Styðja sameiningu sveitarfélaga Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 6. september 2019 20:00 Samband íslenskra sveitarfélaga samþykkti á aukaþingi í dag að styðja þingsályktunartillögu samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um sameiningu sveitarfélaga. Samþykki Alþingi tillöguna munu sveitarfélögin, sem nú eru sjötíu og tvö, fækka um allt að fjörutíu á næstu sjö árum. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið birti um miðjan ágústmánuð stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga til ársins 2033. Þar er meðal annars gert ráð fyrir að sveitarfélögum fækki um allt að 40 á næstu sjö árum og að lágmarksíbúafjöldi sveitarfélags verði ekki færri en þúsund íbúar. Á aukaþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga sem fram fór í dag var samþykkt að styðja tillögu ráðherra. „Þannig að nú erum við að sjá fram á gjörbreytt umhverfi á sveitarstjórnarstiginu á næstu árum sem ég held að verði til hagsbóta fyrir sveitarfélögin og fyrir íbúa í landinu ekki síst,“ sagði Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Tillagan hefur mætt nokkurri andstöðu meðal sveitarstjóra. Skiptar skoðanir voru á fundinum í dag, sér í lagi um lágmarksíbúafjölda sveitarfélaga. „Það lá alveg fyrir að það væru skiptar skoðanir. Ég ber alveg virðingu fyrir því sjónarmiði að fólki finnist þetta erfitt skref að stíga. Þetta er óumflýjalegt að setja einhvers konar línu í sandinn sem að gefur til kynna hvað við teljum vera eðlilega stærð á sveitarfélagi til þess að geta veitt þjónustu eins og sveitarfélögum ber að gera samkvæmt lögum,“ sagði Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. „Ég tel mikilvægt að núna eftir þennan fund og þessa samþykkt að þá fari sveitarfélögin heim og hugsi sinn gang. Það er nægur tími til stefnu og svo verður auðvitað umræða í þinginu í vetur um þingsályktunina,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Þá vonar Aldís að þingmenn virði vilja sveitarstjórnarmanna þegar tillagan verður flutt í þinginu í haust. „Vilji sveitarstjórnarmanna liggur fyrir eftir fundinn í dag, hann er mjög skýr þannig að boltinn er hjá Alþingi og ég trúi ekki öðru en að alþingismenn virði vilja sveitarstjórnarstigsins á Íslandi,“ sagði Aldís. Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Telur að lögbundinn lágmarksíbúafjöldi geti leitt til verri þjónustu Sveitarstjóra Grýtubakkahrepps líst illa á tillögur um að lögbundinn lágmarksíbúafjöldi sveitarfélaga miðist við þúsund. Hann telur að með því muni þjónusta í mörgum sveitarfélögum versna, þvert á það sem lagt er upp með í tillögum stjórnvalda. 15. ágúst 2019 20:00 Hugnast ekki þvinguð sameining Hann vill að frekar verði horft til þeirrar samvinnu sem nú þegar sé á milli. 31. ágúst 2019 20:30 Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Samband íslenskra sveitarfélaga samþykkti á aukaþingi í dag að styðja þingsályktunartillögu samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um sameiningu sveitarfélaga. Samþykki Alþingi tillöguna munu sveitarfélögin, sem nú eru sjötíu og tvö, fækka um allt að fjörutíu á næstu sjö árum. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið birti um miðjan ágústmánuð stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga til ársins 2033. Þar er meðal annars gert ráð fyrir að sveitarfélögum fækki um allt að 40 á næstu sjö árum og að lágmarksíbúafjöldi sveitarfélags verði ekki færri en þúsund íbúar. Á aukaþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga sem fram fór í dag var samþykkt að styðja tillögu ráðherra. „Þannig að nú erum við að sjá fram á gjörbreytt umhverfi á sveitarstjórnarstiginu á næstu árum sem ég held að verði til hagsbóta fyrir sveitarfélögin og fyrir íbúa í landinu ekki síst,“ sagði Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Tillagan hefur mætt nokkurri andstöðu meðal sveitarstjóra. Skiptar skoðanir voru á fundinum í dag, sér í lagi um lágmarksíbúafjölda sveitarfélaga. „Það lá alveg fyrir að það væru skiptar skoðanir. Ég ber alveg virðingu fyrir því sjónarmiði að fólki finnist þetta erfitt skref að stíga. Þetta er óumflýjalegt að setja einhvers konar línu í sandinn sem að gefur til kynna hvað við teljum vera eðlilega stærð á sveitarfélagi til þess að geta veitt þjónustu eins og sveitarfélögum ber að gera samkvæmt lögum,“ sagði Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. „Ég tel mikilvægt að núna eftir þennan fund og þessa samþykkt að þá fari sveitarfélögin heim og hugsi sinn gang. Það er nægur tími til stefnu og svo verður auðvitað umræða í þinginu í vetur um þingsályktunina,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Þá vonar Aldís að þingmenn virði vilja sveitarstjórnarmanna þegar tillagan verður flutt í þinginu í haust. „Vilji sveitarstjórnarmanna liggur fyrir eftir fundinn í dag, hann er mjög skýr þannig að boltinn er hjá Alþingi og ég trúi ekki öðru en að alþingismenn virði vilja sveitarstjórnarstigsins á Íslandi,“ sagði Aldís.
Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Telur að lögbundinn lágmarksíbúafjöldi geti leitt til verri þjónustu Sveitarstjóra Grýtubakkahrepps líst illa á tillögur um að lögbundinn lágmarksíbúafjöldi sveitarfélaga miðist við þúsund. Hann telur að með því muni þjónusta í mörgum sveitarfélögum versna, þvert á það sem lagt er upp með í tillögum stjórnvalda. 15. ágúst 2019 20:00 Hugnast ekki þvinguð sameining Hann vill að frekar verði horft til þeirrar samvinnu sem nú þegar sé á milli. 31. ágúst 2019 20:30 Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Telur að lögbundinn lágmarksíbúafjöldi geti leitt til verri þjónustu Sveitarstjóra Grýtubakkahrepps líst illa á tillögur um að lögbundinn lágmarksíbúafjöldi sveitarfélaga miðist við þúsund. Hann telur að með því muni þjónusta í mörgum sveitarfélögum versna, þvert á það sem lagt er upp með í tillögum stjórnvalda. 15. ágúst 2019 20:00
Hugnast ekki þvinguð sameining Hann vill að frekar verði horft til þeirrar samvinnu sem nú þegar sé á milli. 31. ágúst 2019 20:30