Dómarinn sem Serena kallaði lygara dæmir ekki hjá Williams systrum á Opna bandaríska Smári Jökull Jónsson skrifar 24. ágúst 2019 08:00 Williams lenti í vandræðum á Opna bandaríska mótinu í fyrra. vísir/getty Á Opna bandaríska meistaramótinu í tennis á síðasta ári lenti Serena Williams í hörku rifrildi við Carlos Ramos dómara. Stjórn mótsins hefur nú staðfest að Ramos muni ekki dæma leiki hjá Williams systrum á mótinu í ár. Systurnar Venus og Serena Williams hafa verið meðal bestu tennisspilara heims síðustu árin og Serena ein af þeim sigursælustu í sögunni. Á mótinu í fyrra komst Serena alla leið í úrslitaleikinn þar sem hún tapaði óvænt gegn hinni japönsku Naomi Osaka. Í leiknum lenti Serena í rifrildi við dómara leiksins, Carlos Ramos, sem dæmdi á hana refsingar fyrir að slá spaðanum í jörðina auk þess sem hann dæmdi einn leik Serenu tapaðan eftir að hún kallaði hann lygara og þjóf. Í úrslitaleiknum í fyrra sagði Serena við Ramos „að hann myndi aldrei aftur á hennar ferli vera á velli sem hún væri að spila á." Eitthvað hafði Serena til síns máls því það hefur nú fengist staðfest hjá stjórn mótsins að Ramos mun ekki dæma leiki hjá Williams systrum á mótinu í ár sem hefst í New York í næstu viku. Ákvörðunin var tekin í sameiningu af stjórnendum mótsins en ekki að ósk Williams systra. „Þetta er ekki í fyrsta skipti sem við tökum ákvörðun sem er góð fyrir mótið, góð fyrir keppendurna og það er líka gott fyrir dómarana að dæma þessa leiki," sagði Soeren Friemel einn af dómurum mótsins. Opna bandaríska mótið hefst í næstu viku þar sem þau Naomi Osaka og Novak Djokovic hafa titla að verja. Tennis Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Fleiri fréttir Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Kristófer Acox kallar sig glæpamann Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Sjá meira
Á Opna bandaríska meistaramótinu í tennis á síðasta ári lenti Serena Williams í hörku rifrildi við Carlos Ramos dómara. Stjórn mótsins hefur nú staðfest að Ramos muni ekki dæma leiki hjá Williams systrum á mótinu í ár. Systurnar Venus og Serena Williams hafa verið meðal bestu tennisspilara heims síðustu árin og Serena ein af þeim sigursælustu í sögunni. Á mótinu í fyrra komst Serena alla leið í úrslitaleikinn þar sem hún tapaði óvænt gegn hinni japönsku Naomi Osaka. Í leiknum lenti Serena í rifrildi við dómara leiksins, Carlos Ramos, sem dæmdi á hana refsingar fyrir að slá spaðanum í jörðina auk þess sem hann dæmdi einn leik Serenu tapaðan eftir að hún kallaði hann lygara og þjóf. Í úrslitaleiknum í fyrra sagði Serena við Ramos „að hann myndi aldrei aftur á hennar ferli vera á velli sem hún væri að spila á." Eitthvað hafði Serena til síns máls því það hefur nú fengist staðfest hjá stjórn mótsins að Ramos mun ekki dæma leiki hjá Williams systrum á mótinu í ár sem hefst í New York í næstu viku. Ákvörðunin var tekin í sameiningu af stjórnendum mótsins en ekki að ósk Williams systra. „Þetta er ekki í fyrsta skipti sem við tökum ákvörðun sem er góð fyrir mótið, góð fyrir keppendurna og það er líka gott fyrir dómarana að dæma þessa leiki," sagði Soeren Friemel einn af dómurum mótsins. Opna bandaríska mótið hefst í næstu viku þar sem þau Naomi Osaka og Novak Djokovic hafa titla að verja.
Tennis Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Fleiri fréttir Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Kristófer Acox kallar sig glæpamann Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Sjá meira