Engin miskunn hjá Magnúsi Kolbrún Baldursdóttir skrifar 9. september 2019 14:22 Félagsbústaðir hafa nýlega gert þær breytingar að skuldir sem til verða hjá leigjendum eru sendar í innheimtu til þriðja aðila. Fram til þessa hafa leigjendur getað samið um greiðsludreifingu á skrifstofu félagsins. Nú hafa Félagsbústaðir fallið frá samkomulagi um greiðsludreifingu og greiðslufresti á skrifstofu félagsins. Þetta veldur mér sem borgarfulltrúa áhyggjum. Félagsbústaðir eru í eigu borgarinnar, settir á laggirnar til að halda utan um okkar verst settu borgarbúa. Enginn leikur sér að því að standa ekki við skuldbindingar sínar. Leigjendur Félagsbústaða sem skulda leigu eru uggandi og kvíða því að þurfa að glíma við innheimtulögfræðinga í stað þess að geta samið um skuld sína við skrifstofuna. Engu máli skiptir hvort skuldin er stór eða smá. Dæmi er um að mánaðardráttur á greiðslu leiði til þess að þriðja aðila, Motus, sé falin innheimta með tilheyrandi kostnaði.Leigjendur eru viðkvæmur hópur með lítið milli handanna Margir leigjendur Félagsbústaða eru fjárhagslega aðþrengdir. Fólk sem reglulega hefur staðið í skilum en lendir í greiðsluerfiðleikum vegna óvæntra atvika, t.d. veikinda, verður nú fyrir kostnaðarsömum innheimtuaðgerðum. Það er umhugsunarefni að Félagsbústaðir skuli beina leigjendum sem skulda til lögfræðinga frekar en að gefa þeim kost á að semja við skrifstofuna. Þegar skuld er komin í innheimtu þá bætast fljótt við dráttarvextir sé hún ekki greidd. Það gerir stöðu skuldarans enn erfiðari og dregur úr líkum þess að hann geti greitt skuldina. Vissulega er boðið upp á greiðsludreifingu en það getur skrifstofan allt eins gert og hefur gert í gegnum tíðina. Flokkur fólksins hefur lagt fram tillögu um að þessu verði snúið til baka og að Félagsbústaðir haldi sjálfir utan um greiðsludreifingu leiguskulda hjá leigjendum sínum. Innheimtuþjónusta lögfræðinga er kostnaðarsöm, ekki aðeins fyrir leigjendur heldur einnig fyrir Félagsbústaði. Fyrsta hugsun hjá fyrirtæki eins og Félagsbússtöðum ætti að snúast um hag og líðan leigjendanna. Allt regluverk þarf að vera manneskjulegt, sanngjarnt og taka mið af aðstæðum hvers og eins. Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagsmál Kolbrún Baldursdóttir Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Félagsbústaðir hafa nýlega gert þær breytingar að skuldir sem til verða hjá leigjendum eru sendar í innheimtu til þriðja aðila. Fram til þessa hafa leigjendur getað samið um greiðsludreifingu á skrifstofu félagsins. Nú hafa Félagsbústaðir fallið frá samkomulagi um greiðsludreifingu og greiðslufresti á skrifstofu félagsins. Þetta veldur mér sem borgarfulltrúa áhyggjum. Félagsbústaðir eru í eigu borgarinnar, settir á laggirnar til að halda utan um okkar verst settu borgarbúa. Enginn leikur sér að því að standa ekki við skuldbindingar sínar. Leigjendur Félagsbústaða sem skulda leigu eru uggandi og kvíða því að þurfa að glíma við innheimtulögfræðinga í stað þess að geta samið um skuld sína við skrifstofuna. Engu máli skiptir hvort skuldin er stór eða smá. Dæmi er um að mánaðardráttur á greiðslu leiði til þess að þriðja aðila, Motus, sé falin innheimta með tilheyrandi kostnaði.Leigjendur eru viðkvæmur hópur með lítið milli handanna Margir leigjendur Félagsbústaða eru fjárhagslega aðþrengdir. Fólk sem reglulega hefur staðið í skilum en lendir í greiðsluerfiðleikum vegna óvæntra atvika, t.d. veikinda, verður nú fyrir kostnaðarsömum innheimtuaðgerðum. Það er umhugsunarefni að Félagsbústaðir skuli beina leigjendum sem skulda til lögfræðinga frekar en að gefa þeim kost á að semja við skrifstofuna. Þegar skuld er komin í innheimtu þá bætast fljótt við dráttarvextir sé hún ekki greidd. Það gerir stöðu skuldarans enn erfiðari og dregur úr líkum þess að hann geti greitt skuldina. Vissulega er boðið upp á greiðsludreifingu en það getur skrifstofan allt eins gert og hefur gert í gegnum tíðina. Flokkur fólksins hefur lagt fram tillögu um að þessu verði snúið til baka og að Félagsbústaðir haldi sjálfir utan um greiðsludreifingu leiguskulda hjá leigjendum sínum. Innheimtuþjónusta lögfræðinga er kostnaðarsöm, ekki aðeins fyrir leigjendur heldur einnig fyrir Félagsbústaði. Fyrsta hugsun hjá fyrirtæki eins og Félagsbússtöðum ætti að snúast um hag og líðan leigjendanna. Allt regluverk þarf að vera manneskjulegt, sanngjarnt og taka mið af aðstæðum hvers og eins. Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun