Ert þú með vinnuna í vasanum? Hrannar Már Gunnarsson skrifar 26. ágúst 2019 07:00 Fyrirspurnum til stéttarfélaga um vinnu utan vinnutíma hefur fjölgað verulega á undanförnum árum. Á tímum kulnunar og álags vilja starfsmenn vita hvort atvinnurekendur og yfirmenn eigi heimtingu á því að starfsmenn svari vinnutengdum erindum utan vinnutíma, hvort sem er með símtölum, tölvupóstum eða öðrum hætti. Þessi óljósu skil vinnu og einkalífs hafa orðið mun meira áberandi með snjallsímum og öðrum tækniframförum. Þó tækninýjungar séu almennt af hinu góða hefur snjallsímavæðing leitt til þess að starfsmenn eru margir hverjir orðnir sítengdir vinnustað sínum. Fundarboð, vinnutengdir tölvupóstar og símtöl sem berast utan vinnutíma eru orðinn hluti heimilishalds margra þó slíkt eigi sér stað að loknum fullum vinnudegi. Flestir kannast orðið við umræðu um kulnun í starfi og önnur vandamál sem tengjast miklu álagi á starfsfólk. Algeng orsök kulnunar er einfaldlega langvarandi streita og of mikil vinna. Það er því alls ekki jákvætt fyrir starfsmenn að vera með vinnuna í vasanum í frítímanum. Þessi sítenging við vinnustaðinn getur leitt til þess að vinnuveitandi, yfirmenn og samstarfsmenn vita að þeir geta náð í viðkomandi starfsmann hvenær sem er sólarhringsins. Þannig getur skapast mikil togstreita og starfsmaðurinn talið sig ítrekað þurfa að bregðast við erindum utan hefðbundins vinnutíma. Það veldur því að skilin milli vinnutíma og frítíma verða óljós eða eru jafnvel alls ekki til staðar. Við þessu vill BSRB bregðast með skýrum ákvæðum í kjarasamningum. Launafólk þarf að hafa skýr skil á milli vinnu og einkalífs og það þarf að fá sanngjarna greiðslu fyrir áreiti utan hefðbundins vinnutíma. Verði slík réttindi bundin í kjarasamninga ættu áhrifin einnig að vera þau að áreiti utan vinnutíma minnki til muna, enda væri vinnuveitandi þá að greiða sérstaklega fyrir slíkt ónæði og hefði þar með hvata til að halda því í lágmarki.Höfundur er lögfræðingur BSRB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason Skoðun Skoðun Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrirspurnum til stéttarfélaga um vinnu utan vinnutíma hefur fjölgað verulega á undanförnum árum. Á tímum kulnunar og álags vilja starfsmenn vita hvort atvinnurekendur og yfirmenn eigi heimtingu á því að starfsmenn svari vinnutengdum erindum utan vinnutíma, hvort sem er með símtölum, tölvupóstum eða öðrum hætti. Þessi óljósu skil vinnu og einkalífs hafa orðið mun meira áberandi með snjallsímum og öðrum tækniframförum. Þó tækninýjungar séu almennt af hinu góða hefur snjallsímavæðing leitt til þess að starfsmenn eru margir hverjir orðnir sítengdir vinnustað sínum. Fundarboð, vinnutengdir tölvupóstar og símtöl sem berast utan vinnutíma eru orðinn hluti heimilishalds margra þó slíkt eigi sér stað að loknum fullum vinnudegi. Flestir kannast orðið við umræðu um kulnun í starfi og önnur vandamál sem tengjast miklu álagi á starfsfólk. Algeng orsök kulnunar er einfaldlega langvarandi streita og of mikil vinna. Það er því alls ekki jákvætt fyrir starfsmenn að vera með vinnuna í vasanum í frítímanum. Þessi sítenging við vinnustaðinn getur leitt til þess að vinnuveitandi, yfirmenn og samstarfsmenn vita að þeir geta náð í viðkomandi starfsmann hvenær sem er sólarhringsins. Þannig getur skapast mikil togstreita og starfsmaðurinn talið sig ítrekað þurfa að bregðast við erindum utan hefðbundins vinnutíma. Það veldur því að skilin milli vinnutíma og frítíma verða óljós eða eru jafnvel alls ekki til staðar. Við þessu vill BSRB bregðast með skýrum ákvæðum í kjarasamningum. Launafólk þarf að hafa skýr skil á milli vinnu og einkalífs og það þarf að fá sanngjarna greiðslu fyrir áreiti utan hefðbundins vinnutíma. Verði slík réttindi bundin í kjarasamninga ættu áhrifin einnig að vera þau að áreiti utan vinnutíma minnki til muna, enda væri vinnuveitandi þá að greiða sérstaklega fyrir slíkt ónæði og hefði þar með hvata til að halda því í lágmarki.Höfundur er lögfræðingur BSRB.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar