Mat Hafró að veiðar á sæbjúgum hafi verið langt umfram það sem stofninn þolir Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. ágúst 2019 16:19 Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra, hefur sett nýja reglugerð um veiðar á sæbjúgum en breytingar á reglum er gerðar á grundvelli vísindalegrar ráðgjafar frá Hafró. vísir/vilhelm Það er mat Hafrannsóknastofnunar að veiðar á sæbjúgum á síðasta ári hafi verið langt umfram það sem stofninn þolir. Við þeirri alvarlegu stöðu þurfti að bregðast og því var reglum um sæbjúgnaveiðar breytt. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið vill árétta að breytingar á reglunum eru gerðar á grundvelli vísindalegrar ráðgjafar Hafrannsóknarstofnunar. Tilefni breytinga er þróunin í stofninum á síðastliðnum en á í tilkynningu á vef stjórnarráðsins segir: „Í nýlega settri reglugerð er veigamesta breytingin sú að í stað þriggja skilgreindra veiðisvæða koma sjö veiðisvæði sem eru mun stærri hvert um sig en áður voru í gildi. Nýju veiðisvæðin eru ákveðin samkvæmt ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar í samvinnu við ráðuneytið. Að auki má nefna að fyrirtæki geta óskað eftir tilraunaleyfi vilji þau reyna fyrir sér utan hinna skilgreindu veiðisvæða.“ Fyrirtækið Hafnarnes VER í Þorlákshöfn sagði í dag upp rúmlega tuttugu starfsmönnum í fiskvinnslu fyrirtækisins. Uppsagnirnar eru raktar beint til breytinga á reglugerðinni um sæbjúgu en í fréttatilkynningu gagnrýndi Ólafur Hannesson, framkvæmdastjóri Hafnarnes, Hafró harðlega sem og Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra: „Uppsagnir dagsins í dag má rekja beint til vafasamrar og óvísindalegrar ráðgjafar Hafró við fiskveiðiráðgjöf á sæbjúgum og skeytingarleysis sjávarútvegsráðuneytisins gagnvart hagsmunum vinnandi fólks á landsbyggðinni og hag smærri bæjarfélaga. […] Fyrr á árinu gaf Hafró út nýja fiskveiðiráðgjöf, þar sem lagt var til tæplega 60% samdrátt á sæbjúgnaveiðum frá fyrra fiskveiðiári. Ljóst er að enginn framleiðslustarfsemi getur staðið slíkan hráefnissamdrátt af sér án afleiðinga. Þvert á gagnstæð sjónarmið hefur Kristján Þór Júlíusson kosið að trúa ráðgjöf Hafró eins og nýju neti – eitthvað sem allir góðir skipstjórar gjalda varhug við, jafnvel þeir sem komnir eru á bak við skrifborð. Sjávarútvegsráðherra hefur kosið að fela sig á bak við ráðleggingar Hafró og þorir ekki að standa með þeim fyrirtækjum og því starfsfólki sem reiðir sig á veiðar sæbjúgna í stað þess að stíga í lappirnar gagnvart Hafró sem hefur viðurkennt að lítil þekking sé á tegundinni þar innanborðs og þörf sé á frekari rannsóknum, þekkingarleysið hefur þó ekki stuðlað að auðmýkt í vinnubrögðum þeirra sem hafa bein áhrif til hins verra á lífsviðurværi fjölda fólks á landinu,“ sagði í tilkynningu fyrirtækisins í morgun en nánar má lesa um málið hér. Alþingi Sjávarútvegur Ölfus Tengdar fréttir Á þriðja tug sagt upp hjá Hafnarnesi í Þorlákshöfn Fiskvinnslan Hafnarnes VER í Þorlákshöfn sagði í dag upp 21 starfsmanni. Þá voru nokkrir sem fá ekki framhald á tímabundnum ráðningarsamningi auk þess sem ekki hefur verið ráðið í stöður undanfarið hjá fyrirtækinu sem fólk hefur hætt í. 30. ágúst 2019 10:11 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Fleiri fréttir Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Sjá meira
Það er mat Hafrannsóknastofnunar að veiðar á sæbjúgum á síðasta ári hafi verið langt umfram það sem stofninn þolir. Við þeirri alvarlegu stöðu þurfti að bregðast og því var reglum um sæbjúgnaveiðar breytt. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið vill árétta að breytingar á reglunum eru gerðar á grundvelli vísindalegrar ráðgjafar Hafrannsóknarstofnunar. Tilefni breytinga er þróunin í stofninum á síðastliðnum en á í tilkynningu á vef stjórnarráðsins segir: „Í nýlega settri reglugerð er veigamesta breytingin sú að í stað þriggja skilgreindra veiðisvæða koma sjö veiðisvæði sem eru mun stærri hvert um sig en áður voru í gildi. Nýju veiðisvæðin eru ákveðin samkvæmt ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar í samvinnu við ráðuneytið. Að auki má nefna að fyrirtæki geta óskað eftir tilraunaleyfi vilji þau reyna fyrir sér utan hinna skilgreindu veiðisvæða.“ Fyrirtækið Hafnarnes VER í Þorlákshöfn sagði í dag upp rúmlega tuttugu starfsmönnum í fiskvinnslu fyrirtækisins. Uppsagnirnar eru raktar beint til breytinga á reglugerðinni um sæbjúgu en í fréttatilkynningu gagnrýndi Ólafur Hannesson, framkvæmdastjóri Hafnarnes, Hafró harðlega sem og Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra: „Uppsagnir dagsins í dag má rekja beint til vafasamrar og óvísindalegrar ráðgjafar Hafró við fiskveiðiráðgjöf á sæbjúgum og skeytingarleysis sjávarútvegsráðuneytisins gagnvart hagsmunum vinnandi fólks á landsbyggðinni og hag smærri bæjarfélaga. […] Fyrr á árinu gaf Hafró út nýja fiskveiðiráðgjöf, þar sem lagt var til tæplega 60% samdrátt á sæbjúgnaveiðum frá fyrra fiskveiðiári. Ljóst er að enginn framleiðslustarfsemi getur staðið slíkan hráefnissamdrátt af sér án afleiðinga. Þvert á gagnstæð sjónarmið hefur Kristján Þór Júlíusson kosið að trúa ráðgjöf Hafró eins og nýju neti – eitthvað sem allir góðir skipstjórar gjalda varhug við, jafnvel þeir sem komnir eru á bak við skrifborð. Sjávarútvegsráðherra hefur kosið að fela sig á bak við ráðleggingar Hafró og þorir ekki að standa með þeim fyrirtækjum og því starfsfólki sem reiðir sig á veiðar sæbjúgna í stað þess að stíga í lappirnar gagnvart Hafró sem hefur viðurkennt að lítil þekking sé á tegundinni þar innanborðs og þörf sé á frekari rannsóknum, þekkingarleysið hefur þó ekki stuðlað að auðmýkt í vinnubrögðum þeirra sem hafa bein áhrif til hins verra á lífsviðurværi fjölda fólks á landinu,“ sagði í tilkynningu fyrirtækisins í morgun en nánar má lesa um málið hér.
Alþingi Sjávarútvegur Ölfus Tengdar fréttir Á þriðja tug sagt upp hjá Hafnarnesi í Þorlákshöfn Fiskvinnslan Hafnarnes VER í Þorlákshöfn sagði í dag upp 21 starfsmanni. Þá voru nokkrir sem fá ekki framhald á tímabundnum ráðningarsamningi auk þess sem ekki hefur verið ráðið í stöður undanfarið hjá fyrirtækinu sem fólk hefur hætt í. 30. ágúst 2019 10:11 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Fleiri fréttir Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Sjá meira
Á þriðja tug sagt upp hjá Hafnarnesi í Þorlákshöfn Fiskvinnslan Hafnarnes VER í Þorlákshöfn sagði í dag upp 21 starfsmanni. Þá voru nokkrir sem fá ekki framhald á tímabundnum ráðningarsamningi auk þess sem ekki hefur verið ráðið í stöður undanfarið hjá fyrirtækinu sem fólk hefur hætt í. 30. ágúst 2019 10:11