Gary Martin: „Ein auðveldasta ákvörðun sem ég hef tekið“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. ágúst 2019 15:38 Gary hefur skorað fjögur mörk í átta leikjum fyrir ÍBV. vísir/daníel Gary Martin segir að það ekki verið erfið ákvörðun að halda kyrru fyrir hjá ÍBV og leika með liðinu í Inkasso-deildinni á næsta tímabili. „Nei, þetta er sennilega ein auðveldasta ákvörðun sem ég hef þurft að taka í fótboltanum. Þetta er það sem ég þarf núna. Það hefði verið auðveldast að fara í lið í Pepsi Max-deildinni en ég vil ekki spila þar á næsta ári eftir þetta tímabil. Það hefur verið nokkuð erfitt fyrir mig andlega,“ sagði Gary í samtali við Vísi í dag.Í gær boðaði ÍBV til blaðamannafundar þar sem tilkynnt var að Gary og markvörðurinn Halldór Páll Geirsson myndu spila með liðinu á næsta tímabili. ÍBV féll formlega úr Pepsi Max-deildinni eftir 2-1 tap fyrir ÍA á laugardaginn. „Ég held að það sé best að ég verði hérna á næsta ári og einbeiti mér að fótbolta og að koma ÍBV upp um deild. Þannig horfi ég á þetta. Þeir eru mjög ánægðir með að hafa mig áfram og ég er mjög ánægður að vera hérna. Þetta er gott fyrir báða aðila,“ sagði Gary sem kom til ÍBV í júlí eftir stutta en stormasama dvöl hjá Val. Enski framherjinn hefur leikið átta leiki með ÍBV og skorað fjögur mörk. Þurfti að komast í burtuHvorki hefur gengið né rekið hjá ÍBV í sumar en þrátt fyrir það er Gary ánægður hjá félaginu og með lífið í Eyjum. „Þetta hefur verið mjög gott og nauðsynlegt eftir það sem gerðist hjá Val. Ég þurfti að komast í burtu og vera látinn í friði. Það er mjög gott að búa hérna. Ég er eldri og þroskaðri og vil stundum vera út af fyrir mig. Ég nýt þess að vera hérna. Fólkið er frábært og allir í kringum félagið mjög góðir síðan ég kom,“ sagði Gary. Þrátt fyrir að ÍBV sé bara með sex stig eftir 18 umferðir segir Gary að munurinn á milli ÍBV og sumra liða í Pepsi Max-deildinni sé ekki svo mikill. „Úrslitin hafa verið pirrandi. Í sumum leikjanna hafa liðin ekki verið betri en við en þetta snýst bara um hugarfar og liðið er andlega þreytt. Það er erfitt að vera á botninum. Það fær á þig að tapa alltaf og efinn étur þig. Ef við höldum sama liði held ég að við förum beint aftur upp út af andlega þættinum. Við verðum ferskir,“ sagði Gary. Hann segir að mótlætið í sumar hafi kennt sér ýmislegt. Hef notið þess að vera í erfiðri stöðu„Ég er ánægður með dvölina hérna þótt úrslitin hafi ekki verið góð. Ég hef notið þess að vera í erfiðri stöðu því ég hef áttað mig á því að ég nýt þess enn að spila fótbolta. Það var gott að finna það eftir það sem gerðist hjá Val.“ Eftir að Pedro Hipolito var látinn fara í lok júní hafa Ian Jeffs og Andri Ólafsson stýrt ÍBV. Ekki liggur enn fyrir hver verður þjálfari liðsins á næsta ári en Gary segir að það skipti ekki máli hvað hann sjálfan varðar. „Nei, ef þú ert með réttu leikmennina kemur rétti þjálfarinn. Jeffsy og Andri eru frábærir. Sá þjálfari sem kemur fær góðan leikmannahóp til að vinna með. Þetta er ekki vandamál fyrir mig.“ Voru hissa að ég vildi vera áframGary átti sjálfur frumkvæðið að því að vera áfram hjá ÍBV og ræddi ekki við önnur félög. „Ég talaði ekki við neinn því ég ætlaði að spila með ÍBV. Ég talaði við forráðamenn félagsins fyrir leikinn gegn Grindavík. Þeir voru nokkuð hissa á því að ég vildi vera áfram. Síðan fóru hjólin að snúast. Ég vildi og þurfti ekki að ræða við önnur lið því ég vildi ekki spila fyrir neitt annað lið en ÍBV. Ég sagði við þá að ÍBV væri minn fyrsti kostur og við gengum frá þessu,“ sagði Gary. Englendingurinn er sannfærður um að ÍBV stoppi stutt við í Inkasso-deildinni. Markmiðið er allavega ljóst. „Ef markmiðið hefði ekki verið að fara beint aftur upp hefði ég ekki framlengt samninginn. Mér finnst Inkasso-deildin ekkert sérstaklega sterk. ÍBV vann Fjölni í Mjólkurbikarnum og þeir vinna væntanlega deildina. En fótboltinn er stundum skrítinn. Aðalmarkmiðið og eina markmiðið er að fara aftur upp. Það yrði klúður að gera það ekki,“ sagði Gary að lokum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Sjáðu mörkin sem felldu Eyjamenn ÍA sendi ÍBV niður í Inkasso-deild karla með sigri í leik liðanna á Akranesi. 24. ágúst 2019 21:12 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - ÍBV 2-1 | Skagamenn negldu síðasta naglann í kistu Eyjamanna ÍBV er fallið úr Pepsi Max-deild karla eftir 2-1 tap fyrir ÍA á Akranesi. 24. ágúst 2019 18:15 Jeffs: Ef þú gefur mörk og skorar ekki nægilega mörg taparðu leikjum Þjálfari ÍBV var nokkuð sáttur með frammistöðu sinna manna gegn ÍA. 24. ágúst 2019 18:49 Gary framlengir við ÍBV og leikur með liðinu í Inkasso-deildinni Gary Martin verður áfram í Vestmannaeyjum og spilar með ÍBV í Inkasso-deildinni á næstu leiktíð. 26. ágúst 2019 18:17 Eyjamenn fljótastir að falla í 28 ár Frá því þriggja stiga reglan var tekin upp hafa aðeins tvo lið fallið fyrr en ÍBV í ár. 24. ágúst 2019 22:31 Mest lesið Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Víkingur - FH | Tryggja Víkingar titilinn? Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Enski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir Víkingur - FH | Tryggja Víkingar titilinn? Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Sjá meira
Gary Martin segir að það ekki verið erfið ákvörðun að halda kyrru fyrir hjá ÍBV og leika með liðinu í Inkasso-deildinni á næsta tímabili. „Nei, þetta er sennilega ein auðveldasta ákvörðun sem ég hef þurft að taka í fótboltanum. Þetta er það sem ég þarf núna. Það hefði verið auðveldast að fara í lið í Pepsi Max-deildinni en ég vil ekki spila þar á næsta ári eftir þetta tímabil. Það hefur verið nokkuð erfitt fyrir mig andlega,“ sagði Gary í samtali við Vísi í dag.Í gær boðaði ÍBV til blaðamannafundar þar sem tilkynnt var að Gary og markvörðurinn Halldór Páll Geirsson myndu spila með liðinu á næsta tímabili. ÍBV féll formlega úr Pepsi Max-deildinni eftir 2-1 tap fyrir ÍA á laugardaginn. „Ég held að það sé best að ég verði hérna á næsta ári og einbeiti mér að fótbolta og að koma ÍBV upp um deild. Þannig horfi ég á þetta. Þeir eru mjög ánægðir með að hafa mig áfram og ég er mjög ánægður að vera hérna. Þetta er gott fyrir báða aðila,“ sagði Gary sem kom til ÍBV í júlí eftir stutta en stormasama dvöl hjá Val. Enski framherjinn hefur leikið átta leiki með ÍBV og skorað fjögur mörk. Þurfti að komast í burtuHvorki hefur gengið né rekið hjá ÍBV í sumar en þrátt fyrir það er Gary ánægður hjá félaginu og með lífið í Eyjum. „Þetta hefur verið mjög gott og nauðsynlegt eftir það sem gerðist hjá Val. Ég þurfti að komast í burtu og vera látinn í friði. Það er mjög gott að búa hérna. Ég er eldri og þroskaðri og vil stundum vera út af fyrir mig. Ég nýt þess að vera hérna. Fólkið er frábært og allir í kringum félagið mjög góðir síðan ég kom,“ sagði Gary. Þrátt fyrir að ÍBV sé bara með sex stig eftir 18 umferðir segir Gary að munurinn á milli ÍBV og sumra liða í Pepsi Max-deildinni sé ekki svo mikill. „Úrslitin hafa verið pirrandi. Í sumum leikjanna hafa liðin ekki verið betri en við en þetta snýst bara um hugarfar og liðið er andlega þreytt. Það er erfitt að vera á botninum. Það fær á þig að tapa alltaf og efinn étur þig. Ef við höldum sama liði held ég að við förum beint aftur upp út af andlega þættinum. Við verðum ferskir,“ sagði Gary. Hann segir að mótlætið í sumar hafi kennt sér ýmislegt. Hef notið þess að vera í erfiðri stöðu„Ég er ánægður með dvölina hérna þótt úrslitin hafi ekki verið góð. Ég hef notið þess að vera í erfiðri stöðu því ég hef áttað mig á því að ég nýt þess enn að spila fótbolta. Það var gott að finna það eftir það sem gerðist hjá Val.“ Eftir að Pedro Hipolito var látinn fara í lok júní hafa Ian Jeffs og Andri Ólafsson stýrt ÍBV. Ekki liggur enn fyrir hver verður þjálfari liðsins á næsta ári en Gary segir að það skipti ekki máli hvað hann sjálfan varðar. „Nei, ef þú ert með réttu leikmennina kemur rétti þjálfarinn. Jeffsy og Andri eru frábærir. Sá þjálfari sem kemur fær góðan leikmannahóp til að vinna með. Þetta er ekki vandamál fyrir mig.“ Voru hissa að ég vildi vera áframGary átti sjálfur frumkvæðið að því að vera áfram hjá ÍBV og ræddi ekki við önnur félög. „Ég talaði ekki við neinn því ég ætlaði að spila með ÍBV. Ég talaði við forráðamenn félagsins fyrir leikinn gegn Grindavík. Þeir voru nokkuð hissa á því að ég vildi vera áfram. Síðan fóru hjólin að snúast. Ég vildi og þurfti ekki að ræða við önnur lið því ég vildi ekki spila fyrir neitt annað lið en ÍBV. Ég sagði við þá að ÍBV væri minn fyrsti kostur og við gengum frá þessu,“ sagði Gary. Englendingurinn er sannfærður um að ÍBV stoppi stutt við í Inkasso-deildinni. Markmiðið er allavega ljóst. „Ef markmiðið hefði ekki verið að fara beint aftur upp hefði ég ekki framlengt samninginn. Mér finnst Inkasso-deildin ekkert sérstaklega sterk. ÍBV vann Fjölni í Mjólkurbikarnum og þeir vinna væntanlega deildina. En fótboltinn er stundum skrítinn. Aðalmarkmiðið og eina markmiðið er að fara aftur upp. Það yrði klúður að gera það ekki,“ sagði Gary að lokum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Sjáðu mörkin sem felldu Eyjamenn ÍA sendi ÍBV niður í Inkasso-deild karla með sigri í leik liðanna á Akranesi. 24. ágúst 2019 21:12 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - ÍBV 2-1 | Skagamenn negldu síðasta naglann í kistu Eyjamanna ÍBV er fallið úr Pepsi Max-deild karla eftir 2-1 tap fyrir ÍA á Akranesi. 24. ágúst 2019 18:15 Jeffs: Ef þú gefur mörk og skorar ekki nægilega mörg taparðu leikjum Þjálfari ÍBV var nokkuð sáttur með frammistöðu sinna manna gegn ÍA. 24. ágúst 2019 18:49 Gary framlengir við ÍBV og leikur með liðinu í Inkasso-deildinni Gary Martin verður áfram í Vestmannaeyjum og spilar með ÍBV í Inkasso-deildinni á næstu leiktíð. 26. ágúst 2019 18:17 Eyjamenn fljótastir að falla í 28 ár Frá því þriggja stiga reglan var tekin upp hafa aðeins tvo lið fallið fyrr en ÍBV í ár. 24. ágúst 2019 22:31 Mest lesið Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Víkingur - FH | Tryggja Víkingar titilinn? Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Enski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir Víkingur - FH | Tryggja Víkingar titilinn? Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Sjá meira
Sjáðu mörkin sem felldu Eyjamenn ÍA sendi ÍBV niður í Inkasso-deild karla með sigri í leik liðanna á Akranesi. 24. ágúst 2019 21:12
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - ÍBV 2-1 | Skagamenn negldu síðasta naglann í kistu Eyjamanna ÍBV er fallið úr Pepsi Max-deild karla eftir 2-1 tap fyrir ÍA á Akranesi. 24. ágúst 2019 18:15
Jeffs: Ef þú gefur mörk og skorar ekki nægilega mörg taparðu leikjum Þjálfari ÍBV var nokkuð sáttur með frammistöðu sinna manna gegn ÍA. 24. ágúst 2019 18:49
Gary framlengir við ÍBV og leikur með liðinu í Inkasso-deildinni Gary Martin verður áfram í Vestmannaeyjum og spilar með ÍBV í Inkasso-deildinni á næstu leiktíð. 26. ágúst 2019 18:17
Eyjamenn fljótastir að falla í 28 ár Frá því þriggja stiga reglan var tekin upp hafa aðeins tvo lið fallið fyrr en ÍBV í ár. 24. ágúst 2019 22:31