Mjög óþægileg upplifun en hrósar flugmönnunum fyrir fumlaus viðbrögð Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. ágúst 2019 14:30 Sigrún Ósk Kristjánsdóttir var um borð í vélinni sem snúa þurfti við. Vísir/Egill Sigrún Ósk Kristjánsdóttir, dagskrárgerðarkona á Stöð 2, var um borð í flugvél United Airlines sem snúið var við vegna bilunar í hreyfli skömmu eftir hádegi í dag. Hún segir tilfinninguna hafa verið óþægilega en að flugmennirnir hafi leyst vel úr stöðunni sem kom upp.Mikill viðbúnaður var á Keflavíkurflugvelli klukkan eitt í dag eftir að flugmenn Boeing 757 flugvélar United Airlines sem lagði af stað frá Keflavík til New York skömmu eftir hádegi óskuðu eftir því að fá að koma inn til lendingar. Lendingin gekk án vandkvæða en flugmenn tilkynntu farþegum um bilunina um 30-40 mínútum eftir brottför. Sigrún Ósk segir í samtali við Vísi að farþegar hafi ekki orðið varir við bilunina. „Nei, ekki neitt. Það kemur bara upp úr þurru þessi tilkynning að hreyfillinn sé að ofhitna og að þeir þurfi að snúa við til Keflavíkur og að það muni taka svona tuttugu mínútur,“ segir Sigrún Ósk.Eins og sjá má hafði vélin ekki verið lengi í loftinu þegar henni var snúið við.Mynd/Flightradar 24Farþegar héldu ró sinni Flugmennirnir gáfu þá skýringu að engar sjáanlegar orsakir væru fyrir því að hreyfillinn væri að ofhitna. Því hafi verið ákveðið að snúa vélinni við svo kanna mætti málið betur. Farþegar héldu ró sinni þökk sé greinargóðum upplýsingum frá flugmönnunum „Þetta var í öllu falli mjög óþægilegt en það var ekkert „panik“ um borð. Þeir gerðu það sem þeir gátu til að fullvissa okkur um að þetta yrði í lagi,“ segir Sigrún Ósk. Lendingin gekk sem fyrr segir greiðlega fyrir sig en flugmennirnir vöruðu farþega við að láta hinn mikla viðbúnað ekki bregða sér. Mikill viðbúnaður var á Keflavíkurflugvelli vegna bilunarinnar, allir viðbragðsaðilar á suðvesturhorninu virkjaðir. Búið er að afturkalla hættustig og mun vélin fara í skoðun.Fulltrúar Rauða Krossins bjóða farþegum upp á áfallahjálp.Vísir/EgillÞegar Vísir náði tali af Sigrúnu var hún um borð í rútu ásamt öðrum farþegum á leið aftur upp á Keflavíkurflugvöll. Þar mun fulltrúi United Airlines taka á móti farþegunum og fara yfir næstu skref. Sjálf er Sigrún á leið til Kólumbíu og segist hún mestar áhyggjur hafa af því að missa af tengifluginu þangað. Í það minnsta hefur hún ekki áhyggjur af því að stíga aftur upp í flugvél eftir þessa lífsreynslu. „Ef að einhver býður upp á þann möguleika þá geri ég það.“ Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Tókst að lenda flugvélinni án vandkvæða Búið er að virkja viðbúnaðarstig á Keflavíkurflugvelli eftir að flugmenn vélar Delta Airlines á leið frá Keflavík til New York óskuðu eftir því að koma inn til lendingar skömmu eftir flugtak. 26. ágúst 2019 13:30 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Sjá meira
Sigrún Ósk Kristjánsdóttir, dagskrárgerðarkona á Stöð 2, var um borð í flugvél United Airlines sem snúið var við vegna bilunar í hreyfli skömmu eftir hádegi í dag. Hún segir tilfinninguna hafa verið óþægilega en að flugmennirnir hafi leyst vel úr stöðunni sem kom upp.Mikill viðbúnaður var á Keflavíkurflugvelli klukkan eitt í dag eftir að flugmenn Boeing 757 flugvélar United Airlines sem lagði af stað frá Keflavík til New York skömmu eftir hádegi óskuðu eftir því að fá að koma inn til lendingar. Lendingin gekk án vandkvæða en flugmenn tilkynntu farþegum um bilunina um 30-40 mínútum eftir brottför. Sigrún Ósk segir í samtali við Vísi að farþegar hafi ekki orðið varir við bilunina. „Nei, ekki neitt. Það kemur bara upp úr þurru þessi tilkynning að hreyfillinn sé að ofhitna og að þeir þurfi að snúa við til Keflavíkur og að það muni taka svona tuttugu mínútur,“ segir Sigrún Ósk.Eins og sjá má hafði vélin ekki verið lengi í loftinu þegar henni var snúið við.Mynd/Flightradar 24Farþegar héldu ró sinni Flugmennirnir gáfu þá skýringu að engar sjáanlegar orsakir væru fyrir því að hreyfillinn væri að ofhitna. Því hafi verið ákveðið að snúa vélinni við svo kanna mætti málið betur. Farþegar héldu ró sinni þökk sé greinargóðum upplýsingum frá flugmönnunum „Þetta var í öllu falli mjög óþægilegt en það var ekkert „panik“ um borð. Þeir gerðu það sem þeir gátu til að fullvissa okkur um að þetta yrði í lagi,“ segir Sigrún Ósk. Lendingin gekk sem fyrr segir greiðlega fyrir sig en flugmennirnir vöruðu farþega við að láta hinn mikla viðbúnað ekki bregða sér. Mikill viðbúnaður var á Keflavíkurflugvelli vegna bilunarinnar, allir viðbragðsaðilar á suðvesturhorninu virkjaðir. Búið er að afturkalla hættustig og mun vélin fara í skoðun.Fulltrúar Rauða Krossins bjóða farþegum upp á áfallahjálp.Vísir/EgillÞegar Vísir náði tali af Sigrúnu var hún um borð í rútu ásamt öðrum farþegum á leið aftur upp á Keflavíkurflugvöll. Þar mun fulltrúi United Airlines taka á móti farþegunum og fara yfir næstu skref. Sjálf er Sigrún á leið til Kólumbíu og segist hún mestar áhyggjur hafa af því að missa af tengifluginu þangað. Í það minnsta hefur hún ekki áhyggjur af því að stíga aftur upp í flugvél eftir þessa lífsreynslu. „Ef að einhver býður upp á þann möguleika þá geri ég það.“
Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Tókst að lenda flugvélinni án vandkvæða Búið er að virkja viðbúnaðarstig á Keflavíkurflugvelli eftir að flugmenn vélar Delta Airlines á leið frá Keflavík til New York óskuðu eftir því að koma inn til lendingar skömmu eftir flugtak. 26. ágúst 2019 13:30 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Sjá meira
Tókst að lenda flugvélinni án vandkvæða Búið er að virkja viðbúnaðarstig á Keflavíkurflugvelli eftir að flugmenn vélar Delta Airlines á leið frá Keflavík til New York óskuðu eftir því að koma inn til lendingar skömmu eftir flugtak. 26. ágúst 2019 13:30