðsins gegn Val, leik sem ræður miklu um baráttu liðanna um að komast í Evrópudeildina á næstu leiktíð. Einn angi umræðunnar er sá hvort ekki sé nauðsynlegt að dómarar sem dæmi leiki í efstu deildum karla og kvenna í knattspyrnu hafi möguleika á að notast við myndbandsdómgæslu (VAR) við störf sín. Guðni Bergsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, KSÍ, segir vilja innan sambandsins til að innleiða kerfið hér á landi. Hins vegar verði að líta til þess að það sé kostnaðarsamt og aðkomu evrópska knattspyrnusambandsins, UEFA, þurfi til þess að slíkt verði mögulegt.VAR er möguleiki á Íslandi „Við erum að kanna það hjá KSÍ hvort einhver flötur sé á því að notast við VAR í deildarkeppninni hér heima. Málið er á frumstigi og við erum þessa stundina að meta hvað það myndi kosta að innleiða VAR. Þegar kostnaðurinn liggur fyrir verður farið í það að meta hvort það sé raunhæft fyrir deildarkeppni af stærðargráðu íslensku deildanna að notast við slíka tækni. Það er ekki mögulegt að setja neinn tímaramma um það hvenær hægt sé að búast við VAR hérlendis en málið verður skoðað í vetur með það í huga að taka kerfið upp næsta sumar,“ segir Guðni í samtali við Fréttablaðið. „Það er alveg ljóst að við þurfum fjárhagslegan stuðning frá UEFA til þess að þetta geti orðið að veruleika. Hvað þetta verkefni varðar eru lítil sem engin samlegðaráhrif af því að fara í samstarf við Norðurlöndin eða aðrar þjóðir. Þetta er enn nýtt af nálinni í heimsfótboltanum og skiptar skoðanir um hvernig til hefur tekist með framkvæmdina. Það hefur verið mismunandi eftir mótum og deildarkeppnum hvernig til hefur tekist. Til að mynda var ekki ánægja að öllu leyti með hvernig til tókst á HM kvenna í sumar og í Suður-Ameríkubikarnum. Þá hafa komið upp kvartanir um það hversu langan tíma taki að komast að niðurstöðu og hversu illa upplýstir áhorfendur séu um framvindu mála. Enska úrvalsdeildin er til að mynda bara nýfarin að notast við þessa tækni og við verðum að átta okkur á þeim mun sem er á fjárhagslegu bolmagni þeirrar deildar og deildanna hér heima til þess að bæta umgjörð leikjanna. Flestir eru hins vegar á því að VAR verði til þess að fækka röngum ákvörðunum og bæta fótboltann þannig að við verðum að fylgja þeirri þróun og af þeim sökum erum við að kanna málið,“ segir hann enn fremur um framtíðarhorfur hvað innleiðingu VAR snertir. Hefur ekki áhyggjur Þóroddur Hjaltalín, formaður dómaranefndar KSÍ, sagði í samtali við útvarpsþáttinn fótbolta.net á X-inu í lok júní fyrr í sumar að VAR væri möguleiki fyrir Pepsi Max deildina á næstu misserum. Þar kom fram í máli Þórodds að UEFA hefði þróað VAR-tækni þar sem þarf aðeins að lágmarki fjórar myndavélar en stórar útsendingar á Stöð 2 Sport eru vanalega með fimm myndavélar. Þóroddur segir aukinheldur í viðtalinu að hans skoðun sé sú að ekki sé heillavænlegt að taka upp séríslenskt VAR líkt og þekkist í handbolta og körfubolta hér á landi. Hann fór fyrr á þessu ári að ræða við UEFA því ferlið er langt og strangt. Það tekur marga mánuði að þjálfa upp VAR-dómara að sögn Þórodds en að hans mati verður VAR ekki tekið upp á Íslandi nema í samstarfi við rétthafa því það þarf að þjálfa upp tæknimenn, eins og dómara. Þá hafði Þóroddur einnig áhyggjur af því að íslenskir alþjóðlegir dómarar fái ekki verkefni þar sem VAR er í notkun sem útilokar þá frá stærri leikjum á alþjóðlegum vettvangi. Það þurfi reynslu og þekkingu til þess að geta dæmt leiki á hæsta gæðastigi þar sem VAR er notað. Guðni segir aftur á móti að hann hafi hvorki orðið þess var hjá UEFA að þeir þrýsti á að Ísland innleiði VAR í íslensku deildarkeppnina né að íslenskir dómarar fái ekki verkefni á vegum sambandsins vegna þess að ekki sé notast við VAR hér heima.
Birtist í Fréttablaðinu KSÍ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Fótbolti Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen Fótbolti Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Fótbolti Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti