Af jörðu munt þú aftur upp rísa Lind Einarsdóttir skrifar 23. ágúst 2019 11:56 Fyrir 5 árum síðan andaðist móðir mín og eins venjan er, fór útför hennar fram með hefðbundnum hætti, þ.e.a.s. að hún varð jarðsett í kirkjugarði Hafnarfjarðar. Ég er búsett í Danmörku, ég kem heim til Íslands tvisvar til þrisvar á ári, og í hvert skipti sem ég heimsæki leiðið hennar, verð ég jafn hissa á því hversu hratt kirkjugarðurinn stækkar og hversu stórt landsvæði hann nýtir. Ég hugsa þá oft, hvernig verður þetta eftir 10 ár, 50 ár, 100 ár? Næsta hugsun í framhaldi er svo alltaf; „hvað með allar umbúðirnar sem liggja í jörðinni“. Eru þær allar umhverfisvænar, hversu langan tíma tekur fyrir þær að brotna niður, og hversu mikil mengun stafar af urðun af; líkkistum, sængum, koddum, líkklæðum, og innri klæðningu kistunnar? Oft eru þetta gerviefni eins og polyester efni unnið úr olíu sem brotnar hægt og illa niður i náttúrunni. Syrgjendur vilja að sjálfsögðu allt það besta fyrir þann sem þeir kveðja, og fæstir hugsa um umhverfisáhrif á þessum tímamótum. Hefðir í kringum andlát hafa fylgt mannkyninu lengi og víða er það hefð að grafa hinn látna í jörð. Er ekki komin tími á að við endurskoðum þetta ferli? Hvernig væri að breyta háttum og hugsa nýtt, og bjóða upp á fleiri möguleika, eins og t.d. að planta tré fyrir hvern látinn einstakling? Í staðin fyrir hefðbundna jarðarför með öllu tilheyrandi, væri hægt að planta tré fyrir hvern einstakling. Kirkjugarðarnir gætu þannig eftir 10 ár, 50 ár eða 100 ár orðið að fallegum skógi og kannski að skemmtilegu útivistarsvæði sem gaman væri að heimsækja fyrir alla aldurshópa. Ég sé fyrir mér, börn að leik, jafnvel að klifra í trjánum. Að sjálfsögðu væri hægt að setja lítið minnismerki við hvert tré – til heiðurs þeirri persónu, sem með jarðneskum leifum sínum gefur jörðinni lengri líftíma. Myndi svona möguleiki, í orðsins fyllstu merkingu ekki fullkomna orðin úr 1. Mósebók "Af jörðu ertu kominn, Að jörðu skaltu aftur verða. Af jörðu munt þú aftur upp rísa" (3.19)? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kirkjugarðar Tímamót Mest lesið Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Halldór 01.11.25 Halldór Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Sjá meira
Fyrir 5 árum síðan andaðist móðir mín og eins venjan er, fór útför hennar fram með hefðbundnum hætti, þ.e.a.s. að hún varð jarðsett í kirkjugarði Hafnarfjarðar. Ég er búsett í Danmörku, ég kem heim til Íslands tvisvar til þrisvar á ári, og í hvert skipti sem ég heimsæki leiðið hennar, verð ég jafn hissa á því hversu hratt kirkjugarðurinn stækkar og hversu stórt landsvæði hann nýtir. Ég hugsa þá oft, hvernig verður þetta eftir 10 ár, 50 ár, 100 ár? Næsta hugsun í framhaldi er svo alltaf; „hvað með allar umbúðirnar sem liggja í jörðinni“. Eru þær allar umhverfisvænar, hversu langan tíma tekur fyrir þær að brotna niður, og hversu mikil mengun stafar af urðun af; líkkistum, sængum, koddum, líkklæðum, og innri klæðningu kistunnar? Oft eru þetta gerviefni eins og polyester efni unnið úr olíu sem brotnar hægt og illa niður i náttúrunni. Syrgjendur vilja að sjálfsögðu allt það besta fyrir þann sem þeir kveðja, og fæstir hugsa um umhverfisáhrif á þessum tímamótum. Hefðir í kringum andlát hafa fylgt mannkyninu lengi og víða er það hefð að grafa hinn látna í jörð. Er ekki komin tími á að við endurskoðum þetta ferli? Hvernig væri að breyta háttum og hugsa nýtt, og bjóða upp á fleiri möguleika, eins og t.d. að planta tré fyrir hvern látinn einstakling? Í staðin fyrir hefðbundna jarðarför með öllu tilheyrandi, væri hægt að planta tré fyrir hvern einstakling. Kirkjugarðarnir gætu þannig eftir 10 ár, 50 ár eða 100 ár orðið að fallegum skógi og kannski að skemmtilegu útivistarsvæði sem gaman væri að heimsækja fyrir alla aldurshópa. Ég sé fyrir mér, börn að leik, jafnvel að klifra í trjánum. Að sjálfsögðu væri hægt að setja lítið minnismerki við hvert tré – til heiðurs þeirri persónu, sem með jarðneskum leifum sínum gefur jörðinni lengri líftíma. Myndi svona möguleiki, í orðsins fyllstu merkingu ekki fullkomna orðin úr 1. Mósebók "Af jörðu ertu kominn, Að jörðu skaltu aftur verða. Af jörðu munt þú aftur upp rísa" (3.19)?
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun