Ísland aldrei mikilvægara á norðurslóðum Jóhann K. Jóhannsson skrifar 4. september 2019 18:58 Varaforseti Bandaríkjanna segir Ísland aldrei mikilvægara í varnar- og hernaðarlegum skilningi en nú. Í ljósi aukins áhuga Rússa og Kínverja á norðurslóðum sé mikilvæg fyrir Bandaríkjamenn að treysta böndin við þjóðir á þessum slóðum. Ekki hefur komið opinberlega fram hjá íslenskum yfirvöldum að Ísland sé búið að hafna samningum við Kínverja um innviðauppbyggingu þeirra hér á landi. Eftir að dagskrá var formlega lokið í Höfða í dag steig varaforsetinn út á tröppur hússins og bjó sig til brottfara til Keflavíkur, á að hans sögn mikilvægan fund með Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra. A leið sinni ávarpaði Pence óvænt fjölmiðlamenn.Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna og eiginkona hans við komuna í Keflavík í dag.Vísir/Jóhann K.Styrkja böndin við þjóðir á NorðurslóðumTelur þú að það hafi verið mistök að loka herstöðinni í Keflavík 2006 og hverjar fyrirætlanir Bandaríkjamanna eru varðandi hernaðarmál á Íslandi? „Bandaríkin eru algerlega staðráðin í að eiga samstarf við Ísland og tryggja að við höfum næg hergögn og mannafla í sambandi við Ísland, sagði Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna. Í ræðu sinni þakkaði Pence Íslandi fyrir hafna samningum við kínverja um innviðauppbyggingu þeirra hér á landi. „Bandaríkjamenn eru þakklátir fyrir afstöðu Íslendinga þegar þeir höfnuðu fjárfestingum Kínverja til innviðauppbyggingar á Íslandi. Við trúum því sannarlega að það sé nauðsynlegt að við styrkjum tengsl þjóðanna í þessum heimshluta og að Ísland skyldi taka þessa afstöðu var mikilvægt skref sem við fögnum mjög,“ sagði Pence. Hann sagði það enga spurningu að Kínverjar séu í dag mun virkari í efnahags- og viðskiptalega á Norðurslóðum og að Rússar séu einnig að auka hernaðarmátt sinn á þessum slóðum. Því segir hann áríðandi að Bandaríkamenn treysti böndin við þjóðir á þessum slóðum. „Og við segjum við Rússa að við munum verja öryggi okkar og hagsmuni á norðurslóðum. Við munum byggja upp samstarf við þjóðir eins og Íslendinga og öll bandalagsríki okkar á þessu svæði,“ sagði Pence.Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna og eiginkona hans heilsa íslensku sendinefndinni.Vísir/Jóhann K.Hvatti untanríkisráðherra til þess að sniðganga Huawei Pence hvatti Íslendinga jafnframt til að forðast kínverska fjarskiptafyrirtækið Huawei, sem hann sagði þurfa að afhenda kínverskum stjórnvöldum upplýsingar um notendur sína. „Raunveruleikinn er sá að við teljum ekki að það samræmist öryggi frjálsra þjóða, við teljum ekki að það samræmist einkalífi fólks sem nýtur frelsis í löndum eins og Bandaríkjunum og Íslandi. Svo ég hvatti utanríkisráðherrann í dag, eins og ég mun hvetja forsætisráðherrann, til að taka undir með okkur þegar við hvetjum þjóðir þessa bandalags,“ sagði Pence. Heimsókn Mike Pence Norðurslóðir Utanríkismál Varnarmál Tengdar fréttir Vaktin: Íslandsheimsókn Mike Pence Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, er væntanlegur til landsins í dag ásamt eiginkonu sinni, Karen Pence. 4. september 2019 09:00 Þau sitja viðskiptaþing með Pence í Höfða Lykilfólk úr íslensku viðskiptalífi mun sitja viðskiptaþing með Pence og Guðlaugi Þór, utanríkisráðherra, í Höfða ásamt fulltrúum úr bandarísku viðskiptalífi. 4. september 2019 11:23 Umstangið í kringum komu Pence í myndum Það er óhætt að segja að koma varaforsetahjónanna Mike og Karen Pence fari varla framhjá nokkrum íbúa á höfuðborgarsvæðinu. 4. september 2019 14:20 Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Varaforseti Bandaríkjanna segir Ísland aldrei mikilvægara í varnar- og hernaðarlegum skilningi en nú. Í ljósi aukins áhuga Rússa og Kínverja á norðurslóðum sé mikilvæg fyrir Bandaríkjamenn að treysta böndin við þjóðir á þessum slóðum. Ekki hefur komið opinberlega fram hjá íslenskum yfirvöldum að Ísland sé búið að hafna samningum við Kínverja um innviðauppbyggingu þeirra hér á landi. Eftir að dagskrá var formlega lokið í Höfða í dag steig varaforsetinn út á tröppur hússins og bjó sig til brottfara til Keflavíkur, á að hans sögn mikilvægan fund með Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra. A leið sinni ávarpaði Pence óvænt fjölmiðlamenn.Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna og eiginkona hans við komuna í Keflavík í dag.Vísir/Jóhann K.Styrkja böndin við þjóðir á NorðurslóðumTelur þú að það hafi verið mistök að loka herstöðinni í Keflavík 2006 og hverjar fyrirætlanir Bandaríkjamanna eru varðandi hernaðarmál á Íslandi? „Bandaríkin eru algerlega staðráðin í að eiga samstarf við Ísland og tryggja að við höfum næg hergögn og mannafla í sambandi við Ísland, sagði Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna. Í ræðu sinni þakkaði Pence Íslandi fyrir hafna samningum við kínverja um innviðauppbyggingu þeirra hér á landi. „Bandaríkjamenn eru þakklátir fyrir afstöðu Íslendinga þegar þeir höfnuðu fjárfestingum Kínverja til innviðauppbyggingar á Íslandi. Við trúum því sannarlega að það sé nauðsynlegt að við styrkjum tengsl þjóðanna í þessum heimshluta og að Ísland skyldi taka þessa afstöðu var mikilvægt skref sem við fögnum mjög,“ sagði Pence. Hann sagði það enga spurningu að Kínverjar séu í dag mun virkari í efnahags- og viðskiptalega á Norðurslóðum og að Rússar séu einnig að auka hernaðarmátt sinn á þessum slóðum. Því segir hann áríðandi að Bandaríkamenn treysti böndin við þjóðir á þessum slóðum. „Og við segjum við Rússa að við munum verja öryggi okkar og hagsmuni á norðurslóðum. Við munum byggja upp samstarf við þjóðir eins og Íslendinga og öll bandalagsríki okkar á þessu svæði,“ sagði Pence.Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna og eiginkona hans heilsa íslensku sendinefndinni.Vísir/Jóhann K.Hvatti untanríkisráðherra til þess að sniðganga Huawei Pence hvatti Íslendinga jafnframt til að forðast kínverska fjarskiptafyrirtækið Huawei, sem hann sagði þurfa að afhenda kínverskum stjórnvöldum upplýsingar um notendur sína. „Raunveruleikinn er sá að við teljum ekki að það samræmist öryggi frjálsra þjóða, við teljum ekki að það samræmist einkalífi fólks sem nýtur frelsis í löndum eins og Bandaríkjunum og Íslandi. Svo ég hvatti utanríkisráðherrann í dag, eins og ég mun hvetja forsætisráðherrann, til að taka undir með okkur þegar við hvetjum þjóðir þessa bandalags,“ sagði Pence.
Heimsókn Mike Pence Norðurslóðir Utanríkismál Varnarmál Tengdar fréttir Vaktin: Íslandsheimsókn Mike Pence Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, er væntanlegur til landsins í dag ásamt eiginkonu sinni, Karen Pence. 4. september 2019 09:00 Þau sitja viðskiptaþing með Pence í Höfða Lykilfólk úr íslensku viðskiptalífi mun sitja viðskiptaþing með Pence og Guðlaugi Þór, utanríkisráðherra, í Höfða ásamt fulltrúum úr bandarísku viðskiptalífi. 4. september 2019 11:23 Umstangið í kringum komu Pence í myndum Það er óhætt að segja að koma varaforsetahjónanna Mike og Karen Pence fari varla framhjá nokkrum íbúa á höfuðborgarsvæðinu. 4. september 2019 14:20 Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Vaktin: Íslandsheimsókn Mike Pence Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, er væntanlegur til landsins í dag ásamt eiginkonu sinni, Karen Pence. 4. september 2019 09:00
Þau sitja viðskiptaþing með Pence í Höfða Lykilfólk úr íslensku viðskiptalífi mun sitja viðskiptaþing með Pence og Guðlaugi Þór, utanríkisráðherra, í Höfða ásamt fulltrúum úr bandarísku viðskiptalífi. 4. september 2019 11:23
Umstangið í kringum komu Pence í myndum Það er óhætt að segja að koma varaforsetahjónanna Mike og Karen Pence fari varla framhjá nokkrum íbúa á höfuðborgarsvæðinu. 4. september 2019 14:20