„Awww litla dúllan“ Jakob Bjarnar skrifar 20. ágúst 2019 10:08 Mörgum Hafnfirðingnum sem leggur orð í belg er á því að þessi minkur sé mjög krúttlegur. Meðan aðrir vilja halda því til haga að hann er alhliða drápari og skaðræðisskepna. Visir/Vilhelm/Davíð Sölvason Minkur sem vart var við Hafnarfjarðarhöfn og náðist á mynd virðist óvænt njóta töluverðrar samúðar bæjarbúa. Daníel Þór Hafsteinsson birtir mynd af minki sem hann sá í grjótgörðum við höfnina og leggur til að þegar verði slegið á minkabanann mikla sem kallar sig Varginn, eða Ólafsvíkinginn Snorra Rafnsson, sem hefur sýnt af sér ótal myndskeið á Snapchat þar sem hann drepur minka í stórum stíl. Og minnir þá einatt á að minkurinn sé skaðræðisgripur í íslenskri náttúru þar sem hann drepur fugl í stórum stíl. Óvænt viðbrögð Daníel Þór náði mynd af þessum minki þar sem hann var að skottast við Hafnarfjarðarhöfn.Davíð Sölvason Daníel Þór birtir myndirnar á Facebookhópnum „Hafnarfjörður og Hafnfirðingar“ en viðbrögðin koma nokkuð á óvart. Fjölmargir vilja rísa upp minknum til varnar. Dýralögfræðingurinn Árni Stefán Árnason spyr: Af hverju má hann ekki vera þarna? Hrafnhildur Jóhannesdóttir segir: „hann er svo sætur“. Og Sigrún Birta Sigurðardóttir segir: „Awww litla dúllan“ og lætur fylgja broskall með stjörnur í augum. Og ýmsir eru til að benda á að minkurinn haldi rottum í skefjum, hann hámi þær í sig með bestu lyst. Vísir ræddi við Daníel Þór sem segir að hann hafi sett þetta innlegg fyrir löngu og það hafi komið honum nokkuð á óvart þegar stjórnandi síðunnar samþykkti innleggið. Daníel Þór segir að í kjölfarið hafi hann heyrt í mörgum Hafnfirðingum sem hafi sagt að mink væri víða að finna í Firðinum. Í Setberginu sést hann oft en hann fer þá upp með Læknum og veldur nokkrum skaða í fuglalífi þar. „Minkurinn á ekkert heima í íslenskri náttúru,“ segir Daníel Þór. Minkur frá Suðurnesjum herjar á Hafnfirðinga Pétur Freyr Ragnarsson starfar hjá framkvæmdasviði Hafnarfjarðarbæjar og Vísir heyri í honum varðandi þetta mál. Pétur Freyr segir langt því frá að minkaplága sé í Hafnarfirði. Framkvæmdasviðinu hafi borist eitt og eitt símtal og þá er yfirleitt brugðist strax við og meindýraeyðir og hundur sendur á vettvang til að vinna á dýrinu. Eitt símtal barst um mink í vor en þá er algengt að hann sé á ferli jafnvel með hvolpa. Þannig var það í vor að þá sást minkur við Setbergsskóla, við lækinn þar og hann var unninn. Hér má sjá loftmynd af þjóðkirkjunni í Hafnarfirði sem staðsett er við ströndina í miðbænum. Þar að baki má sjá Lækinn en minkurinn, sem kemur með ströndinni frá Suðurnesjum, leitar svo upp með læknum.visir/vilhelm „Þetta er ekkert nýtt. Og hefur alltaf fylgt höfninni. Það kemur alltaf minkur með ströndinni, frá Vatnsleysuströnd þar sem eru uppeldisstöðvarnar.“ Syndir undir ungana og kippir þeim niður Það er sem sagt minkur frá Suðurnesjum sem herjar á Hafnfirðinga. Og það er erfitt að komast fyrir vandann á einu svæði þegar hann er í góðum málum í næsta nágrenni í sínu greni þar. Afar samstillt átak þarf til að halda honum í skefjum. Pétur Freyr segir að hann hafi starfað í Álverinu í Straumsvík og þá hafi þeir oft séð mink koma þaðan. Pétur þekkir vel til þess hvernig minkurinn hagar sér og segir hann geta verið verulega skæðan; alhliða drápari. Og drepur fuglaunga í stórum stíl komist hann í tæri við þá. „Hann syndir undir þá og kippir þeim niður. Ég hef séð hann gera það.“ Dýr Hafnarfjörður Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira
Minkur sem vart var við Hafnarfjarðarhöfn og náðist á mynd virðist óvænt njóta töluverðrar samúðar bæjarbúa. Daníel Þór Hafsteinsson birtir mynd af minki sem hann sá í grjótgörðum við höfnina og leggur til að þegar verði slegið á minkabanann mikla sem kallar sig Varginn, eða Ólafsvíkinginn Snorra Rafnsson, sem hefur sýnt af sér ótal myndskeið á Snapchat þar sem hann drepur minka í stórum stíl. Og minnir þá einatt á að minkurinn sé skaðræðisgripur í íslenskri náttúru þar sem hann drepur fugl í stórum stíl. Óvænt viðbrögð Daníel Þór náði mynd af þessum minki þar sem hann var að skottast við Hafnarfjarðarhöfn.Davíð Sölvason Daníel Þór birtir myndirnar á Facebookhópnum „Hafnarfjörður og Hafnfirðingar“ en viðbrögðin koma nokkuð á óvart. Fjölmargir vilja rísa upp minknum til varnar. Dýralögfræðingurinn Árni Stefán Árnason spyr: Af hverju má hann ekki vera þarna? Hrafnhildur Jóhannesdóttir segir: „hann er svo sætur“. Og Sigrún Birta Sigurðardóttir segir: „Awww litla dúllan“ og lætur fylgja broskall með stjörnur í augum. Og ýmsir eru til að benda á að minkurinn haldi rottum í skefjum, hann hámi þær í sig með bestu lyst. Vísir ræddi við Daníel Þór sem segir að hann hafi sett þetta innlegg fyrir löngu og það hafi komið honum nokkuð á óvart þegar stjórnandi síðunnar samþykkti innleggið. Daníel Þór segir að í kjölfarið hafi hann heyrt í mörgum Hafnfirðingum sem hafi sagt að mink væri víða að finna í Firðinum. Í Setberginu sést hann oft en hann fer þá upp með Læknum og veldur nokkrum skaða í fuglalífi þar. „Minkurinn á ekkert heima í íslenskri náttúru,“ segir Daníel Þór. Minkur frá Suðurnesjum herjar á Hafnfirðinga Pétur Freyr Ragnarsson starfar hjá framkvæmdasviði Hafnarfjarðarbæjar og Vísir heyri í honum varðandi þetta mál. Pétur Freyr segir langt því frá að minkaplága sé í Hafnarfirði. Framkvæmdasviðinu hafi borist eitt og eitt símtal og þá er yfirleitt brugðist strax við og meindýraeyðir og hundur sendur á vettvang til að vinna á dýrinu. Eitt símtal barst um mink í vor en þá er algengt að hann sé á ferli jafnvel með hvolpa. Þannig var það í vor að þá sást minkur við Setbergsskóla, við lækinn þar og hann var unninn. Hér má sjá loftmynd af þjóðkirkjunni í Hafnarfirði sem staðsett er við ströndina í miðbænum. Þar að baki má sjá Lækinn en minkurinn, sem kemur með ströndinni frá Suðurnesjum, leitar svo upp með læknum.visir/vilhelm „Þetta er ekkert nýtt. Og hefur alltaf fylgt höfninni. Það kemur alltaf minkur með ströndinni, frá Vatnsleysuströnd þar sem eru uppeldisstöðvarnar.“ Syndir undir ungana og kippir þeim niður Það er sem sagt minkur frá Suðurnesjum sem herjar á Hafnfirðinga. Og það er erfitt að komast fyrir vandann á einu svæði þegar hann er í góðum málum í næsta nágrenni í sínu greni þar. Afar samstillt átak þarf til að halda honum í skefjum. Pétur Freyr segir að hann hafi starfað í Álverinu í Straumsvík og þá hafi þeir oft séð mink koma þaðan. Pétur þekkir vel til þess hvernig minkurinn hagar sér og segir hann geta verið verulega skæðan; alhliða drápari. Og drepur fuglaunga í stórum stíl komist hann í tæri við þá. „Hann syndir undir þá og kippir þeim niður. Ég hef séð hann gera það.“
Dýr Hafnarfjörður Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira