Ferðuðust hringinn á rafmagni einu saman Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 6. september 2019 06:15 Hjónin segja ferðalagið á rafmagnsbílnum hafa gengið vel. „Við vorum á leiðinni í brúðkaup hjá vinum okkar á Seyðisfirði og ákváðum um leið og við fengum boð í brúðkaupið að gera úr því gott ferðalag og keyra á staðinn,“ segir Svanhildur Hólm Valsdóttir, aðstoðarmaður fjármálaráðherra. Hún keyrði ásamt eiginmanni sínum, Loga Bergmanni Eiðssyni, hringinn í kringum landið á rafmagnsbíl um síðastliðna helgi. „Okkur finnst rosalega gaman að keyra saman og ætluðum að keyra þetta á bensínbíl því rafmagnsbíllinn sem við áttum var ekki með mjög mikið drægi,“ segir Svanhildur. „Það stóð alltaf til að kaupa langdrægari bíl og svo kom hann bara í tæka tíð fyrir brúðkaupið og við hugsuðum með okkur að nú létum við vaða,“ bætir hún við. „Ég hef þjáðst af því sem ég kalla drægiskvíða, er alltaf hrædd um að það sé ekki nægilega mikil hleðsla á bílnum,“ segir Svanhildur og hlær. „Með þessu ferðalagi langaði okkur að athuga hvort hægt væri að hemja drægiskvíðann og hvort það væri raunhæft að eiga bara rafmagnsbíl.“ Svanhildur segir að ferðalagið hafi verið mun minna mál en hún átti von á. Hjónin lentu aldrei í því að þurfa að bíða eftir plássi við hleðslustöðvarnar og nýttu þau tímann í göngutúra og heilsuðu upp á fjölskyldu og vini víðsvegar um landið. „Þetta var miklu minna vesen en ég átti von á. Í stuttu málið sagt þá er það eiginlega þannig að allavega fyrir okkur á þessum árstíma þá var þetta ekkert mál, en ég sé alveg fyrir mér að ef það væri meiri umferð og fleiri rafbílar á götunum þá gæti þetta verið aðeins meira vesen, meiri bið í hleðslustöðvarnar til dæmis,“ segir Svanhildur. „Við notuðum tímann þegar bíllinn var í hleðslu til þess að fara í göngutúra, borða góðan mat og hitta vini og fjölskyldu. Maður gerir það ekkert þegar maður tekur bensín, þá bara hoppar maður inn pissar, kaupir kaffi og heldur svo aftur af stað,“ segir hún. Svanhildur segist skilja það vel að ekki sé á allra valdi að ferðast á rafmagnsbíl en á sama tíma hvetur hún þá sem hafa tækifæri til þess að skoða kosti þess. „Maður þarf einhvern veginn að fara að venja sig við þær breytingar sem fram undan eru. Með nýrri aðgerðaáætlun í loftslagsmálum markar ríkisstjórnin til dæmis þá stefnu að nýskráningar bensín- og dísilbíla verði almennt óheimilar eftir árið 2030 og ég myndi segja að það væri til mikils að vinna að nota bara okkar eigin orku og menga eins lítið og maður getur,“ segir hún. „Við gerðum allt eins og við værum á bensínbíl. Við héldum sama meðalhraða, við notuðum miðstöðina, útvarpið og allar græjur þannig að maður getur haft það alveg jafn gott á meðan maður er að keyra en það er bæði ódýrara og mengar minna,“ segir Svanhildur að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Bílar Samgöngur Mest lesið „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Holskefla í kortunum Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Erlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Fleiri fréttir Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Sjá meira
„Við vorum á leiðinni í brúðkaup hjá vinum okkar á Seyðisfirði og ákváðum um leið og við fengum boð í brúðkaupið að gera úr því gott ferðalag og keyra á staðinn,“ segir Svanhildur Hólm Valsdóttir, aðstoðarmaður fjármálaráðherra. Hún keyrði ásamt eiginmanni sínum, Loga Bergmanni Eiðssyni, hringinn í kringum landið á rafmagnsbíl um síðastliðna helgi. „Okkur finnst rosalega gaman að keyra saman og ætluðum að keyra þetta á bensínbíl því rafmagnsbíllinn sem við áttum var ekki með mjög mikið drægi,“ segir Svanhildur. „Það stóð alltaf til að kaupa langdrægari bíl og svo kom hann bara í tæka tíð fyrir brúðkaupið og við hugsuðum með okkur að nú létum við vaða,“ bætir hún við. „Ég hef þjáðst af því sem ég kalla drægiskvíða, er alltaf hrædd um að það sé ekki nægilega mikil hleðsla á bílnum,“ segir Svanhildur og hlær. „Með þessu ferðalagi langaði okkur að athuga hvort hægt væri að hemja drægiskvíðann og hvort það væri raunhæft að eiga bara rafmagnsbíl.“ Svanhildur segir að ferðalagið hafi verið mun minna mál en hún átti von á. Hjónin lentu aldrei í því að þurfa að bíða eftir plássi við hleðslustöðvarnar og nýttu þau tímann í göngutúra og heilsuðu upp á fjölskyldu og vini víðsvegar um landið. „Þetta var miklu minna vesen en ég átti von á. Í stuttu málið sagt þá er það eiginlega þannig að allavega fyrir okkur á þessum árstíma þá var þetta ekkert mál, en ég sé alveg fyrir mér að ef það væri meiri umferð og fleiri rafbílar á götunum þá gæti þetta verið aðeins meira vesen, meiri bið í hleðslustöðvarnar til dæmis,“ segir Svanhildur. „Við notuðum tímann þegar bíllinn var í hleðslu til þess að fara í göngutúra, borða góðan mat og hitta vini og fjölskyldu. Maður gerir það ekkert þegar maður tekur bensín, þá bara hoppar maður inn pissar, kaupir kaffi og heldur svo aftur af stað,“ segir hún. Svanhildur segist skilja það vel að ekki sé á allra valdi að ferðast á rafmagnsbíl en á sama tíma hvetur hún þá sem hafa tækifæri til þess að skoða kosti þess. „Maður þarf einhvern veginn að fara að venja sig við þær breytingar sem fram undan eru. Með nýrri aðgerðaáætlun í loftslagsmálum markar ríkisstjórnin til dæmis þá stefnu að nýskráningar bensín- og dísilbíla verði almennt óheimilar eftir árið 2030 og ég myndi segja að það væri til mikils að vinna að nota bara okkar eigin orku og menga eins lítið og maður getur,“ segir hún. „Við gerðum allt eins og við værum á bensínbíl. Við héldum sama meðalhraða, við notuðum miðstöðina, útvarpið og allar græjur þannig að maður getur haft það alveg jafn gott á meðan maður er að keyra en það er bæði ódýrara og mengar minna,“ segir Svanhildur að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Bílar Samgöngur Mest lesið „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Holskefla í kortunum Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Erlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Fleiri fréttir Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Sjá meira