Breskur ráðherra hættir í ríkisstjórninni og Íhaldsflokknum Samúel Karl Ólason skrifar 7. september 2019 20:43 Amber Rudd, fyrrverandi atvinnu og eftirlaunaráðherra Bretlands. AP/Alberto Pezzali Amber Rudd, atvinnu og eftirlaunaráðherra Bretlands, hefur sagt af sér og er hætt í Íhaldsflokknum. Ástæðuna segir hún vera að dyggir hófsamir íhaldsmenn hafi verið reknir úr flokknum. Í afsagnarbréfi sínu sagði Rudd að hún teldi forystu Íhaldsflokksins vilja úrgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu án samnings. Hún segir mikilli orku varið í undirbúning fyrir Brexit án samnings og sambærilegri orku sé ekki varið í viðræður við ESB. Þá lýsti Rudd því yfir að ákvörðun Boris Johnson, forsætisráðherra, að reka þá þingmenn flokksins sem kusu gegn honum væri til marks um skammsýni og hann hefði unnið skemmdarverk á flokknum.I have resigned from Cabinet and surrendered the Conservative Whip. I cannot stand by as good, loyal moderate Conservatives are expelled. I have spoken to the PM and my Association Chairman to explain. I remain committed to the One Nation values that drew me into politics. pic.twitter.com/kYmZHbLMES — Amber Rudd MP (@AmberRuddHR) September 7, 2019 Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, gæti verið dæmdur til fangelsisvistar ef hann neitar að biðja ESB um frest á Brexit. Þetta segir fyrrverandi yfirsaksóknari við fréttastofu Sky. Þingið hefur tekið völdin af Johnson og sett lög um að fresta eigi Brexit.Johnson sjálfur segir það þó ekki koma til greina og á dögunum sagðist hann frekar vilja „liggja dauður í skurði“.Ken MacDonald, sem var yfirmaður ríkissaksóknara á árunum 2003 til 2008, segir að verði mál höfðað gegn Johnson myndu dómstólar úrskurða að lögunum bæri að fylgja. Í kjölfar þess yrði Johnson dæmdur til fangelsisvistar fyrir að sýna dómstólum vanvirðingu, ef hann myndi ekki biðja um frest. MacDonald sagði það hefðbundna starfshætti dómstóla. Hins vegar kæmi til greina að dómarar myndu úrskurða að annar aðili að ríkisstjórn Johnson eða háttsettur embættismaður í Bretlandi ætti að biðja um frest í stað Johnson. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Stjórnarandstaðan hafnar nýjum kosningum Flokkarnir sem mynda stjórnarandstöðuna í Bretlandi hafa sammælst um að hafna kröfu Boris Johnson, forsætisráðherra, um að haldnar verði þingkosningar fyrir leiðtogafund Evrópusambandsins í október, þegar Bretland á að ganga úr sambandinu. 6. september 2019 12:06 Herkænska eða hrunadans Johnsons Bresk stjórnmál eru í uppnámi og almenningur getur lítið gert annað en að fylgjast agndofa með. Líkt og í House of Cards er ráðabrugg að tjaldabaki og Boris Johnson horfir marga leiki fram í tímann. 7. september 2019 07:30 Johnson segir stjórnarandstöðuna hrædda við vilja þjóðarinnar Breska stjórnarandstaðan ætlar ekki að styðja tillögu Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, um að boða til kosninga. 6. september 2019 19:00 Johnson segist frekar vilja „liggja dauður í skurði“ en sækja um frest til Brussel Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, ætlar að reyna aftur að boða til kosninga. Þingstyrkur stjórnar hans heldur áfram að minnka og óljóst er hvort stjórnarandstaðan styðji tillögu um nýjar kosningar. 5. september 2019 19:00 Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Við vitum að áföllin munu koma“ Innlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Fleiri fréttir Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Sjá meira
Amber Rudd, atvinnu og eftirlaunaráðherra Bretlands, hefur sagt af sér og er hætt í Íhaldsflokknum. Ástæðuna segir hún vera að dyggir hófsamir íhaldsmenn hafi verið reknir úr flokknum. Í afsagnarbréfi sínu sagði Rudd að hún teldi forystu Íhaldsflokksins vilja úrgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu án samnings. Hún segir mikilli orku varið í undirbúning fyrir Brexit án samnings og sambærilegri orku sé ekki varið í viðræður við ESB. Þá lýsti Rudd því yfir að ákvörðun Boris Johnson, forsætisráðherra, að reka þá þingmenn flokksins sem kusu gegn honum væri til marks um skammsýni og hann hefði unnið skemmdarverk á flokknum.I have resigned from Cabinet and surrendered the Conservative Whip. I cannot stand by as good, loyal moderate Conservatives are expelled. I have spoken to the PM and my Association Chairman to explain. I remain committed to the One Nation values that drew me into politics. pic.twitter.com/kYmZHbLMES — Amber Rudd MP (@AmberRuddHR) September 7, 2019 Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, gæti verið dæmdur til fangelsisvistar ef hann neitar að biðja ESB um frest á Brexit. Þetta segir fyrrverandi yfirsaksóknari við fréttastofu Sky. Þingið hefur tekið völdin af Johnson og sett lög um að fresta eigi Brexit.Johnson sjálfur segir það þó ekki koma til greina og á dögunum sagðist hann frekar vilja „liggja dauður í skurði“.Ken MacDonald, sem var yfirmaður ríkissaksóknara á árunum 2003 til 2008, segir að verði mál höfðað gegn Johnson myndu dómstólar úrskurða að lögunum bæri að fylgja. Í kjölfar þess yrði Johnson dæmdur til fangelsisvistar fyrir að sýna dómstólum vanvirðingu, ef hann myndi ekki biðja um frest. MacDonald sagði það hefðbundna starfshætti dómstóla. Hins vegar kæmi til greina að dómarar myndu úrskurða að annar aðili að ríkisstjórn Johnson eða háttsettur embættismaður í Bretlandi ætti að biðja um frest í stað Johnson.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Stjórnarandstaðan hafnar nýjum kosningum Flokkarnir sem mynda stjórnarandstöðuna í Bretlandi hafa sammælst um að hafna kröfu Boris Johnson, forsætisráðherra, um að haldnar verði þingkosningar fyrir leiðtogafund Evrópusambandsins í október, þegar Bretland á að ganga úr sambandinu. 6. september 2019 12:06 Herkænska eða hrunadans Johnsons Bresk stjórnmál eru í uppnámi og almenningur getur lítið gert annað en að fylgjast agndofa með. Líkt og í House of Cards er ráðabrugg að tjaldabaki og Boris Johnson horfir marga leiki fram í tímann. 7. september 2019 07:30 Johnson segir stjórnarandstöðuna hrædda við vilja þjóðarinnar Breska stjórnarandstaðan ætlar ekki að styðja tillögu Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, um að boða til kosninga. 6. september 2019 19:00 Johnson segist frekar vilja „liggja dauður í skurði“ en sækja um frest til Brussel Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, ætlar að reyna aftur að boða til kosninga. Þingstyrkur stjórnar hans heldur áfram að minnka og óljóst er hvort stjórnarandstaðan styðji tillögu um nýjar kosningar. 5. september 2019 19:00 Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Við vitum að áföllin munu koma“ Innlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Fleiri fréttir Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Sjá meira
Stjórnarandstaðan hafnar nýjum kosningum Flokkarnir sem mynda stjórnarandstöðuna í Bretlandi hafa sammælst um að hafna kröfu Boris Johnson, forsætisráðherra, um að haldnar verði þingkosningar fyrir leiðtogafund Evrópusambandsins í október, þegar Bretland á að ganga úr sambandinu. 6. september 2019 12:06
Herkænska eða hrunadans Johnsons Bresk stjórnmál eru í uppnámi og almenningur getur lítið gert annað en að fylgjast agndofa með. Líkt og í House of Cards er ráðabrugg að tjaldabaki og Boris Johnson horfir marga leiki fram í tímann. 7. september 2019 07:30
Johnson segir stjórnarandstöðuna hrædda við vilja þjóðarinnar Breska stjórnarandstaðan ætlar ekki að styðja tillögu Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, um að boða til kosninga. 6. september 2019 19:00
Johnson segist frekar vilja „liggja dauður í skurði“ en sækja um frest til Brussel Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, ætlar að reyna aftur að boða til kosninga. Þingstyrkur stjórnar hans heldur áfram að minnka og óljóst er hvort stjórnarandstaðan styðji tillögu um nýjar kosningar. 5. september 2019 19:00