Lögreglan hefur tekið í notkun tugi búkmyndavéla: „Lögreglumenn geta ekki eytt upptökum“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 25. ágúst 2019 19:15 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fest kaup á fjörutíu nýjum búkmyndavélum sem teknar voru í notkun í fyrsta sinn um helgina. Yfirlögregluþjónn segir tilganginn vera að afla betri sönnunargagna. Þá sýni myndbandsupptakan hlið lögreglumannsins og taki af allan vafa um það sem gerist á vettvangi. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinnu tók tíu búkmyndavélar til notkunar í tilraunskyni árið 2016. Í byrjun árs var ákveðið að fjölga vélunum og nýlega festi embættið kaup á tæplega fjörutíu vélum.Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn, segir að verklagsreglur um notkun myndavélanna verði gefnar út á næstu dögumVísir.„Þannig að embættið hefur á að skipa tæplega fimmtíu vélum eða frá og með síðasta föstudegi," segir Ásgeir. Lögreglumenn sem sinntu löggæslu um helgina notuðu nýju vélarnar í fyrsta sinn. Ásgeir segir að nú séu til nógu margar vélar til að allir útivinnandi lögreglumenn fái úthlutað búkmyndavél í upphafi vaktar, sem og auka vélar fyrir miðbæjarlöggæsluna um helgar og önnur verkefni sem komi upp. Tilgangurinn sé fyrst og fremst að afla betri sönnunargagna. „Og auðvitað erum við búin að fá til okkar nokkur erfið mál undanfarið þar sem við höfðum gjarnan viljað vera með myndbandsupptöku til að sýna hlið lögreglumannsins til þess að taka af allan vafa um það sem gerðist á vettvangi,“ segir Ásgeir. Lögreglumenn hafi lengi kallað eftir auknu eftirliti. Lögreglubílarnir séu búnir myndavélum að innan og utan, myndavélar séu í fangamóttöku og klefum og eru búkmyndavélarnar síðasti hlekkurinn í keðjunni að sögn Ásgeirs. „Ég hef trú á því að á endanum mun það spara okkur talsvert að eiga þetta efni en hver vél kostar á annað hundrað þúsund krónur,“ segir Ásgeir. Verklagsreglur um notkun vélanna eru í vinnslu og verða þær gefnar út á allra næstu dögum. „Verklagsreglurnar taka á allri notkun og vörslu og vistun gagna. Lögreglumenn geta ekki eytt upptökum,“ segir Ásgeir. Hver vél er skráð á lögreglumann í byrjun vaktar og í lok hennar dælir hann efninu inn á miðlægan gagnagrunn lögreglunnar „Lögreglumaðurinn er alltaf sá sem ýtir á upptökutakkann en við leggjum mikið upp úr því eftir innleiðingu vélanna að eiga sem mest efni,“ segir Ásgeir. Lögreglan Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fest kaup á fjörutíu nýjum búkmyndavélum sem teknar voru í notkun í fyrsta sinn um helgina. Yfirlögregluþjónn segir tilganginn vera að afla betri sönnunargagna. Þá sýni myndbandsupptakan hlið lögreglumannsins og taki af allan vafa um það sem gerist á vettvangi. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinnu tók tíu búkmyndavélar til notkunar í tilraunskyni árið 2016. Í byrjun árs var ákveðið að fjölga vélunum og nýlega festi embættið kaup á tæplega fjörutíu vélum.Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn, segir að verklagsreglur um notkun myndavélanna verði gefnar út á næstu dögumVísir.„Þannig að embættið hefur á að skipa tæplega fimmtíu vélum eða frá og með síðasta föstudegi," segir Ásgeir. Lögreglumenn sem sinntu löggæslu um helgina notuðu nýju vélarnar í fyrsta sinn. Ásgeir segir að nú séu til nógu margar vélar til að allir útivinnandi lögreglumenn fái úthlutað búkmyndavél í upphafi vaktar, sem og auka vélar fyrir miðbæjarlöggæsluna um helgar og önnur verkefni sem komi upp. Tilgangurinn sé fyrst og fremst að afla betri sönnunargagna. „Og auðvitað erum við búin að fá til okkar nokkur erfið mál undanfarið þar sem við höfðum gjarnan viljað vera með myndbandsupptöku til að sýna hlið lögreglumannsins til þess að taka af allan vafa um það sem gerðist á vettvangi,“ segir Ásgeir. Lögreglumenn hafi lengi kallað eftir auknu eftirliti. Lögreglubílarnir séu búnir myndavélum að innan og utan, myndavélar séu í fangamóttöku og klefum og eru búkmyndavélarnar síðasti hlekkurinn í keðjunni að sögn Ásgeirs. „Ég hef trú á því að á endanum mun það spara okkur talsvert að eiga þetta efni en hver vél kostar á annað hundrað þúsund krónur,“ segir Ásgeir. Verklagsreglur um notkun vélanna eru í vinnslu og verða þær gefnar út á allra næstu dögum. „Verklagsreglurnar taka á allri notkun og vörslu og vistun gagna. Lögreglumenn geta ekki eytt upptökum,“ segir Ásgeir. Hver vél er skráð á lögreglumann í byrjun vaktar og í lok hennar dælir hann efninu inn á miðlægan gagnagrunn lögreglunnar „Lögreglumaðurinn er alltaf sá sem ýtir á upptökutakkann en við leggjum mikið upp úr því eftir innleiðingu vélanna að eiga sem mest efni,“ segir Ásgeir.
Lögreglan Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Sjá meira