Falskt flagg Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 24. ágúst 2019 09:00 Sögulega er Sjálfstæðisflokkurinn málsvari hægristefnu. En undanfarin ár hefur hann orðið upptekinn af því að vera breiðfylking. Flokkurinn hefur lent milli skips og bryggju. Frjálslyndari hægrimenn finna farveg í Viðreisn, hinir íhaldssamari geta stutt Framsókn og þeir sem ginnkeyptir eru fyrir popúlisma fallið fyrir Miðflokknum. Flokknum gæti reynst happadrýgra að tala með skýrum hætti fyrir rótgrónum gildum. Frjálslyndir hægrimenn eru landlausir líkt og í mörgum öðrum löndum. Hefðbundin mál flokksins um takmörkuð ríkisafskipti, frelsi í viðskiptum, víðsýni í samskiptum við útlönd og aga í ríkisfjármálum hafa fallið í skuggann. En eftirspurn eftir slíkum málflutningi er ekki horfin. Hinar öfgarnar eru varla kostur. Stór hægriflokkur mun aldrei geta keppt í pólitískum yfirboðum við hreina popúlista eins og Miðflokkinn. Tilvistarvandi Sjálfstæðisflokksins er ekki séríslenskt fyrirbrigði. Um allan hinn vestræna heim á klassísk frjálslynd hægristefna undir högg að sækja. Vladímír Pútín Rússlandsforseti hefur gengið svo langt að lýsa yfir ótímabæru dauðsfalli líberalismans. Financial Times lagði nýlega út frá þessum ummælum Pútíns og taldi hann hafa rangt fyrir sér. Réttara væri að segja að lýðskrumarar sigli undir fölsku flaggi, þykist fylgja hægristefnu sem þeir segja almennt upp á sitt besta þegar jafnvægi ríkir milli frjálslyndis og íhaldssemi. Ný tegund leiðtoga sveipi sig ljóma íhaldssemi og viðskiptafrelsis. En ekki fari saman orð og gjörðir. Trump sækir stuðning til trúarhópa en telst varla breyta eins og sannkristinn maður. Hann þykist talsmaður viðskiptafrelsis en reisir á sama tíma tollmúra á báða bóga. Boris Johnson virðist ætla út úr Evrópusambandinu hvað sem tautar og raular, með tilheyrandi skelli fyrir efnahagslífið. Samt þykist hann talsmaður hagsældar og frjálsra viðskipta. Hvorki Trump né Johnson láta staðreyndir flækjast fyrir sér í sínu tali. Sama þróun er auðvitað í gangi hér á landi. Orkupakkamálið er strámaður úr smiðju Steve Bannon eða Dominic Cummings, þekktra áróðursmeistara. Málið er prófraun á stjórnmálaflokka sem vilja láta taka sig alvarlega. Ýmislegt bendir nú til þess að Vinstri græn og Framsókn séu að gefa eftir í afstöðu sinni. Það hlýtur að vera kærkomið tækifæri fyrir forystu Sjálfstæðisflokksins til að taka forystu á hægri vængnum, líkt og hann gerði á árum áður. Þarna er tækifæri til að slá nýjan tón. Tala skýrt fyrir alþjóðasamstarfi og skynsamlegum samskiptum við okkar helstu viðskiptalönd. Hvers vegna ætti að tefla farsælum samskiptum við vinaþjóðir í tvísýnu þegar engir hagsmunir eru undir? Hvorki né afstaða fer öllum stjórnmálaflokkum illa, hvort sem þeir eru á hægri væng eða vinstri. Best er að taka afstöðu með sjálfum sér og láta moldviðri popúlistanna sem vind um eyru þjóta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Skoðun Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Sögulega er Sjálfstæðisflokkurinn málsvari hægristefnu. En undanfarin ár hefur hann orðið upptekinn af því að vera breiðfylking. Flokkurinn hefur lent milli skips og bryggju. Frjálslyndari hægrimenn finna farveg í Viðreisn, hinir íhaldssamari geta stutt Framsókn og þeir sem ginnkeyptir eru fyrir popúlisma fallið fyrir Miðflokknum. Flokknum gæti reynst happadrýgra að tala með skýrum hætti fyrir rótgrónum gildum. Frjálslyndir hægrimenn eru landlausir líkt og í mörgum öðrum löndum. Hefðbundin mál flokksins um takmörkuð ríkisafskipti, frelsi í viðskiptum, víðsýni í samskiptum við útlönd og aga í ríkisfjármálum hafa fallið í skuggann. En eftirspurn eftir slíkum málflutningi er ekki horfin. Hinar öfgarnar eru varla kostur. Stór hægriflokkur mun aldrei geta keppt í pólitískum yfirboðum við hreina popúlista eins og Miðflokkinn. Tilvistarvandi Sjálfstæðisflokksins er ekki séríslenskt fyrirbrigði. Um allan hinn vestræna heim á klassísk frjálslynd hægristefna undir högg að sækja. Vladímír Pútín Rússlandsforseti hefur gengið svo langt að lýsa yfir ótímabæru dauðsfalli líberalismans. Financial Times lagði nýlega út frá þessum ummælum Pútíns og taldi hann hafa rangt fyrir sér. Réttara væri að segja að lýðskrumarar sigli undir fölsku flaggi, þykist fylgja hægristefnu sem þeir segja almennt upp á sitt besta þegar jafnvægi ríkir milli frjálslyndis og íhaldssemi. Ný tegund leiðtoga sveipi sig ljóma íhaldssemi og viðskiptafrelsis. En ekki fari saman orð og gjörðir. Trump sækir stuðning til trúarhópa en telst varla breyta eins og sannkristinn maður. Hann þykist talsmaður viðskiptafrelsis en reisir á sama tíma tollmúra á báða bóga. Boris Johnson virðist ætla út úr Evrópusambandinu hvað sem tautar og raular, með tilheyrandi skelli fyrir efnahagslífið. Samt þykist hann talsmaður hagsældar og frjálsra viðskipta. Hvorki Trump né Johnson láta staðreyndir flækjast fyrir sér í sínu tali. Sama þróun er auðvitað í gangi hér á landi. Orkupakkamálið er strámaður úr smiðju Steve Bannon eða Dominic Cummings, þekktra áróðursmeistara. Málið er prófraun á stjórnmálaflokka sem vilja láta taka sig alvarlega. Ýmislegt bendir nú til þess að Vinstri græn og Framsókn séu að gefa eftir í afstöðu sinni. Það hlýtur að vera kærkomið tækifæri fyrir forystu Sjálfstæðisflokksins til að taka forystu á hægri vængnum, líkt og hann gerði á árum áður. Þarna er tækifæri til að slá nýjan tón. Tala skýrt fyrir alþjóðasamstarfi og skynsamlegum samskiptum við okkar helstu viðskiptalönd. Hvers vegna ætti að tefla farsælum samskiptum við vinaþjóðir í tvísýnu þegar engir hagsmunir eru undir? Hvorki né afstaða fer öllum stjórnmálaflokkum illa, hvort sem þeir eru á hægri væng eða vinstri. Best er að taka afstöðu með sjálfum sér og láta moldviðri popúlistanna sem vind um eyru þjóta.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun