Þingfundum verður frestað og útlit fyrir að kosningum verði hafnað Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 9. september 2019 19:00 Stjórnarandstaðan á Bretlandi mun að öllum líkindum hafna tillögu Boris Johnson forsætisráðherra um að boða snemma til kosninga. Stjórnarandstaðan hafði áður tilkynnt um að hún myndi ekki styðja tillögu Boris Johnson um að boða til kosninga í dag, rétt eins og hún hafnaði henni í síðustu viku. Ástæðan var sú að þingmenn vildu fyrst að Johnson kæmist að formlegu samkomulagi við Evrópusambandið um að fresta útgöngu Breta og þannig koma í veg fyrir að Bretar gangi út án samnings þann 31. október. Í dag varð að lögum frumvarp stjórnarandstöðunnar sem skuldbindur Johnson til þess að biðja um frest. Þingmenn þurftu að vera á harðahlaupum enda er þingfundum frestað frá deginum í dag og allt þar til 14. október. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, var ósáttur við Johnson í gær og sagði hann reyna að forðast erfiðar spurningar með því að fresta þingfundum. Um kosningar hafði hann þetta að segja: „Við munum gera allt sem við getum til þess að fyrirbyggja að við förum út án samnings þann 31. október og munum ekki styðja tillögu um kosningar fyrr en ljóst er að það gerist ekki. Við viljum öll kosningar. Við viljum öll komast hjá samningslausri útgöngu.“ John Bercow, forseti breska þingsins og þingmaður Íhaldsflokksins, sagði fyrr í dag að ef þingið samþykkti kosningar myndi hann sitja út kjörtímabilið en ekki gefa kost á sér á ný. Ef ekki kæmi til kosninga myndi hann stíga til hliðar þann 31. október. En Boris Johnson fundaði sjálfur með Leo Varadkar, forsætisráðherra Írlands, í Dyflinni í dag um útgöngumálið. Voru þeir sammála um að þeir vildu síður að útgöngu væri frestað og að þeir vildu reyna að ná samkomulagi sem fyrst. Bretland Brexit Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Fleiri fréttir Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Sjá meira
Stjórnarandstaðan á Bretlandi mun að öllum líkindum hafna tillögu Boris Johnson forsætisráðherra um að boða snemma til kosninga. Stjórnarandstaðan hafði áður tilkynnt um að hún myndi ekki styðja tillögu Boris Johnson um að boða til kosninga í dag, rétt eins og hún hafnaði henni í síðustu viku. Ástæðan var sú að þingmenn vildu fyrst að Johnson kæmist að formlegu samkomulagi við Evrópusambandið um að fresta útgöngu Breta og þannig koma í veg fyrir að Bretar gangi út án samnings þann 31. október. Í dag varð að lögum frumvarp stjórnarandstöðunnar sem skuldbindur Johnson til þess að biðja um frest. Þingmenn þurftu að vera á harðahlaupum enda er þingfundum frestað frá deginum í dag og allt þar til 14. október. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, var ósáttur við Johnson í gær og sagði hann reyna að forðast erfiðar spurningar með því að fresta þingfundum. Um kosningar hafði hann þetta að segja: „Við munum gera allt sem við getum til þess að fyrirbyggja að við förum út án samnings þann 31. október og munum ekki styðja tillögu um kosningar fyrr en ljóst er að það gerist ekki. Við viljum öll kosningar. Við viljum öll komast hjá samningslausri útgöngu.“ John Bercow, forseti breska þingsins og þingmaður Íhaldsflokksins, sagði fyrr í dag að ef þingið samþykkti kosningar myndi hann sitja út kjörtímabilið en ekki gefa kost á sér á ný. Ef ekki kæmi til kosninga myndi hann stíga til hliðar þann 31. október. En Boris Johnson fundaði sjálfur með Leo Varadkar, forsætisráðherra Írlands, í Dyflinni í dag um útgöngumálið. Voru þeir sammála um að þeir vildu síður að útgöngu væri frestað og að þeir vildu reyna að ná samkomulagi sem fyrst.
Bretland Brexit Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Fleiri fréttir Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Sjá meira