Héraðið hlýtur 70 milljóna dreifingarstyrk Birgir Olgeirsson skrifar 30. ágúst 2019 10:37 Arndís Hrönn Egilsdóttir og Sigurður Sigurjónsson í hlutverkum sínum í Héraðinu. Héraðið Kvikmyndin Héraðið hlaut nýverið 518.000 evrur eða rúmlega 70 milljóna króna styrk frá Creative Europe MEDIA til dreifingar í 28 Evrópulöndum. Framleiðandi myndarinnar segir þetta mikilvæga og verðmæta viðurkenningu fyrir myndina. „Þetta þýðir í raun að fjöldi dreifingaraðila út um alla Evrópu skipta þessum styrk á milli sín og leggja annað eins af mörkum til að kynna myndina og laða að fólk í kvikmyndahús. Myndin okkar verður því markaðssett fyrir tæplega 150 milljónir í Evrópu. Markaðssvæðin eru ólík og dreifingaraðilar eru þ.a.l. með ólíkar áherslur, þess vegna eru til að mynda fjórar útgáfur af veggspjaldi fyrir myndina í umferð og myndin heitir MJÓLK í Frakklandi,” segir Grímar Jónsson, framleiðandi myndarinnar. Héraðið var frumsýnd þann 14. ágúst síðastliðin hér á landi en nú hafa um 7.000 manns um allt land séð myndina. „Næst á dagskrá hjá okkur er að frumsýna myndina alþjóðlega á kvikmyndahátíðinni í Toronto í flokki sem kallast Contemporary World Cinema. Við hlökkum mikið til þess,“ bætir Grímar við. Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Lífið Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Kvikmyndin Héraðið hlaut nýverið 518.000 evrur eða rúmlega 70 milljóna króna styrk frá Creative Europe MEDIA til dreifingar í 28 Evrópulöndum. Framleiðandi myndarinnar segir þetta mikilvæga og verðmæta viðurkenningu fyrir myndina. „Þetta þýðir í raun að fjöldi dreifingaraðila út um alla Evrópu skipta þessum styrk á milli sín og leggja annað eins af mörkum til að kynna myndina og laða að fólk í kvikmyndahús. Myndin okkar verður því markaðssett fyrir tæplega 150 milljónir í Evrópu. Markaðssvæðin eru ólík og dreifingaraðilar eru þ.a.l. með ólíkar áherslur, þess vegna eru til að mynda fjórar útgáfur af veggspjaldi fyrir myndina í umferð og myndin heitir MJÓLK í Frakklandi,” segir Grímar Jónsson, framleiðandi myndarinnar. Héraðið var frumsýnd þann 14. ágúst síðastliðin hér á landi en nú hafa um 7.000 manns um allt land séð myndina. „Næst á dagskrá hjá okkur er að frumsýna myndina alþjóðlega á kvikmyndahátíðinni í Toronto í flokki sem kallast Contemporary World Cinema. Við hlökkum mikið til þess,“ bætir Grímar við.
Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Lífið Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira