Grimmur Bjarki Ómarsson tilbúinn fyrir bardaga í Finnlandi Pétur Marinó Jónsson skrifar 7. september 2019 12:30 Bjarki Ómarsson á æfingu fyrr í vikunni. Mjölnir/Ásgeir Marteinsson. Bjarki Ómarsson berst MMA bardaga í Finnlandi í dag. Bjarki er tilbúinn fyrir hörku bardaga á heimavelli andstæðingsins. Mjölnismaðurinn Bjarki Ómarsson (1-1 sem atvinnumaður) er einn efnilegasti bardagamaður okkar Íslendinga. Eftir 11 áhugamannabardaga tók hann sinn fyrsta atvinnubardaga í desember 2017. Þá átti hann frábæra frammistöðu gegn sterkum andstæðingi en síðan þá hefur hann glímt við meiðsli og tapaði illa síðast þegar hann barðist. Nú fær Bjarki tækifæri á að minna á sig en hann berst á CAGE MMA bardagakvöldinu í Finnlandi í dag kl. 15:00. Bjarki mætir hinum finnska Joel Arolainen (1-0 sem atvinnumaður) í 66 kg fjaðurvigt. Arolainen er nokkuð efnilegur bardagamaður en hann nældi sér í silfur á Heimsmeistaramóti áhugamanna í MMA árið 2017. Þá barðist hann fimm bardaga á jafn mörgum dögum en tapaði úrslitabardaganum með minnsta mögulega mun. Það er því ljóst að Arolainen er hörku andstæðingur. Bjarki er staðráðinn í að gera betur en síðast og segist ætla að koma grimmur til leiks. „Ég er grimmari núna að keppa. Ég horfi ekki eins mikið á þetta sem bara íþrótt núna heldur alvöru bardaga, þetta er fight! Við erum að fara að slást og ég er bara að fara að rústa honum,“ sagði Bjarki við MMA Fréttir um bardagann. Bjarki hélt til Finnlands á fimmtudag ásamt Hrólfi Ólafssyni og Valentin Fels en þeir verða í horninu hjá honum í bardaganum. Bjarki er meira en tilbúinn í bardagann. „Ég er mjög tilbúinn í þetta eftir góðar æfingabúðir. Niðurskurðurinn gekk mjög vel og var auðveldur. Ég ætla bara að klára þetta, það er bara þannig.“ Bjarki er í fyrsta bardaga kvöldsins á CAGE 48 bardagakvöldinu en nánari upplýsingar um tímasetningu bardagans og streymi má finna hér. MMA Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Skylda að klippa vel neglur í handbolta Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrst til að verða heimsmeistari í báðum greinum Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Skylda að klippa vel neglur í handbolta Messi að framlengja við Inter Miami Róbert hættir hjá HSÍ Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Þetta verður erfitt, en við munum reyna okkar besta” Dagskráin í dag: Meiri Meistaradeild og Big Ben „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Janus sagður á leið til Barcelona Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sjá meira
Bjarki Ómarsson berst MMA bardaga í Finnlandi í dag. Bjarki er tilbúinn fyrir hörku bardaga á heimavelli andstæðingsins. Mjölnismaðurinn Bjarki Ómarsson (1-1 sem atvinnumaður) er einn efnilegasti bardagamaður okkar Íslendinga. Eftir 11 áhugamannabardaga tók hann sinn fyrsta atvinnubardaga í desember 2017. Þá átti hann frábæra frammistöðu gegn sterkum andstæðingi en síðan þá hefur hann glímt við meiðsli og tapaði illa síðast þegar hann barðist. Nú fær Bjarki tækifæri á að minna á sig en hann berst á CAGE MMA bardagakvöldinu í Finnlandi í dag kl. 15:00. Bjarki mætir hinum finnska Joel Arolainen (1-0 sem atvinnumaður) í 66 kg fjaðurvigt. Arolainen er nokkuð efnilegur bardagamaður en hann nældi sér í silfur á Heimsmeistaramóti áhugamanna í MMA árið 2017. Þá barðist hann fimm bardaga á jafn mörgum dögum en tapaði úrslitabardaganum með minnsta mögulega mun. Það er því ljóst að Arolainen er hörku andstæðingur. Bjarki er staðráðinn í að gera betur en síðast og segist ætla að koma grimmur til leiks. „Ég er grimmari núna að keppa. Ég horfi ekki eins mikið á þetta sem bara íþrótt núna heldur alvöru bardaga, þetta er fight! Við erum að fara að slást og ég er bara að fara að rústa honum,“ sagði Bjarki við MMA Fréttir um bardagann. Bjarki hélt til Finnlands á fimmtudag ásamt Hrólfi Ólafssyni og Valentin Fels en þeir verða í horninu hjá honum í bardaganum. Bjarki er meira en tilbúinn í bardagann. „Ég er mjög tilbúinn í þetta eftir góðar æfingabúðir. Niðurskurðurinn gekk mjög vel og var auðveldur. Ég ætla bara að klára þetta, það er bara þannig.“ Bjarki er í fyrsta bardaga kvöldsins á CAGE 48 bardagakvöldinu en nánari upplýsingar um tímasetningu bardagans og streymi má finna hér.
MMA Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Skylda að klippa vel neglur í handbolta Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrst til að verða heimsmeistari í báðum greinum Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Skylda að klippa vel neglur í handbolta Messi að framlengja við Inter Miami Róbert hættir hjá HSÍ Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Þetta verður erfitt, en við munum reyna okkar besta” Dagskráin í dag: Meiri Meistaradeild og Big Ben „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Janus sagður á leið til Barcelona Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sjá meira