Sturlað stríð Kolbeinn Marteinsson skrifar 6. september 2019 07:00 Frá árinu 2016 hafa um 100 manns látist vegna ofneyslu lyfja. Ef 100 iðkendur golfs á Íslandi hefðu látist af slysförum á golfvellinum eða 100 hjólreiðamenn hefðu legið í valnum í umferðarslysum undanfarin fjögur ár væri hér búið að blása í þjóðarátak og setja ný lög og reglugerðir til að hamla gegn þessu. Af einhverjum ástæðum er ekki sami kraftur og krafa um aðgerðir vegna þessara 100 sem nú eru látnir. Kannski vegna þess að þau eru skilgreind sem afbrotamenn við neyslu ólöglegra lyfja. Rannsóknir hafa sýnt að börn sem verða fyrir áföllum í æsku eru mun líklegri til að misnota vímuefni síðar á ævinni. Það er harður dómur ofan á erfiða æsku sem ekki batnar við fordæmingu og útskúfun samfélagsins. Þegar maður er jaðarsettur á botninum þá er leiðin upp nánast ómöguleg. Fíknivandi getur líka hent börn af góðum heimilum sem búið hafa við gott atlæti. Meirihluti fanga situr af sér dóma vegna fíknar og vandamála tengdra henni. Þetta kostar samfélagið mikla fjármuni. Þegar ég var unglingur var unglingadrykkja mikið vandamál. Unglingar í dag drekka minna en eldri kynslóðir en hafa mun greiðari aðgang að ólöglegum vímuefnum. Við náðum árangri gegn unglingadrykkju með forvörnum. Við eigum að gera það sama með önnur vímuefni og um leið kippa fótunum undan skipulögðum glæpahópum. Þá fjármuni sem sparast má nýta í forvarnir og meðferðarúrræði. Stríðið gegn fíkniefnum lýtur sömu lögmálum og önnur stríð þar sem fáir hagnast ævintýralega á meðan börn og saklaust fólk liggur í valnum. Fíkn í ólögleg vímuefni er ekki glæpur fremur en neysla áfengis, heldur heilbrigðisvandamál. Meðhöndlum hana sem slíka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbeinn Marteinsson Lyf Mest lesið Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Sjá meira
Frá árinu 2016 hafa um 100 manns látist vegna ofneyslu lyfja. Ef 100 iðkendur golfs á Íslandi hefðu látist af slysförum á golfvellinum eða 100 hjólreiðamenn hefðu legið í valnum í umferðarslysum undanfarin fjögur ár væri hér búið að blása í þjóðarátak og setja ný lög og reglugerðir til að hamla gegn þessu. Af einhverjum ástæðum er ekki sami kraftur og krafa um aðgerðir vegna þessara 100 sem nú eru látnir. Kannski vegna þess að þau eru skilgreind sem afbrotamenn við neyslu ólöglegra lyfja. Rannsóknir hafa sýnt að börn sem verða fyrir áföllum í æsku eru mun líklegri til að misnota vímuefni síðar á ævinni. Það er harður dómur ofan á erfiða æsku sem ekki batnar við fordæmingu og útskúfun samfélagsins. Þegar maður er jaðarsettur á botninum þá er leiðin upp nánast ómöguleg. Fíknivandi getur líka hent börn af góðum heimilum sem búið hafa við gott atlæti. Meirihluti fanga situr af sér dóma vegna fíknar og vandamála tengdra henni. Þetta kostar samfélagið mikla fjármuni. Þegar ég var unglingur var unglingadrykkja mikið vandamál. Unglingar í dag drekka minna en eldri kynslóðir en hafa mun greiðari aðgang að ólöglegum vímuefnum. Við náðum árangri gegn unglingadrykkju með forvörnum. Við eigum að gera það sama með önnur vímuefni og um leið kippa fótunum undan skipulögðum glæpahópum. Þá fjármuni sem sparast má nýta í forvarnir og meðferðarúrræði. Stríðið gegn fíkniefnum lýtur sömu lögmálum og önnur stríð þar sem fáir hagnast ævintýralega á meðan börn og saklaust fólk liggur í valnum. Fíkn í ólögleg vímuefni er ekki glæpur fremur en neysla áfengis, heldur heilbrigðisvandamál. Meðhöndlum hana sem slíka.
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar