Höfn í Hornafirði gott dæmi um áhrif loftslagsbreytinga Kristinn Haukur Guðnason skrifar 20. ágúst 2019 06:00 Páll Einarsson prófessor emiritus í jarðeðlisfræði. Fréttablaðið/Eyþór. „Þetta eru mjög áþreifanlegar breytingar, sérstaklega í kringum Vatnajökul,“ segir Páll Einarsson, prófessor emeritus í jarðeðlisfræði, um landris í tengslum við jöklabreytingar. Ein mesta váin í tengslum við hlýnun jarðar og bráðnun jökla í heiminum er hækkandi sjávarmál. Talið er að láglendi á meginlöndum og litlum eyjum standi mikil ógn af að verða drekkt í sjó. Hér rís landið hins vegar vegna þess bráðnunarinnar. „Þetta hefur þegar haft veruleg áhrif á Höfn í Hornafirði. Þar er landrisið um einn sentimetri á ári,“ segir Páll. Í tvo áratugi hafa staðið yfir kostnaðarsamar framkvæmdir til þess að sporna við þróuninni. „Hornafjörður er skínandi dæmi um áhrif loftslagsbreytinga. Á Höfn er þetta spurning upp á líf og dauða þorpsins. Ef land rís mikið fer að verða ófært að sigla inn í fjörðinn.“ Hornafjörður varð skipfær í kringum 1930, þegar land hafði sigið nógu mikið. Áður var kaupstaður við Papós í Lóni en hann lagðist af þegar Höfn byggðist upp. Jarðfræðistofnun mælir landris og -sig á öllu landinu en það er mismikið eftir svæðum. „Þegar jöklarnir bráðna og léttast þá rís jarðskorpan,“ segir Páll. „Undirlagið, neðri hluti skorpunnar og möttullinn, undir Íslandi er lint og gefur eftir. Þetta var mest áberandi í lok ísaldar fyrir 10 til 18 þúsund árum. Núna er landið að svara jöklabreytingum sem eru nægilega stórar til þess að þær mælist.“ Langmest er landrisið á Sprengisandi. Undanfarna áratugi hefur það verið um þrír sentimetrar á ári og fer vaxandi. Á suðvesturhorninu, sem er langt frá öllum jöklum, er landið að síga. Páll segir skort á eldvirkni þar mestu skipta. „Reykjanesið stendur á flekaskilum þar sem land gliðnar í sundur. Það hefur ekki verið nein eldvirkni í um það bil 800 ár sem þýðir að flekaskilin síga, það vantar efni,“ segir Páll. Það mun hins vegar breytast eftir tugi eða hundruð ára þegar virkni eykst á nýjan leik. Á höfuðborgarsvæðinu hefur þurft að bregðast við landsigi með dýrum sjóvörnum, til dæmis á Álftanesi og Seltjarnarnesi. Stærð Grænlandsjökuls hefur áhrif á Ísland á tvennan hátt, en hann hefur verið að minnka mikið vegna hlýnandi loftslags. „Massi Grænlandsjökuls dregur að sér sjó og myndar eins konar kúlu. Heilmikill massi jökulsins er að hverfa og aðdráttaraflið minnkar sem hefur áhrif á sjávarstöðuna,“ segir Páll. Grænland rís vegna bráðnunar jökla, rétt eins og Ísland, og það hefur einnig áhrif á Ísland. Efni í möttlinum streymir í áttina að Grænlandi sem þýðir að landið undir Íslandi sígur. Páll segir að áhrif jöklabreytinga á Íslandi sjálfu hafi hins vegar mun meiri áhrif hér. Samkvæmt líkönum sem byggð eru á því að núverandi hitastig haldist verða allir íslenskir jöklar horfnir eftir 200 ár. Jöklar eru lengi að bregðast við hitabreytingum en ef það fer að kólna munu þeir vaxa á nýjan leik. „Eins og málin standa virðist hitastigið vera að hækka í heiminum,“ segir Páll. „Þá mun bráðnunin taka skemmri tíma.“ Birtist í Fréttablaðinu Hornafjörður Umhverfismál Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Sjá meira
„Þetta eru mjög áþreifanlegar breytingar, sérstaklega í kringum Vatnajökul,“ segir Páll Einarsson, prófessor emeritus í jarðeðlisfræði, um landris í tengslum við jöklabreytingar. Ein mesta váin í tengslum við hlýnun jarðar og bráðnun jökla í heiminum er hækkandi sjávarmál. Talið er að láglendi á meginlöndum og litlum eyjum standi mikil ógn af að verða drekkt í sjó. Hér rís landið hins vegar vegna þess bráðnunarinnar. „Þetta hefur þegar haft veruleg áhrif á Höfn í Hornafirði. Þar er landrisið um einn sentimetri á ári,“ segir Páll. Í tvo áratugi hafa staðið yfir kostnaðarsamar framkvæmdir til þess að sporna við þróuninni. „Hornafjörður er skínandi dæmi um áhrif loftslagsbreytinga. Á Höfn er þetta spurning upp á líf og dauða þorpsins. Ef land rís mikið fer að verða ófært að sigla inn í fjörðinn.“ Hornafjörður varð skipfær í kringum 1930, þegar land hafði sigið nógu mikið. Áður var kaupstaður við Papós í Lóni en hann lagðist af þegar Höfn byggðist upp. Jarðfræðistofnun mælir landris og -sig á öllu landinu en það er mismikið eftir svæðum. „Þegar jöklarnir bráðna og léttast þá rís jarðskorpan,“ segir Páll. „Undirlagið, neðri hluti skorpunnar og möttullinn, undir Íslandi er lint og gefur eftir. Þetta var mest áberandi í lok ísaldar fyrir 10 til 18 þúsund árum. Núna er landið að svara jöklabreytingum sem eru nægilega stórar til þess að þær mælist.“ Langmest er landrisið á Sprengisandi. Undanfarna áratugi hefur það verið um þrír sentimetrar á ári og fer vaxandi. Á suðvesturhorninu, sem er langt frá öllum jöklum, er landið að síga. Páll segir skort á eldvirkni þar mestu skipta. „Reykjanesið stendur á flekaskilum þar sem land gliðnar í sundur. Það hefur ekki verið nein eldvirkni í um það bil 800 ár sem þýðir að flekaskilin síga, það vantar efni,“ segir Páll. Það mun hins vegar breytast eftir tugi eða hundruð ára þegar virkni eykst á nýjan leik. Á höfuðborgarsvæðinu hefur þurft að bregðast við landsigi með dýrum sjóvörnum, til dæmis á Álftanesi og Seltjarnarnesi. Stærð Grænlandsjökuls hefur áhrif á Ísland á tvennan hátt, en hann hefur verið að minnka mikið vegna hlýnandi loftslags. „Massi Grænlandsjökuls dregur að sér sjó og myndar eins konar kúlu. Heilmikill massi jökulsins er að hverfa og aðdráttaraflið minnkar sem hefur áhrif á sjávarstöðuna,“ segir Páll. Grænland rís vegna bráðnunar jökla, rétt eins og Ísland, og það hefur einnig áhrif á Ísland. Efni í möttlinum streymir í áttina að Grænlandi sem þýðir að landið undir Íslandi sígur. Páll segir að áhrif jöklabreytinga á Íslandi sjálfu hafi hins vegar mun meiri áhrif hér. Samkvæmt líkönum sem byggð eru á því að núverandi hitastig haldist verða allir íslenskir jöklar horfnir eftir 200 ár. Jöklar eru lengi að bregðast við hitabreytingum en ef það fer að kólna munu þeir vaxa á nýjan leik. „Eins og málin standa virðist hitastigið vera að hækka í heiminum,“ segir Páll. „Þá mun bráðnunin taka skemmri tíma.“
Birtist í Fréttablaðinu Hornafjörður Umhverfismál Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Sjá meira