Frestun þingfunda í Bretlandi dæmd lögleg Samúel Karl Ólason skrifar 4. september 2019 10:03 Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands. AP/Alastair Grant Skoskur dómstóll segir þá ákvörðun Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, að fresta þingfundum í september og þar til skömmu áður en Bretland gengur úr Evrópusambandinu (Brexit) í lok október, vera lögmæta. Dómarinn segir það ekki dómstóla að skera úr í þessu máli, heldur sé það í raun kjósenda. Fjöldi skoskra þingmanna kom að því að höfða umrætt mál og hafa þeir þegar ákveðið að áfrýja dómnum. Þá hafa fleiri mál verið höfðuð víðar í Bretlandi.Ákvörðun Johnson hefur í för með sér að tími annarra þingmanna til að leggja fram lagafrumvörp í þeim tilgangi að koma í veg fyrir útgöngu Bretlands án samnings skerðist til muna. Áætlun forsætisráðherrans hefur þó beðið hnekki og þá sérstaklega í gær.Íhaldsflokkurinn, sem Johnson leiðir, tapaði meirihluta sínum á þingi í gær þegar þingmaðurinn Phillip Lee stóð upp á þingfundi og færði sig yfir til Frjálslyndra demókrata í þingsalnum. Skömmu síðar sendi hann frá sér harðorða yfirlýsingu þar sem hann greindi frá því að hann hefði yfirgefið Íhaldsflokkinn og gengið til liðs við Frjálslynda demókrata.Sjá einnig: „Ríkisstjórnin stefnir lífi fólks og lífsviðurværi þess í voða“Þar að auki greiddu uppreisnarmenn innan flokksins atkvæði gegn Johnson á þinginu í gærkvöldi til að stöðva Brexit án samnings. Tillagan sem breska þingið samþykkti með 27 atkvæða mun í gær gaf þverpólitískum hópi þingmanna dagskrárvald í þinginu. Í dag ætlar hópurinn því að leggja fram frumvarp sem kæmi í veg fyrir að Johnson geti dregið Bretland úr Evrópusambandinu án samnings 31. október. Þeim var svo tilkynnt að þeir hefðu verið reknir úr þingflokki Íhaldsflokksins.Sjá einnig: Uppreisnarmenn reknir úr þingflokki Íhaldsflokksins Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Íhaldsflokkurinn missir meirihlutann: „Ríkisstjórnin stefnir lífi fólks og lífsviðurværi þess í voða“ Íhaldsflokkurinn missti í dag eins manns meirihluta sinn á breska þinginu þegar þingmaðurinn Phillip Lee stóð upp á þingfundi og færði sig yfir til Frjálslyndra demókrata í þingsalnum. 3. september 2019 15:06 „Getur einhver fært leiðtoga neðri deildar þingsins kodda?“ Hasarinn var mikill á breska þinginu í gær og um tíma beindist athyglin um tíma sérstaklega að leiðtoga neðri deildar þingsins þar sem hann hafði lagst á þingbekkinn í miðjum umræðum. 4. september 2019 09:46 Erfið staða fyrir Johnson Ríkisstjórn Boris Johnson á Bretlandi hefur ekki lengur meirihluta á þingi eftir að þingmaður Íhaldsflokksins gekk til liðs við Frjálslynda demókrata. Þingforseti samþykkti að hefja neyðarumræður um útgönguna úr Evrópusambandinu. 3. september 2019 19:00 Kom á óvart að ríkisstjórn Boris Johnson skyldi missa meirihluta sinn Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir það hafa komið á óvart að ríkisstjórn Íhaldsflokksins undir forystu Boris Johnson skyldi missa eins manns meirihluta sinn á þinginu í dag er Phillip Lee gekk til liðs við Frjálslynda demókrata. 3. september 2019 16:53 Andstæðingar Brexit fá að bera fram frumvarp sitt Frumvarp sem á að koma í veg fyrir útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu án samnings verður lagt fram á morgun. 3. september 2019 21:00 Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Fleiri fréttir Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Sjá meira
Skoskur dómstóll segir þá ákvörðun Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, að fresta þingfundum í september og þar til skömmu áður en Bretland gengur úr Evrópusambandinu (Brexit) í lok október, vera lögmæta. Dómarinn segir það ekki dómstóla að skera úr í þessu máli, heldur sé það í raun kjósenda. Fjöldi skoskra þingmanna kom að því að höfða umrætt mál og hafa þeir þegar ákveðið að áfrýja dómnum. Þá hafa fleiri mál verið höfðuð víðar í Bretlandi.Ákvörðun Johnson hefur í för með sér að tími annarra þingmanna til að leggja fram lagafrumvörp í þeim tilgangi að koma í veg fyrir útgöngu Bretlands án samnings skerðist til muna. Áætlun forsætisráðherrans hefur þó beðið hnekki og þá sérstaklega í gær.Íhaldsflokkurinn, sem Johnson leiðir, tapaði meirihluta sínum á þingi í gær þegar þingmaðurinn Phillip Lee stóð upp á þingfundi og færði sig yfir til Frjálslyndra demókrata í þingsalnum. Skömmu síðar sendi hann frá sér harðorða yfirlýsingu þar sem hann greindi frá því að hann hefði yfirgefið Íhaldsflokkinn og gengið til liðs við Frjálslynda demókrata.Sjá einnig: „Ríkisstjórnin stefnir lífi fólks og lífsviðurværi þess í voða“Þar að auki greiddu uppreisnarmenn innan flokksins atkvæði gegn Johnson á þinginu í gærkvöldi til að stöðva Brexit án samnings. Tillagan sem breska þingið samþykkti með 27 atkvæða mun í gær gaf þverpólitískum hópi þingmanna dagskrárvald í þinginu. Í dag ætlar hópurinn því að leggja fram frumvarp sem kæmi í veg fyrir að Johnson geti dregið Bretland úr Evrópusambandinu án samnings 31. október. Þeim var svo tilkynnt að þeir hefðu verið reknir úr þingflokki Íhaldsflokksins.Sjá einnig: Uppreisnarmenn reknir úr þingflokki Íhaldsflokksins
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Íhaldsflokkurinn missir meirihlutann: „Ríkisstjórnin stefnir lífi fólks og lífsviðurværi þess í voða“ Íhaldsflokkurinn missti í dag eins manns meirihluta sinn á breska þinginu þegar þingmaðurinn Phillip Lee stóð upp á þingfundi og færði sig yfir til Frjálslyndra demókrata í þingsalnum. 3. september 2019 15:06 „Getur einhver fært leiðtoga neðri deildar þingsins kodda?“ Hasarinn var mikill á breska þinginu í gær og um tíma beindist athyglin um tíma sérstaklega að leiðtoga neðri deildar þingsins þar sem hann hafði lagst á þingbekkinn í miðjum umræðum. 4. september 2019 09:46 Erfið staða fyrir Johnson Ríkisstjórn Boris Johnson á Bretlandi hefur ekki lengur meirihluta á þingi eftir að þingmaður Íhaldsflokksins gekk til liðs við Frjálslynda demókrata. Þingforseti samþykkti að hefja neyðarumræður um útgönguna úr Evrópusambandinu. 3. september 2019 19:00 Kom á óvart að ríkisstjórn Boris Johnson skyldi missa meirihluta sinn Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir það hafa komið á óvart að ríkisstjórn Íhaldsflokksins undir forystu Boris Johnson skyldi missa eins manns meirihluta sinn á þinginu í dag er Phillip Lee gekk til liðs við Frjálslynda demókrata. 3. september 2019 16:53 Andstæðingar Brexit fá að bera fram frumvarp sitt Frumvarp sem á að koma í veg fyrir útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu án samnings verður lagt fram á morgun. 3. september 2019 21:00 Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Fleiri fréttir Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Sjá meira
Íhaldsflokkurinn missir meirihlutann: „Ríkisstjórnin stefnir lífi fólks og lífsviðurværi þess í voða“ Íhaldsflokkurinn missti í dag eins manns meirihluta sinn á breska þinginu þegar þingmaðurinn Phillip Lee stóð upp á þingfundi og færði sig yfir til Frjálslyndra demókrata í þingsalnum. 3. september 2019 15:06
„Getur einhver fært leiðtoga neðri deildar þingsins kodda?“ Hasarinn var mikill á breska þinginu í gær og um tíma beindist athyglin um tíma sérstaklega að leiðtoga neðri deildar þingsins þar sem hann hafði lagst á þingbekkinn í miðjum umræðum. 4. september 2019 09:46
Erfið staða fyrir Johnson Ríkisstjórn Boris Johnson á Bretlandi hefur ekki lengur meirihluta á þingi eftir að þingmaður Íhaldsflokksins gekk til liðs við Frjálslynda demókrata. Þingforseti samþykkti að hefja neyðarumræður um útgönguna úr Evrópusambandinu. 3. september 2019 19:00
Kom á óvart að ríkisstjórn Boris Johnson skyldi missa meirihluta sinn Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir það hafa komið á óvart að ríkisstjórn Íhaldsflokksins undir forystu Boris Johnson skyldi missa eins manns meirihluta sinn á þinginu í dag er Phillip Lee gekk til liðs við Frjálslynda demókrata. 3. september 2019 16:53
Andstæðingar Brexit fá að bera fram frumvarp sitt Frumvarp sem á að koma í veg fyrir útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu án samnings verður lagt fram á morgun. 3. september 2019 21:00