Falleg lömb í Hrútatungurétt Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 8. september 2019 12:30 Gunnar Þórarinsson bóndi á Þóroddsstöðum í Hrútafirði, sem var ánægður með lömbin í réttinni í gær. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Sauðfjárbændur í Hrútafirði í Vestur Húnavatnssýslu voru ánægðir í gær með lömbin, sem þeir drógu í dilka í Hrútatungurétt því þau voru væn og falleg. Bændurnir eru þó mest ánægðir með það að ungt fólk er að flytja í sveitina og hefja sauðfjárbúskap. Um fjögur þúsund fjár voru í Hrútatungurétt í gær. Bændur og búalið, ásamt gestum þeirra mættu í réttirnar til að draga féð í dilka. Bændur voru sammála um að lömbin kæmu falleg af fjalli. Gunnar Þórarinsson, er sauðfjárbóndi á Þóroddsstöðum. "Féð lítur bara ágætlega út sýnist mér, þetta verða vænir dilkar í góðu meðallag“. Gunnar segir að afrétturinn hafi litið mjög vel út þrátt fyrir þurrka í sumar. Hann segir að sumarið hafi verið bændum í Hrútafirði gott, mikil norðanátt en að hún hafi verið hlý. Lömbunum er slátrað í sláturhúsinu á Hvammstanga. Bálkastaðir í Hrútafirði þar sem Brynjar Ægir og Guðný Kristín hafa keypt jörðina og tekið við fjárbúskapnum með sín fjögur börn.Magnús HynurGunnar segir mjög ánægjulegt að sjá að ungt fólk er að flytja í Hrútafjörð og taka við sauðfjárbúskap, það sé skemmtileg þróun. „Já, sem betur fer er greinilega hópur af ungu fólki, sem hefur áhuga á að koma í búskapinn. Þetta er náttúrulega ákveðinn lífstíll og skemmtilegur lífsstíll þó afkoman sé kannski ekki nógu góð, en þá samt höfðar greinilega til einhvers hóps af góðu fólki að fara að búa“. En hvað er það við íslensku sauðfjárkindina, sem er svona spennandi þegar sauðfjárbúskapur er annars vegar? „Þetta er mjög fjölbreytt, bóndinn þarf eiginlega að kunna á nánast alla þætti í búskapnum, bæði vélar og ræktun og svo meðhöndlun og fóðrum á fénu og annað, þannig að það er skemmtilegt í þessu eins og flestu öðru, sem fólk hefur áhuga á að gera“, segir Gunnar. Brynjar Ægir Ottesen og Guðný Kristín Guðnadóttir, sem eru um þrítugt með fjögur börn tóku nýlega við sauðfjárbúskapnum á bænum Bálkastöðum í Hrútafirði en þau eru bæði úr Hvalfjarðasveit. Brynjar Ægir segir frábært að vera orðinn sauðfjárbóndi en þau eru með um fimm hundruð fjár og jörðin þeirra er um fimm hundruð hektarar. „Þetta er bara þráhyggja held ég, ég er bara fullur bjartsýni, þetta er mjög gaman. Við erum bara bjartsýn, við erum að láta drauminn rætast“, segir Brynjar Ægir.Um fjögur þúsund fullorðnar kindur og lömb voru í Hrútatungurétt.Magnús Hlynur Húnaþing vestra Landbúnaður Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Sauðfjárbændur í Hrútafirði í Vestur Húnavatnssýslu voru ánægðir í gær með lömbin, sem þeir drógu í dilka í Hrútatungurétt því þau voru væn og falleg. Bændurnir eru þó mest ánægðir með það að ungt fólk er að flytja í sveitina og hefja sauðfjárbúskap. Um fjögur þúsund fjár voru í Hrútatungurétt í gær. Bændur og búalið, ásamt gestum þeirra mættu í réttirnar til að draga féð í dilka. Bændur voru sammála um að lömbin kæmu falleg af fjalli. Gunnar Þórarinsson, er sauðfjárbóndi á Þóroddsstöðum. "Féð lítur bara ágætlega út sýnist mér, þetta verða vænir dilkar í góðu meðallag“. Gunnar segir að afrétturinn hafi litið mjög vel út þrátt fyrir þurrka í sumar. Hann segir að sumarið hafi verið bændum í Hrútafirði gott, mikil norðanátt en að hún hafi verið hlý. Lömbunum er slátrað í sláturhúsinu á Hvammstanga. Bálkastaðir í Hrútafirði þar sem Brynjar Ægir og Guðný Kristín hafa keypt jörðina og tekið við fjárbúskapnum með sín fjögur börn.Magnús HynurGunnar segir mjög ánægjulegt að sjá að ungt fólk er að flytja í Hrútafjörð og taka við sauðfjárbúskap, það sé skemmtileg þróun. „Já, sem betur fer er greinilega hópur af ungu fólki, sem hefur áhuga á að koma í búskapinn. Þetta er náttúrulega ákveðinn lífstíll og skemmtilegur lífsstíll þó afkoman sé kannski ekki nógu góð, en þá samt höfðar greinilega til einhvers hóps af góðu fólki að fara að búa“. En hvað er það við íslensku sauðfjárkindina, sem er svona spennandi þegar sauðfjárbúskapur er annars vegar? „Þetta er mjög fjölbreytt, bóndinn þarf eiginlega að kunna á nánast alla þætti í búskapnum, bæði vélar og ræktun og svo meðhöndlun og fóðrum á fénu og annað, þannig að það er skemmtilegt í þessu eins og flestu öðru, sem fólk hefur áhuga á að gera“, segir Gunnar. Brynjar Ægir Ottesen og Guðný Kristín Guðnadóttir, sem eru um þrítugt með fjögur börn tóku nýlega við sauðfjárbúskapnum á bænum Bálkastöðum í Hrútafirði en þau eru bæði úr Hvalfjarðasveit. Brynjar Ægir segir frábært að vera orðinn sauðfjárbóndi en þau eru með um fimm hundruð fjár og jörðin þeirra er um fimm hundruð hektarar. „Þetta er bara þráhyggja held ég, ég er bara fullur bjartsýni, þetta er mjög gaman. Við erum bara bjartsýn, við erum að láta drauminn rætast“, segir Brynjar Ægir.Um fjögur þúsund fullorðnar kindur og lömb voru í Hrútatungurétt.Magnús Hlynur
Húnaþing vestra Landbúnaður Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira