Johnson segist frekar vilja „liggja dauður í skurði“ en sækja um frest til Brussel Kjartan Kjartansson og Þórgnýr Einar Albertsson skrifa 5. september 2019 19:00 Stjórnarandstæðingar gagnrýndu Johnson fyrir að nota lögreglumenn sem bakgrunn fyrir það sem þeir sögðu hápólitíska ræðu í dag. Vísir/EPA Frekar vildi Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, „liggja dauður úti í skurði“ en biðja Evrópusambandið um frestun á útgöngu Bretlands. Þessu hélt Johnson fram á viðburði með lögreglumönnum í Vestur-Jórvíkurskíri í dag. Hann ætlar að reyna öðru sinni á mánudag að fá þingið til þess að samþykkja að boða til kosninga 15. október en það felldi frumvarp þess efnis í gærkvöldi. Í spurningatíma á viðburðinum í dag var Johnson spurður að því hvort að hann gæti lofað því að sækjast aldrei eftir því við Evrópusambandið að fresta Brexit svaraði forsætisráðherrann: „Já, ég get það. Ég vildi frekar liggja dauður í skurði.“ Hann vildi þó ekki svara því hvort hann segði af sér ef þingið skikkaði hann til að sækja um frest, aðeins að tilgangslaust væri að fresta útgöngunni frekar en þegar er orðið, að sögn The Guardian. Uppreisnarmenn í Íhaldsflokki Johnson tóku höndum saman við stjórnarandstöðuna og greiddu atkvæði með frumvarpi sem myndi neyða Johnson til að fresta Brexit á þriðjudag. Hann lagði í kjölfarið fram frumvarp um að boða til kosninga 15. október en það var fellt í gærkvöldi. Stjórnarandstaðan var andvíg tillögu gærdagsins af ótta við að Johnson myndi ganga á bak orða sinna og fresta kosningunum fram yfir settan útgöngudag úr Evrópusambandinu, 31. október, og þannig ná samningslausri útgöngu, þvert gegn vilja þingsins. Tvo þriðju hluta þingmanna þarf til að samþykkja tillöguna um kosningar og náðist það ekki í gær. Sajid Javid, fjármálaráðherra Breta, sagði í morgun að stjórnarandstaðan væri hrædd við vilja þjóðarinnar. John McDonnell, skuggafjármálaráðherra, sagði hins vegar að Verkamannaflokkurinn væri tilbúinn í kosningar. Spurningin snerist um tímasetningu. Á mánudag verður staðan að öllum líkindum orðin sú að frumvarp stjórnarandstöðunnar, sem skuldbindur Johnson til þess að biðja Evrópusambandið um að fresta útgöngunni, verður orðið að lögum og vonast Johnson til að það dugi til að tryggja kosningatillögunni stuðning. En ríkisstjórn Íhaldsflokksins heldur áfram að veikjast eftir að hafa misst meirihluta sinn í vikunni og rekið 21 þingmann úr þingflokknum. Jo Johnson, bróðir forsætisráðherrans, sagði af sér sem bæði þingmaður og ráðherra í dag vegna óánægju með stefnu stjórnarinnar. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Bróðir Borisar segir af sér Breski Íhaldsmaðurinn Jo Johnson hefur tilkynnt um afsögn sína sem þingmaður og ráðherra. 5. september 2019 11:06 Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Engin málaferli vegna slyss í Breiðamerkurjökli Innlent Fleiri fréttir Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Sjá meira
Frekar vildi Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, „liggja dauður úti í skurði“ en biðja Evrópusambandið um frestun á útgöngu Bretlands. Þessu hélt Johnson fram á viðburði með lögreglumönnum í Vestur-Jórvíkurskíri í dag. Hann ætlar að reyna öðru sinni á mánudag að fá þingið til þess að samþykkja að boða til kosninga 15. október en það felldi frumvarp þess efnis í gærkvöldi. Í spurningatíma á viðburðinum í dag var Johnson spurður að því hvort að hann gæti lofað því að sækjast aldrei eftir því við Evrópusambandið að fresta Brexit svaraði forsætisráðherrann: „Já, ég get það. Ég vildi frekar liggja dauður í skurði.“ Hann vildi þó ekki svara því hvort hann segði af sér ef þingið skikkaði hann til að sækja um frest, aðeins að tilgangslaust væri að fresta útgöngunni frekar en þegar er orðið, að sögn The Guardian. Uppreisnarmenn í Íhaldsflokki Johnson tóku höndum saman við stjórnarandstöðuna og greiddu atkvæði með frumvarpi sem myndi neyða Johnson til að fresta Brexit á þriðjudag. Hann lagði í kjölfarið fram frumvarp um að boða til kosninga 15. október en það var fellt í gærkvöldi. Stjórnarandstaðan var andvíg tillögu gærdagsins af ótta við að Johnson myndi ganga á bak orða sinna og fresta kosningunum fram yfir settan útgöngudag úr Evrópusambandinu, 31. október, og þannig ná samningslausri útgöngu, þvert gegn vilja þingsins. Tvo þriðju hluta þingmanna þarf til að samþykkja tillöguna um kosningar og náðist það ekki í gær. Sajid Javid, fjármálaráðherra Breta, sagði í morgun að stjórnarandstaðan væri hrædd við vilja þjóðarinnar. John McDonnell, skuggafjármálaráðherra, sagði hins vegar að Verkamannaflokkurinn væri tilbúinn í kosningar. Spurningin snerist um tímasetningu. Á mánudag verður staðan að öllum líkindum orðin sú að frumvarp stjórnarandstöðunnar, sem skuldbindur Johnson til þess að biðja Evrópusambandið um að fresta útgöngunni, verður orðið að lögum og vonast Johnson til að það dugi til að tryggja kosningatillögunni stuðning. En ríkisstjórn Íhaldsflokksins heldur áfram að veikjast eftir að hafa misst meirihluta sinn í vikunni og rekið 21 þingmann úr þingflokknum. Jo Johnson, bróðir forsætisráðherrans, sagði af sér sem bæði þingmaður og ráðherra í dag vegna óánægju með stefnu stjórnarinnar.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Bróðir Borisar segir af sér Breski Íhaldsmaðurinn Jo Johnson hefur tilkynnt um afsögn sína sem þingmaður og ráðherra. 5. september 2019 11:06 Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Engin málaferli vegna slyss í Breiðamerkurjökli Innlent Fleiri fréttir Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Sjá meira
Bróðir Borisar segir af sér Breski Íhaldsmaðurinn Jo Johnson hefur tilkynnt um afsögn sína sem þingmaður og ráðherra. 5. september 2019 11:06
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent