Háu laun bæjarstjóranna dæmigert mál sem geti sett Lífskjarasamninginn í uppnám Jóhann K. Jóhannsson skrifar 22. ágúst 2019 12:07 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, sést hér við undirritun kjarasamninga þann 3. apríl síðastliðinn. Eitt af meginmarkmiðum samninganna var að skapa svigrúm fyrir vaxtalækkanir. vísir/vilhelm Formaður VR segir há laun bæjar- og sveitarstjóra vekja upp spurningu um yfirbyggingu sveitarfélaga. Hann segir Lífskjarasamninginn eiga að tryggja að efsta lag samfélagsins hækki ekki meira heldur en samið var um kjarasamningum en að fleiri og fleiri dæmi séu að koma upp um að svo sé ekki. Tekjur bæjarstjóra hafa verið til umfjöllunar eftir að tekjublað Frjálsrar verslunar birti gögn úr álagningskrá ríkisskattstjóra. Níu tekjuhæstu sveitarstjórarnir eru með hærri laun en Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Hún hefur gagnrýnt þessa þróun, meðal annars í þættinum Víglínan á Stöð 2 á síðasta ári. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra sagði í samtali við RÚV í gær að aðalatriðið sé gagnsæi og framkvæmdastjórar sveitarfélaga geti svarað fyrir þau laun sem eru greidd. Hann sagði ekki heppilegt að reyna miðstýra þessum háttum og kallar eftir ábyrgð sveitarfélaganna varðandi launaþróun.Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.BSRBSonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær launamun æðstu stjórnenda sveitarfélaga og annarra starfsmanna óréttlátan og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar sagði launamunin svívirðilegan. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR segir að Lífskjarasamningarnir sem undirritaðir voru í apríl eigi að tryggja að efsta lag samfélagsins eigi ekki að hækka meira heldur en samið var um í þeirra kjarasamningum. Hann segir há laun bæjar- og sveitarstjóra vekja upp spurningar um yfirbyggingu. „Ef við tökum bara fjöldann sem búum á þessu landi, um þrjú hundruð og sextíu þúsund manns, við náum ekki fjöldanum í Manchester til dæmis, samt erum við með bæjarstjóra og sveitarstjórnir út um allar trissur og yfirbyggingu eftir því,“ segir Ragnar.Gunnar Einarsson bæjarstjóri í Garðabæ trónir á toppi launalista bæjarstjóra landsins með tæplega þrjár milljónir á mánuði. Um helmingi hærri laun en borgarstjórinn í London.Ragnar segir há laun og yfirbyggingu sveitarfélaga vekja upp spurningar um hvort hugsa þurfi kerfið upp á nýtt og tekur sem dæmi Lífeyrissjóðina og rekstrarkostnaðinn þar og yfirbyggingu þeirra. „Hún er með þvílíkum eindæmum. Ég tók það saman og sá að fjörutíu og einn stjórnandi innan lífeyrissjóðanna fengu samanlagt yfir 800 milljónir í launagreiðslur á síðasta ári. Þetta eru svakalegar tölur þegar þú tekur þetta saman, sérstaklega í ljósi þess að við erum nánast á sama blettinum, segir Ragnar Ragnar segir að vel sé fylgst með þróun þessara mála eftir að Lífskjarasamningurinn var undirritaður. „Og við erum með endurskoðunarákvæði og við munum svo sannarlega nýta okkur það ef að forsendur eru ekki til staðar að halda þessu áfram og þess vegna er svo mikilvægt að allir sýni ábyrgð í samfélaginu til þess að halda þessu saman. En það eru alltaf fleiri og fleiri dæmi sem eru að koma upp um að það sé ekki og ef það heldur svo áfram að þá getum við leitt líkum að því að samningar munu ekki halda þegar upp er staðið,” segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Kjaramál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent B sé ekki best Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Fleiri fréttir Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Sjá meira
Formaður VR segir há laun bæjar- og sveitarstjóra vekja upp spurningu um yfirbyggingu sveitarfélaga. Hann segir Lífskjarasamninginn eiga að tryggja að efsta lag samfélagsins hækki ekki meira heldur en samið var um kjarasamningum en að fleiri og fleiri dæmi séu að koma upp um að svo sé ekki. Tekjur bæjarstjóra hafa verið til umfjöllunar eftir að tekjublað Frjálsrar verslunar birti gögn úr álagningskrá ríkisskattstjóra. Níu tekjuhæstu sveitarstjórarnir eru með hærri laun en Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Hún hefur gagnrýnt þessa þróun, meðal annars í þættinum Víglínan á Stöð 2 á síðasta ári. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra sagði í samtali við RÚV í gær að aðalatriðið sé gagnsæi og framkvæmdastjórar sveitarfélaga geti svarað fyrir þau laun sem eru greidd. Hann sagði ekki heppilegt að reyna miðstýra þessum háttum og kallar eftir ábyrgð sveitarfélaganna varðandi launaþróun.Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.BSRBSonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær launamun æðstu stjórnenda sveitarfélaga og annarra starfsmanna óréttlátan og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar sagði launamunin svívirðilegan. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR segir að Lífskjarasamningarnir sem undirritaðir voru í apríl eigi að tryggja að efsta lag samfélagsins eigi ekki að hækka meira heldur en samið var um í þeirra kjarasamningum. Hann segir há laun bæjar- og sveitarstjóra vekja upp spurningar um yfirbyggingu. „Ef við tökum bara fjöldann sem búum á þessu landi, um þrjú hundruð og sextíu þúsund manns, við náum ekki fjöldanum í Manchester til dæmis, samt erum við með bæjarstjóra og sveitarstjórnir út um allar trissur og yfirbyggingu eftir því,“ segir Ragnar.Gunnar Einarsson bæjarstjóri í Garðabæ trónir á toppi launalista bæjarstjóra landsins með tæplega þrjár milljónir á mánuði. Um helmingi hærri laun en borgarstjórinn í London.Ragnar segir há laun og yfirbyggingu sveitarfélaga vekja upp spurningar um hvort hugsa þurfi kerfið upp á nýtt og tekur sem dæmi Lífeyrissjóðina og rekstrarkostnaðinn þar og yfirbyggingu þeirra. „Hún er með þvílíkum eindæmum. Ég tók það saman og sá að fjörutíu og einn stjórnandi innan lífeyrissjóðanna fengu samanlagt yfir 800 milljónir í launagreiðslur á síðasta ári. Þetta eru svakalegar tölur þegar þú tekur þetta saman, sérstaklega í ljósi þess að við erum nánast á sama blettinum, segir Ragnar Ragnar segir að vel sé fylgst með þróun þessara mála eftir að Lífskjarasamningurinn var undirritaður. „Og við erum með endurskoðunarákvæði og við munum svo sannarlega nýta okkur það ef að forsendur eru ekki til staðar að halda þessu áfram og þess vegna er svo mikilvægt að allir sýni ábyrgð í samfélaginu til þess að halda þessu saman. En það eru alltaf fleiri og fleiri dæmi sem eru að koma upp um að það sé ekki og ef það heldur svo áfram að þá getum við leitt líkum að því að samningar munu ekki halda þegar upp er staðið,” segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Kjaramál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent B sé ekki best Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Fleiri fréttir Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Sjá meira